Hvernig á ákvæðið um þjóðareign að hljóða? Bolli Héðinsson skrifar 23. febrúar 2011 11:00 Það muna e.t.v. ekki margir eftir því en vorið 2007 átti að setja ákvæði um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá. Ákvæðið sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hugðist setja í stjórnarskrána hljóðaði svo: „Náttúrurauðlindir Íslands skulu vera þjóðareign, þó þannig að gætt sé réttinda og lögaðila skv. 72.gr. Ber að nýta þær til hagsbóta þjóðinni, eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Ekki skal þetta vera því til fyrirstöðu að einkaaðilum séu veittar heimildir til afnota eða hagnýtingar á þessum auðlindum samkvæmt lögum." Þetta leyfðu stjórnmálamenn sér þá. Skyldi það vera samhljóða þessu, ákvæðið sem sömu flokkar vilja nú setja í stjórnarskrá? Orðalagið ber með sér að þar voru tæpast hugsjónamenn að setja á blað það sem þjóðinni var efst í huga heldur læðist að manni sá grunur að orðalagið hafi verið sótt eitthvert allt annað. Sátt þýðir að báðir aðilar gefa eftirÍ öllum deilum gildir að ef aðilar vilja sátt slá báðir af kröfum og mætast á miðri leið. Hagfræðingur LÍU fullyrti í grein hér í blaðinu í síðustu viku að samtök hans vildu raunverulega sátt um fiskveiðar, sem ég hafði áður dregið í efa. Svo hægt sé að staðreyna raunverulegan vilja LÍÚ til sáttar um veiðigjald ætti hann að telja upp þau atriði sem LÍU hefur verið reiðubúið að gefa eftir, allt frá því að útvegsmönnum voru afhent fiskimiðin. Ég bíð spenntur eftir þeirri upptalingu. Það málamyndaveiðigjald sem lagt hefur verið á útgerðina var ekki lagt á að undangenginni umræðu eða í neinni sátt við þjóðina heldur voru það aðeins æfingar innan eins stjórnmálaflokks. Enda er það gjald hvergi tekið alvarlega heldur einfaldlega lækkað þegar LÍÚ fer fram á ölmusu úr hendi ríkisins líkt og var á árinu 2009. Aftur til fortíðar með nýju Verðlagsráði sjávarútvegsinsÓtrúlegt er að á árinu 2011 skuli vera til samtök sem telja sig vera þess umkomin að geta samið fyrir heila atvinnugrein um sama veiðigjald sem henti öllum fyrirtækjum innan hennar. Nokkurn veginn þannig var því farið þegar fiskverð var ákveðið af Verðlagsráði sjávarútvegsins. Í kjölfar flestra ákvarðana Verðlagsráðsins var svo gengi krónunnar fellt til að bjarga sjávarútvegsfyrirtækjunum. Hvernig halda menn að það verði ef „semja" á um verð á aflaheimildum? Afkoma fyrirtækja ræðst af aðstöðu þeirra en fyrst og fremst útsjónarsemi eigendanna. Þekking á greiðslugetu einstakra fyrirtækja er aðeins á færi fyrirtækjanna sjálfra og einfaldast að þau láti hana í ljósi með tilboðum á frjálsum markaði. LÍÚ neitaði upphaflega að taka þátt í því nefndarstarfi sem leiddi til niðurstöðu um tilboðsleiðina og einnig svokallaða samningaleið. Þeir sáu að sér og komu svo að því starfi og tóku þ.a.l. þátt í að þróa þessar tvær leiðir. Einfaldast er að spyrja eigandann, þjóðina sjálfa, hvora leiðina sem LÍÚ hjálpaði til við að þróa, þjóðin vill fara. Allt annað væri óeðlilegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Höfuðborgin sem þjóðgarður: Arfleifð til komandi kynslóða Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Það muna e.t.v. ekki margir eftir því en vorið 2007 átti að setja ákvæði um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá. Ákvæðið sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hugðist setja í stjórnarskrána hljóðaði svo: „Náttúrurauðlindir Íslands skulu vera þjóðareign, þó þannig að gætt sé réttinda og lögaðila skv. 72.gr. Ber að nýta þær til hagsbóta þjóðinni, eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Ekki skal þetta vera því til fyrirstöðu að einkaaðilum séu veittar heimildir til afnota eða hagnýtingar á þessum auðlindum samkvæmt lögum." Þetta leyfðu stjórnmálamenn sér þá. Skyldi það vera samhljóða þessu, ákvæðið sem sömu flokkar vilja nú setja í stjórnarskrá? Orðalagið ber með sér að þar voru tæpast hugsjónamenn að setja á blað það sem þjóðinni var efst í huga heldur læðist að manni sá grunur að orðalagið hafi verið sótt eitthvert allt annað. Sátt þýðir að báðir aðilar gefa eftirÍ öllum deilum gildir að ef aðilar vilja sátt slá báðir af kröfum og mætast á miðri leið. Hagfræðingur LÍU fullyrti í grein hér í blaðinu í síðustu viku að samtök hans vildu raunverulega sátt um fiskveiðar, sem ég hafði áður dregið í efa. Svo hægt sé að staðreyna raunverulegan vilja LÍÚ til sáttar um veiðigjald ætti hann að telja upp þau atriði sem LÍU hefur verið reiðubúið að gefa eftir, allt frá því að útvegsmönnum voru afhent fiskimiðin. Ég bíð spenntur eftir þeirri upptalingu. Það málamyndaveiðigjald sem lagt hefur verið á útgerðina var ekki lagt á að undangenginni umræðu eða í neinni sátt við þjóðina heldur voru það aðeins æfingar innan eins stjórnmálaflokks. Enda er það gjald hvergi tekið alvarlega heldur einfaldlega lækkað þegar LÍÚ fer fram á ölmusu úr hendi ríkisins líkt og var á árinu 2009. Aftur til fortíðar með nýju Verðlagsráði sjávarútvegsinsÓtrúlegt er að á árinu 2011 skuli vera til samtök sem telja sig vera þess umkomin að geta samið fyrir heila atvinnugrein um sama veiðigjald sem henti öllum fyrirtækjum innan hennar. Nokkurn veginn þannig var því farið þegar fiskverð var ákveðið af Verðlagsráði sjávarútvegsins. Í kjölfar flestra ákvarðana Verðlagsráðsins var svo gengi krónunnar fellt til að bjarga sjávarútvegsfyrirtækjunum. Hvernig halda menn að það verði ef „semja" á um verð á aflaheimildum? Afkoma fyrirtækja ræðst af aðstöðu þeirra en fyrst og fremst útsjónarsemi eigendanna. Þekking á greiðslugetu einstakra fyrirtækja er aðeins á færi fyrirtækjanna sjálfra og einfaldast að þau láti hana í ljósi með tilboðum á frjálsum markaði. LÍÚ neitaði upphaflega að taka þátt í því nefndarstarfi sem leiddi til niðurstöðu um tilboðsleiðina og einnig svokallaða samningaleið. Þeir sáu að sér og komu svo að því starfi og tóku þ.a.l. þátt í að þróa þessar tvær leiðir. Einfaldast er að spyrja eigandann, þjóðina sjálfa, hvora leiðina sem LÍÚ hjálpaði til við að þróa, þjóðin vill fara. Allt annað væri óeðlilegt.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar