Hvað hefur eyðilagt rammaáætlun? 20. desember 2012 06:00 Grunnáhersla Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs er verndun landsins ásamt skynsamlegri og sjálfbærri nýtingu landsins gæða. Oft höfum við sem deilum þeirri lífssýn orðið fyrir óréttlátri gagnrýni og fordómum fyrir skoðanir okkar en þó aldrei í þeim mæli sem á síðustu vikum í umræðu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða eða rammaáætlun. Lærdómurinn sem við öll ættum að hafa dregið af hruninu er að vanda þurfi til verka þegar teknar eru stefnumarkandi ákvarðanir sem snerta almannahag og komandi kynslóðir. Það er og sjálfsögð og eðlileg krafa almennings að þeir sem hafa umboð til að taka ákvarðanir um okkar hag vandi til þeirra og taki upplýstar ákvarðanir. Einmitt þess vegna var ferli rammaáætlunar sett upp, til að ákveða hvað skuli að nýta og hvað skuli að vernda, þannig að ríkari sátt geti orðið um nýtingu og verndun. Þá getur þurft að sætta ólík sjónarmið og ganga bil beggja en það er til dæmis okkar mat að í okkar kjördæmi sé of langt gengið í virkjunaráformum. Í fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga étur nú hver virkjunarsinninn eftir öðrum að ferli rammaáætlunar sé úr lagi gengið. Búið sé að ónýta faglegt ferli og hinir óskynsömu pólitíkusar hafi nú eyðilagt þetta mál eins og þeir hafa eyðilagt flest önnur. Þannig eru hin og þessi rök tínd til því til staðfestingar að góðri og faglegri vinnu hafi verið umturnað á síðustu metrunum. Skoðum það nánar Verkefnahópar skoðuðu 84 virkjunarhugmyndir og af þeim voru 66 hugmyndir metnar af öllum faghópunum. Í 18 tilvikum var ekki hægt að ljúka mati vegna skorts á gögnum eða þau bárust svo seint að ekki vannst tími til að nýta þau í mati. Af þessum 84 hafa 14 virkjanir nú þegar farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum og ein þeirra, Búðarhálsvirkjun er nú þegar í byggingu. Í nokkrum ám eru lagðar fram fleiri en ein veitu- eða virkjunarhugmynd þar sem ein útilokar aðra. Þannig er ástatt um 7 virkjunarhugmyndir. Sá þáttur sem virðist hafa eyðilagt 16 ára vinnu við rammaáætlun og spillt bæði ferli og niðurstöðum byggist á umsögnum frá næstum 400 aðilum sem fólu í sér ýmiss konar leiðbeiningar, ábendingar og athugasemdir. Þegar farið var yfir umsagnirnar kom í ljós að tveir kostir féllu út af tæknilegum ástæðum. Niðurstaðan varð sem sagt sú að fyrir utan leiðréttingarnar tvær er tillagan samhljóða drögunum um 61 kost, en lagt er til að sex kostir á tveimur svæðum fari í biðflokk meðan aflað er um þá frekari upplýsinga. Staðreyndir málsins eru þær að í lögbundnu umsagnarferli komu fram sterk rök fyrir því að sex af 84 virkjunarkostum sem skoðaðir hafa verið síðan 1999 þyrfti að skoða betur. Þær ábendingar áttu allar sammerkt að fela í sér nýjar upplýsingar sem ekki hafði verið fjallað um í faghópunum áður. Sex virkjunarkostir voru því færðir úr nýtingarflokki í biðflokk á meðan frekari upplýsinga er aflað. Er í raun og veru einhver sem getur verið ósammála því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Grunnáhersla Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs er verndun landsins ásamt skynsamlegri og sjálfbærri nýtingu landsins gæða. Oft höfum við sem deilum þeirri lífssýn orðið fyrir óréttlátri gagnrýni og fordómum fyrir skoðanir okkar en þó aldrei í þeim mæli sem á síðustu vikum í umræðu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða eða rammaáætlun. Lærdómurinn sem við öll ættum að hafa dregið af hruninu er að vanda þurfi til verka þegar teknar eru stefnumarkandi ákvarðanir sem snerta almannahag og komandi kynslóðir. Það er og sjálfsögð og eðlileg krafa almennings að þeir sem hafa umboð til að taka ákvarðanir um okkar hag vandi til þeirra og taki upplýstar ákvarðanir. Einmitt þess vegna var ferli rammaáætlunar sett upp, til að ákveða hvað skuli að nýta og hvað skuli að vernda, þannig að ríkari sátt geti orðið um nýtingu og verndun. Þá getur þurft að sætta ólík sjónarmið og ganga bil beggja en það er til dæmis okkar mat að í okkar kjördæmi sé of langt gengið í virkjunaráformum. Í fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga étur nú hver virkjunarsinninn eftir öðrum að ferli rammaáætlunar sé úr lagi gengið. Búið sé að ónýta faglegt ferli og hinir óskynsömu pólitíkusar hafi nú eyðilagt þetta mál eins og þeir hafa eyðilagt flest önnur. Þannig eru hin og þessi rök tínd til því til staðfestingar að góðri og faglegri vinnu hafi verið umturnað á síðustu metrunum. Skoðum það nánar Verkefnahópar skoðuðu 84 virkjunarhugmyndir og af þeim voru 66 hugmyndir metnar af öllum faghópunum. Í 18 tilvikum var ekki hægt að ljúka mati vegna skorts á gögnum eða þau bárust svo seint að ekki vannst tími til að nýta þau í mati. Af þessum 84 hafa 14 virkjanir nú þegar farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum og ein þeirra, Búðarhálsvirkjun er nú þegar í byggingu. Í nokkrum ám eru lagðar fram fleiri en ein veitu- eða virkjunarhugmynd þar sem ein útilokar aðra. Þannig er ástatt um 7 virkjunarhugmyndir. Sá þáttur sem virðist hafa eyðilagt 16 ára vinnu við rammaáætlun og spillt bæði ferli og niðurstöðum byggist á umsögnum frá næstum 400 aðilum sem fólu í sér ýmiss konar leiðbeiningar, ábendingar og athugasemdir. Þegar farið var yfir umsagnirnar kom í ljós að tveir kostir féllu út af tæknilegum ástæðum. Niðurstaðan varð sem sagt sú að fyrir utan leiðréttingarnar tvær er tillagan samhljóða drögunum um 61 kost, en lagt er til að sex kostir á tveimur svæðum fari í biðflokk meðan aflað er um þá frekari upplýsinga. Staðreyndir málsins eru þær að í lögbundnu umsagnarferli komu fram sterk rök fyrir því að sex af 84 virkjunarkostum sem skoðaðir hafa verið síðan 1999 þyrfti að skoða betur. Þær ábendingar áttu allar sammerkt að fela í sér nýjar upplýsingar sem ekki hafði verið fjallað um í faghópunum áður. Sex virkjunarkostir voru því færðir úr nýtingarflokki í biðflokk á meðan frekari upplýsinga er aflað. Er í raun og veru einhver sem getur verið ósammála því?
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar