Það er sannkallaður stórleikur á HM í kvöld er Ísland og Danmörk mætast á heimsmeistaramótinu á Spáni. Það er mikið undir í þessum leik gegn frændum okkar. Það er landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson sem gefur tóninn en Of Monsters and Men leika fyrir dansi í myndbandinu hér að ofan.
"Menn skulu bara gera svo vel að bíta sig í gegnum þann sársauka sem þetta er, annars geta þeir bara komið sér heim. Þreyta er afsökun sem ég kaupi aldrei," segir Guðjón.
Upphitun fyrir leikinn hefst 18.10 á Stöð 2 Sport. Rakel Dögg Bragadóttir landsliðskona og Henry Birgir Gunnarsson íþróttafréttamaður fara í gegnum íslensku baráttuna í leiknum gegn Makedóníu í gær, sambærilega leiki og styrkleika íslenska liðsins fyrir Danaleikinn.
Síðan fara sérfræðingarnir Geir Sveinsson og Guðjón Guðmundsson í hvaða atriði íslenska liðið þarf að laga til að ná sigri gegn Dönum í kvöld.
Þreyta er engin afsökun | myndband
Mest lesið



Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool
Enski boltinn


Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Íslenski boltinn




Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna
Íslenski boltinn

„Þeir spila mjög fast og komast upp með það“
Körfubolti