Þjónusta Frumherja við OR Orri Hlöðversson skrifar 13. nóvember 2010 06:00 Í fjölmiðlaumræðu að undanförnu hafa kaup Frumherja og rekstur á orkumælum fyrir Orkuveitu Reykjavíkur verið gerð tortryggileg. Í því ljósi er rétt að fara yfir tildrög þess að Frumherji gerði tilboð í kaup og rekstur orkumælanna á sínum tíma. Samningar þeir sem gerðir hafa verið um prófun og skráningu mælanna voru gerðir áður en núverandi eigendur eignuðust Frumherja. Á árinu 2000 var tekin sú ákvörðun hjá Orkuveitu Reykjavíkur að bjóða út sölu á svokölluðum mælaprófunarstofum Orkuveitunnar. Samhliða var ákveðið að bjóða út samning um prófun og skráningu mæla og loks var ákveðið að selja allan mælaflota Orkuveitunnar til óháðs aðila sem jafnframt átti að sjá um þjónustu og viðhald mælanna. Með því að flytja ábyrgð á orkumælingum alfarið til óháðs aðila taldi Orkuveitan sig loks geta uppfyllt allar kröfur sem fram komu í lögum um mál, vog og faggildingu (nr.100/1992) um hlutleysi mælinga. Þá fullyrtu stjórnendur Orkuveitunnar á þessum tíma að í verkefninu fælist sparnaður fyrir Orkuveituna. Verkefnið var í kjölfarið boðið út. Allmargir aðilar tóku þátt í útboðinu en Frumherji bauð lægsta verðið í þjónustuna og hæsta verðið fyrir mæla Orkuveitunnar. Frá árinu 2001 hefur því verið í gildi samningur á milli Frumherja og Orkuveitu Reykjavíkur þar sem Frumherji tekur að sér umsýslu mæla veitunnar á líftíma þeirra frá innkaupum til förgunar. Fyrir hinn almenna notanda hafði samningurinn enga breytingu í för með sér enda samskipti hans vegna mælanna áfram alfarið við Orkuveituna. Stór hluti starfsmanna Orkuveitunnar sem störfuðu við prófanir, viðgerðir, lagerhald og mælavinnu hjá Orkuveitunni réð sig til Frumherja eftir breytinguna. Þeir sem ekki eru hættir vegna aldurs starfa þar flestir enn. Nokkur smærri veitufyrirtæki hafa á undanförnum árum fetað í fótspor Orkuveitunnar og nýtt sér þjónustu Frumherja við orkumælingar með það m.a. að markmiði að uppfylla ákvæði laga. Orkuveitan bauð verkefnið út að nýju snemma árs 2007. Þrír aðilar buðu nú í verkið og aftur átti Frumherji lægsta tilboðið sem hljóðaði upp á 70% af kostnaðaráætlun. Önnur tilboð voru 50-100% hærri en tilboð Frumherja. Eins og áður sagði áttu bæði þessi útboð sér stað áður en núverandi eigendur félagsins keyptu það í kjölfar sölumeðferðar hjá Glitni árið 2007. Því má bæta við að hingað til hafa núverandi eigendur Frumherja ekki tekið arð út úr félaginu og þ.a.l. ekki haft fjárhagslegan ávinning af Orkuveituverkefninu eða annarri starfsemi fyrirtækisins. Þegar fjallað er um rekstur er mikilvægt að horft sé til jafns á rekstrartekjur og rekstrargjöld. Það hefur ekki verið gert í umfjöllun fjölmiðla um verkefnið upp á síðkastið. Á móti þeim tekjum sem Frumherji hefur af verkefninu þarf fyrirtækið vitanlega að standa straum af rekstrargjöldum. T.d. starfa 12-13 tæknimenn við verkefnið á ársgrundvelli við uppsetningu og niðurtektir mæla og aðra umsýslu. Þá er líftími mælanna skilgreindur í opinberum reglum og endurnýjunarþörf mælasafns Frumherja er mörg þúsund mælar á ári. Fyrirtækið kaupir því á hverju ári mæla erlendis frá fyrir marga tugi milljóna króna og setur upp hjá neytendum. Upphaflegt kaupverð mælanna endurspeglar því einungis lítinn hluta þeirra fjármuna sem Frumherji kostar til verkefnisins á samningstímanum. Hjá Frumherja starfa á annað hundrað einstaklinga um allt land á hinum ýmsu sviðum eftirlits, mælana og prófana. Þeir hafa með störfum sínum og faglegri nálgun í gegnum árin áunnið sér verðskuldað traust viðskiptavina fyrirtækisins. Í ljósi þess er fyrirtækinu mikilvægt að fjallað sé um verkefni þess af þekkingu og sanngirni í fjölmiðlum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orri Hlöðversson Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í fjölmiðlaumræðu að undanförnu hafa kaup Frumherja og rekstur á orkumælum fyrir Orkuveitu Reykjavíkur verið gerð tortryggileg. Í því ljósi er rétt að fara yfir tildrög þess að Frumherji gerði tilboð í kaup og rekstur orkumælanna á sínum tíma. Samningar þeir sem gerðir hafa verið um prófun og skráningu mælanna voru gerðir áður en núverandi eigendur eignuðust Frumherja. Á árinu 2000 var tekin sú ákvörðun hjá Orkuveitu Reykjavíkur að bjóða út sölu á svokölluðum mælaprófunarstofum Orkuveitunnar. Samhliða var ákveðið að bjóða út samning um prófun og skráningu mæla og loks var ákveðið að selja allan mælaflota Orkuveitunnar til óháðs aðila sem jafnframt átti að sjá um þjónustu og viðhald mælanna. Með því að flytja ábyrgð á orkumælingum alfarið til óháðs aðila taldi Orkuveitan sig loks geta uppfyllt allar kröfur sem fram komu í lögum um mál, vog og faggildingu (nr.100/1992) um hlutleysi mælinga. Þá fullyrtu stjórnendur Orkuveitunnar á þessum tíma að í verkefninu fælist sparnaður fyrir Orkuveituna. Verkefnið var í kjölfarið boðið út. Allmargir aðilar tóku þátt í útboðinu en Frumherji bauð lægsta verðið í þjónustuna og hæsta verðið fyrir mæla Orkuveitunnar. Frá árinu 2001 hefur því verið í gildi samningur á milli Frumherja og Orkuveitu Reykjavíkur þar sem Frumherji tekur að sér umsýslu mæla veitunnar á líftíma þeirra frá innkaupum til förgunar. Fyrir hinn almenna notanda hafði samningurinn enga breytingu í för með sér enda samskipti hans vegna mælanna áfram alfarið við Orkuveituna. Stór hluti starfsmanna Orkuveitunnar sem störfuðu við prófanir, viðgerðir, lagerhald og mælavinnu hjá Orkuveitunni réð sig til Frumherja eftir breytinguna. Þeir sem ekki eru hættir vegna aldurs starfa þar flestir enn. Nokkur smærri veitufyrirtæki hafa á undanförnum árum fetað í fótspor Orkuveitunnar og nýtt sér þjónustu Frumherja við orkumælingar með það m.a. að markmiði að uppfylla ákvæði laga. Orkuveitan bauð verkefnið út að nýju snemma árs 2007. Þrír aðilar buðu nú í verkið og aftur átti Frumherji lægsta tilboðið sem hljóðaði upp á 70% af kostnaðaráætlun. Önnur tilboð voru 50-100% hærri en tilboð Frumherja. Eins og áður sagði áttu bæði þessi útboð sér stað áður en núverandi eigendur félagsins keyptu það í kjölfar sölumeðferðar hjá Glitni árið 2007. Því má bæta við að hingað til hafa núverandi eigendur Frumherja ekki tekið arð út úr félaginu og þ.a.l. ekki haft fjárhagslegan ávinning af Orkuveituverkefninu eða annarri starfsemi fyrirtækisins. Þegar fjallað er um rekstur er mikilvægt að horft sé til jafns á rekstrartekjur og rekstrargjöld. Það hefur ekki verið gert í umfjöllun fjölmiðla um verkefnið upp á síðkastið. Á móti þeim tekjum sem Frumherji hefur af verkefninu þarf fyrirtækið vitanlega að standa straum af rekstrargjöldum. T.d. starfa 12-13 tæknimenn við verkefnið á ársgrundvelli við uppsetningu og niðurtektir mæla og aðra umsýslu. Þá er líftími mælanna skilgreindur í opinberum reglum og endurnýjunarþörf mælasafns Frumherja er mörg þúsund mælar á ári. Fyrirtækið kaupir því á hverju ári mæla erlendis frá fyrir marga tugi milljóna króna og setur upp hjá neytendum. Upphaflegt kaupverð mælanna endurspeglar því einungis lítinn hluta þeirra fjármuna sem Frumherji kostar til verkefnisins á samningstímanum. Hjá Frumherja starfa á annað hundrað einstaklinga um allt land á hinum ýmsu sviðum eftirlits, mælana og prófana. Þeir hafa með störfum sínum og faglegri nálgun í gegnum árin áunnið sér verðskuldað traust viðskiptavina fyrirtækisins. Í ljósi þess er fyrirtækinu mikilvægt að fjallað sé um verkefni þess af þekkingu og sanngirni í fjölmiðlum.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun