Samtök sjávarútvegssveitarfélaga Svanfríður Jónasdóttir skrifar 25. október 2012 06:00 Stofnuð hafa verið Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, sem eru samtök þeirra sveitarfélaga sem hafa beinna hagsmuna að gæta varðandi nýtingu sjávarauðlindarinnar og er tilgangur samtakanna að vinna að sameiginlegum hagsmunum þessara sveitarfélaga og íbúa þeirra. Sjávarútvegur hefur verið, og er enn, ein mikilvægasta efnahagsstoð þjóðarbúsins og meðfram strandlengjunni allri eru byggðalög sem reiða sig nánast eingöngu á veiðar og vinnslu. Með stofnun Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga er horft til þess að skapa öflugan sameiginlegan vettvang til sóknar og varnar fyrir sjávarútvegssamfélögin. Fyrstu verkefni samtakanna beinast einkum að tvennu; að sjávarútvegssveitarfélögin fái eðlilega hlutdeild í sérstaka veiðigjaldinu og að þeim störfum á vegum ríkisins sem tengjast nýtingu sjávarauðlindarinnar verði í ríkari mæli komið fyrir á sjávarútvegsstöðunum. Því fólki sem hefur beina atvinnu af veiðum og vinnslu sjávarafla hefur fækkað alla síðustu öld. Tækniframfarir og lagabreytingar sem leitt hafa af sér kröfu um aukna hagræðingu í greininni hafa haft afgerandi áhrif á fjölda starfa í veiðum og vinnslu, og þá jafnframt á íbúafjölda og stöðu sjávarútvegssamfélaganna. Þessar breytingar hafa verið einn stærsti áhrifavaldur í byggðaþróun undanfarinna áratuga. Ný störf s.s. þekkingarstörf, rannsóknir og eftirlit, sem orðið hafa til við þessar breytingar, hafa ekki að sama skapi orðið til á sjávarútvegsstöðunum og hafa slík störf á vegum ríkisins haft tilhneigingu til að hnappast saman á höfuðborgarsvæðinu. Með lögum um sérstakt veiðigjald er nú enn hert á kröfunni um hagræðingu í greininni. Til þess að sjávarútvegssveitarfélögin geti brugðist við þeim breytingum sem aukinni hagræðingarkröfu fylgja, svo sem enn frekari fækkun starfa, er eðlilegt að þau fái hlutdeild í sérstaka veiðigjaldinu. Einnig hefur verið bent á að geta sjávarútvegsfyrirtækjanna til vaxtar og/eða þátttöku í verkefnum í heimabyggð skerðist við upptöku sérstaka veiðigjaldsins. Krafa um aukna hagræðingu kalli fremur á sameiningu fyrirtækja og fækkun starfa. Það er því mikilvægt að nú sé einnig hugað alvarlega að því að þau störf á vegum ríkisins sem eru sjávarútvegstengd séu sett niður víðar um landið. Með nýtingu samskiptatækni ætti slíkt að vera einfaldara en áður. Það er hagur þjóðarinnar að íslenskur sjávarútvegur sé rekinn með hagkvæmum hætti, en það eru sjávarbyggðirnar sem greiða fyrir hagræðinguna með fækkun starfa, fækkun íbúa, lækkun fasteignaverðs o.s.frv. Það er því mikilvægt að sjávarútvegssveitarfélögin og ríkisvaldið taki höndum saman um að lágmarka þau áhrif sem enn aukin krafa um hagræðingu í greininni mun hafa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Stofnuð hafa verið Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, sem eru samtök þeirra sveitarfélaga sem hafa beinna hagsmuna að gæta varðandi nýtingu sjávarauðlindarinnar og er tilgangur samtakanna að vinna að sameiginlegum hagsmunum þessara sveitarfélaga og íbúa þeirra. Sjávarútvegur hefur verið, og er enn, ein mikilvægasta efnahagsstoð þjóðarbúsins og meðfram strandlengjunni allri eru byggðalög sem reiða sig nánast eingöngu á veiðar og vinnslu. Með stofnun Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga er horft til þess að skapa öflugan sameiginlegan vettvang til sóknar og varnar fyrir sjávarútvegssamfélögin. Fyrstu verkefni samtakanna beinast einkum að tvennu; að sjávarútvegssveitarfélögin fái eðlilega hlutdeild í sérstaka veiðigjaldinu og að þeim störfum á vegum ríkisins sem tengjast nýtingu sjávarauðlindarinnar verði í ríkari mæli komið fyrir á sjávarútvegsstöðunum. Því fólki sem hefur beina atvinnu af veiðum og vinnslu sjávarafla hefur fækkað alla síðustu öld. Tækniframfarir og lagabreytingar sem leitt hafa af sér kröfu um aukna hagræðingu í greininni hafa haft afgerandi áhrif á fjölda starfa í veiðum og vinnslu, og þá jafnframt á íbúafjölda og stöðu sjávarútvegssamfélaganna. Þessar breytingar hafa verið einn stærsti áhrifavaldur í byggðaþróun undanfarinna áratuga. Ný störf s.s. þekkingarstörf, rannsóknir og eftirlit, sem orðið hafa til við þessar breytingar, hafa ekki að sama skapi orðið til á sjávarútvegsstöðunum og hafa slík störf á vegum ríkisins haft tilhneigingu til að hnappast saman á höfuðborgarsvæðinu. Með lögum um sérstakt veiðigjald er nú enn hert á kröfunni um hagræðingu í greininni. Til þess að sjávarútvegssveitarfélögin geti brugðist við þeim breytingum sem aukinni hagræðingarkröfu fylgja, svo sem enn frekari fækkun starfa, er eðlilegt að þau fái hlutdeild í sérstaka veiðigjaldinu. Einnig hefur verið bent á að geta sjávarútvegsfyrirtækjanna til vaxtar og/eða þátttöku í verkefnum í heimabyggð skerðist við upptöku sérstaka veiðigjaldsins. Krafa um aukna hagræðingu kalli fremur á sameiningu fyrirtækja og fækkun starfa. Það er því mikilvægt að nú sé einnig hugað alvarlega að því að þau störf á vegum ríkisins sem eru sjávarútvegstengd séu sett niður víðar um landið. Með nýtingu samskiptatækni ætti slíkt að vera einfaldara en áður. Það er hagur þjóðarinnar að íslenskur sjávarútvegur sé rekinn með hagkvæmum hætti, en það eru sjávarbyggðirnar sem greiða fyrir hagræðinguna með fækkun starfa, fækkun íbúa, lækkun fasteignaverðs o.s.frv. Það er því mikilvægt að sjávarútvegssveitarfélögin og ríkisvaldið taki höndum saman um að lágmarka þau áhrif sem enn aukin krafa um hagræðingu í greininni mun hafa.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar