
Áður en þú segir nei
Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave er hið æðsta og endanlega vald íslenska ríkisins í þínum höndum og annarra íslenskra kjósenda. Það er því mikilvægt að þú gerir þér grein fyrir ábyrgð þinni um leið og þú beitir þessu valdi. Þú kýst ekki aðeins "af því bara“. Þú veist að lýðræði er annað og meira en "að fá að segja álit sitt“. Þú er aðili að ákvörðun sem varðar þjóðarhag og trúverðugleika Íslands á alþjóðavettvangi. Þegar þú kýst ferðu öðru fremur eftir eigin samvisku, eigin dómgreind og eigin siðferðisvitund. Það er mikilvægt að þú kjósir um það eitt sem kosið er um – ekki um allt það sem þér finnst miður fara í samfélaginu.
Það sem þú kýst um er hvort þú vilt staðfesta lög frá Alþingi um lágmarksábyrgð íslenska ríkisins gagnvart innistæðueigendum í útibúum Landsbankans hf. í Bretlandi og Hollandi (sjá kosning.is) – eða ekki. Þú ert ekki að kjósa um væntanlega kjarasamninga, ríkisstjórnina, skuldastöðu heimilanna, né heldur ertu að segja álit þitt á "skuldum óreiðumannna“. Jafnvel þótt niðurstaða kosninganna kunni með einum eða öðrum hætti að hafa áhrif á öll þessi mál. Þú ert eingöngu að greiða atkvæði um það hvort þú telur íslenska ríkið bera einhverja ábyrgð gagnvart viðskiptavinum íslensks fyrirtækis í Bretlandi og Hollandi – eða ekki. Í raun sambærilega ábyrgð og þá sem íslensk stjórnvöld töldu sig bera gagnvart viðskiptavinum sama fyrirtækis á Íslandi.
Áður en þú tekur afstöðu, ættirðu að hugleiða nokkur grundvallaratriði:
1. Samhliða útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi var starfræktur annar banki í þessum löndum, Singer og Friedlander, sem alfarið var í eigu Kaupþings. Það er engin tilviljun að ekki er gerð nein krafa um íslenska ábyrgð á innistæðum í Singer og Friedlander. Ástæðan er einfaldlega sú að Singer og Friedlander var enskt (o.s.frv.) fyrirtæki að lögum. Útibú Landsbankans voru íslensk. Það vantar enga lagabókstafi um ábyrgð íslenska ríkisins á íslenskum fyrirtækjum í einkaeigu, hvorki samkvæmt íslenskum lögum né í erlendum skuldbindingum Íslands.
2. Útibú Landsbankans í umræddum löndum hefðu aldrei fengið þar starfsleyfi nema með blessun íslenska fjármálaeftirlitsins og annarra viðkomandi íslenskra stjórnvalda, enda voru þau að verulegu leyti starfrækt innan ramma íslenskra laga. Þetta undirstrikar að sjálfsögðu íslenska ábyrgð.
3. Lýðræðislega kjörin löggjafarþing settu þá lagaumgjörð sem bjó í haginn fyrir íslenska "efnahagsundrið“, ríkisstjórnir sem myndaðar voru eftir leikreglum þingræðis og lýðræðis báru ábyrgð á því eftirlits- og andvaraleysi sem olli því að bankakerfið íslenska varð tólffalt stærra en hagkerfi ríkisins og endaði með því að í örríkinu Íslandi urðu einhver stærstu bankagjaldþrot í heimssögunni. Hér liggur hin pólitíska ábyrgð sem þegar allt kemur til alls vegur þyngra en ábyrgð fjárglæframannannanna.
4. "Við“, þú og ég jafnt sem aðrir kjósendur veittum þessum fulltrúum ítrekað umboð til að fara með valdið okkar. Á tímanum sem þetta var að þróast var sami maður forsætisráðherra í ca. 14 ár og síðan verðlaunaður með því að verða seðlabankastjóri. "Við“ getum ekki firrt okkur ábyrgð með því að hrópa: "Við vissum ekki!“
5. Þau rök sem nokkrir lögfræðingar halda á lofti að Íslendingum beri "engin lagaleg skylda“ til að greiða lágmarksinnistæðutryggingu Icesave reikninganna eru í raun af sama toga og þegar lögmenn útrásarvíkinganna halda því fram að "engin lög hafi verið brotin“. Hér er sami siðferðisbresturinn að baki og í einhverjum tilvikum sams konar gallar eða túlkunarmöguleikar á löggjöf. Er sæmandi að fordæma siðleysi "óreiðumanna“ í einu orðinu en tileinka sér síðan sams konar siðleysi í verki?
Svo kann að fara að fara að þú sért nú sem fyrr ákveðinn í að segja nei við þessum lögum. Það er að sjálfsögðu þinn lýðræðislegi réttur og það skal ekki dregið í efa að þú takir þessa ákvörðun í samræmi við það sem samviska þín, dómgreind og siðferðisvitund leyfir. Það er ekki ólíklegt miðað við síðustu kannanir að nei verði svar Íslendinga. Þá er mikilvægt að þú gerir þér grein fyrir þeirri ábyrgð sem þú tekur með því að segja nei. Þú ert ekki að segja kannski, þú ert ekki að segja: "Við viljum betri og sanngjarnari samninga“. Þú ert að segja: "Við borgum ekki. Okkur ber engin lagaleg skylda til að láta útlenda viðskiptavini íslenskra banka njóta jafnréttis á við okkur sjálf. "Þið“ verðið að láta reyna á það fyrir dómstólum hvort "við“ verðum að borga.“ Með því að segja nei ertu ekki að neita að greiða skuldir fáeinna "óreiðumanna“. Þú ert að gera alla Íslendinga að yfirlýstum óreiðumönnum.
Skoðun

Opið bréf til Friðriks Þórs
Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar

Skjólveggur af körlum og ungum mönnum
Ólafur Elínarson skrifar

Menntamál eru ekki afgangsstærð
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

‘Vók’ er djók
Alexandra Briem skrifar

Er friður tálsýn eða verkefni?
Inga Daníelsdóttir skrifar

Kattahald
Jökull Jörgensen skrifar

Framtíðin er rafmögnuð
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar

Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum
Erna Bjarnadóttir skrifar

Þjóðarmorðið í blokkinni
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu
Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar

Ég hataði rafíþróttir!
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Því miður hefur lítið breyst
Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar

Versta sem Ísland gæti gert
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt?
Davíð Bergmann skrifar

Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Og hvað svo?
Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar

Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu
Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Sannleikurinn í tengdamömmumálinu
Ólöf Björnsdóttir skrifar

Hann breytti öllu – og gerði það með háði
Jónas Sen skrifar