Þjónusta Frumherja við OR Orri Hlöðversson skrifar 13. nóvember 2010 06:00 Í fjölmiðlaumræðu að undanförnu hafa kaup Frumherja og rekstur á orkumælum fyrir Orkuveitu Reykjavíkur verið gerð tortryggileg. Í því ljósi er rétt að fara yfir tildrög þess að Frumherji gerði tilboð í kaup og rekstur orkumælanna á sínum tíma. Samningar þeir sem gerðir hafa verið um prófun og skráningu mælanna voru gerðir áður en núverandi eigendur eignuðust Frumherja. Á árinu 2000 var tekin sú ákvörðun hjá Orkuveitu Reykjavíkur að bjóða út sölu á svokölluðum mælaprófunarstofum Orkuveitunnar. Samhliða var ákveðið að bjóða út samning um prófun og skráningu mæla og loks var ákveðið að selja allan mælaflota Orkuveitunnar til óháðs aðila sem jafnframt átti að sjá um þjónustu og viðhald mælanna. Með því að flytja ábyrgð á orkumælingum alfarið til óháðs aðila taldi Orkuveitan sig loks geta uppfyllt allar kröfur sem fram komu í lögum um mál, vog og faggildingu (nr.100/1992) um hlutleysi mælinga. Þá fullyrtu stjórnendur Orkuveitunnar á þessum tíma að í verkefninu fælist sparnaður fyrir Orkuveituna. Verkefnið var í kjölfarið boðið út. Allmargir aðilar tóku þátt í útboðinu en Frumherji bauð lægsta verðið í þjónustuna og hæsta verðið fyrir mæla Orkuveitunnar. Frá árinu 2001 hefur því verið í gildi samningur á milli Frumherja og Orkuveitu Reykjavíkur þar sem Frumherji tekur að sér umsýslu mæla veitunnar á líftíma þeirra frá innkaupum til förgunar. Fyrir hinn almenna notanda hafði samningurinn enga breytingu í för með sér enda samskipti hans vegna mælanna áfram alfarið við Orkuveituna. Stór hluti starfsmanna Orkuveitunnar sem störfuðu við prófanir, viðgerðir, lagerhald og mælavinnu hjá Orkuveitunni réð sig til Frumherja eftir breytinguna. Þeir sem ekki eru hættir vegna aldurs starfa þar flestir enn. Nokkur smærri veitufyrirtæki hafa á undanförnum árum fetað í fótspor Orkuveitunnar og nýtt sér þjónustu Frumherja við orkumælingar með það m.a. að markmiði að uppfylla ákvæði laga. Orkuveitan bauð verkefnið út að nýju snemma árs 2007. Þrír aðilar buðu nú í verkið og aftur átti Frumherji lægsta tilboðið sem hljóðaði upp á 70% af kostnaðaráætlun. Önnur tilboð voru 50-100% hærri en tilboð Frumherja. Eins og áður sagði áttu bæði þessi útboð sér stað áður en núverandi eigendur félagsins keyptu það í kjölfar sölumeðferðar hjá Glitni árið 2007. Því má bæta við að hingað til hafa núverandi eigendur Frumherja ekki tekið arð út úr félaginu og þ.a.l. ekki haft fjárhagslegan ávinning af Orkuveituverkefninu eða annarri starfsemi fyrirtækisins. Þegar fjallað er um rekstur er mikilvægt að horft sé til jafns á rekstrartekjur og rekstrargjöld. Það hefur ekki verið gert í umfjöllun fjölmiðla um verkefnið upp á síðkastið. Á móti þeim tekjum sem Frumherji hefur af verkefninu þarf fyrirtækið vitanlega að standa straum af rekstrargjöldum. T.d. starfa 12-13 tæknimenn við verkefnið á ársgrundvelli við uppsetningu og niðurtektir mæla og aðra umsýslu. Þá er líftími mælanna skilgreindur í opinberum reglum og endurnýjunarþörf mælasafns Frumherja er mörg þúsund mælar á ári. Fyrirtækið kaupir því á hverju ári mæla erlendis frá fyrir marga tugi milljóna króna og setur upp hjá neytendum. Upphaflegt kaupverð mælanna endurspeglar því einungis lítinn hluta þeirra fjármuna sem Frumherji kostar til verkefnisins á samningstímanum. Hjá Frumherja starfa á annað hundrað einstaklinga um allt land á hinum ýmsu sviðum eftirlits, mælana og prófana. Þeir hafa með störfum sínum og faglegri nálgun í gegnum árin áunnið sér verðskuldað traust viðskiptavina fyrirtækisins. Í ljósi þess er fyrirtækinu mikilvægt að fjallað sé um verkefni þess af þekkingu og sanngirni í fjölmiðlum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orri Hlöðversson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Í fjölmiðlaumræðu að undanförnu hafa kaup Frumherja og rekstur á orkumælum fyrir Orkuveitu Reykjavíkur verið gerð tortryggileg. Í því ljósi er rétt að fara yfir tildrög þess að Frumherji gerði tilboð í kaup og rekstur orkumælanna á sínum tíma. Samningar þeir sem gerðir hafa verið um prófun og skráningu mælanna voru gerðir áður en núverandi eigendur eignuðust Frumherja. Á árinu 2000 var tekin sú ákvörðun hjá Orkuveitu Reykjavíkur að bjóða út sölu á svokölluðum mælaprófunarstofum Orkuveitunnar. Samhliða var ákveðið að bjóða út samning um prófun og skráningu mæla og loks var ákveðið að selja allan mælaflota Orkuveitunnar til óháðs aðila sem jafnframt átti að sjá um þjónustu og viðhald mælanna. Með því að flytja ábyrgð á orkumælingum alfarið til óháðs aðila taldi Orkuveitan sig loks geta uppfyllt allar kröfur sem fram komu í lögum um mál, vog og faggildingu (nr.100/1992) um hlutleysi mælinga. Þá fullyrtu stjórnendur Orkuveitunnar á þessum tíma að í verkefninu fælist sparnaður fyrir Orkuveituna. Verkefnið var í kjölfarið boðið út. Allmargir aðilar tóku þátt í útboðinu en Frumherji bauð lægsta verðið í þjónustuna og hæsta verðið fyrir mæla Orkuveitunnar. Frá árinu 2001 hefur því verið í gildi samningur á milli Frumherja og Orkuveitu Reykjavíkur þar sem Frumherji tekur að sér umsýslu mæla veitunnar á líftíma þeirra frá innkaupum til förgunar. Fyrir hinn almenna notanda hafði samningurinn enga breytingu í för með sér enda samskipti hans vegna mælanna áfram alfarið við Orkuveituna. Stór hluti starfsmanna Orkuveitunnar sem störfuðu við prófanir, viðgerðir, lagerhald og mælavinnu hjá Orkuveitunni réð sig til Frumherja eftir breytinguna. Þeir sem ekki eru hættir vegna aldurs starfa þar flestir enn. Nokkur smærri veitufyrirtæki hafa á undanförnum árum fetað í fótspor Orkuveitunnar og nýtt sér þjónustu Frumherja við orkumælingar með það m.a. að markmiði að uppfylla ákvæði laga. Orkuveitan bauð verkefnið út að nýju snemma árs 2007. Þrír aðilar buðu nú í verkið og aftur átti Frumherji lægsta tilboðið sem hljóðaði upp á 70% af kostnaðaráætlun. Önnur tilboð voru 50-100% hærri en tilboð Frumherja. Eins og áður sagði áttu bæði þessi útboð sér stað áður en núverandi eigendur félagsins keyptu það í kjölfar sölumeðferðar hjá Glitni árið 2007. Því má bæta við að hingað til hafa núverandi eigendur Frumherja ekki tekið arð út úr félaginu og þ.a.l. ekki haft fjárhagslegan ávinning af Orkuveituverkefninu eða annarri starfsemi fyrirtækisins. Þegar fjallað er um rekstur er mikilvægt að horft sé til jafns á rekstrartekjur og rekstrargjöld. Það hefur ekki verið gert í umfjöllun fjölmiðla um verkefnið upp á síðkastið. Á móti þeim tekjum sem Frumherji hefur af verkefninu þarf fyrirtækið vitanlega að standa straum af rekstrargjöldum. T.d. starfa 12-13 tæknimenn við verkefnið á ársgrundvelli við uppsetningu og niðurtektir mæla og aðra umsýslu. Þá er líftími mælanna skilgreindur í opinberum reglum og endurnýjunarþörf mælasafns Frumherja er mörg þúsund mælar á ári. Fyrirtækið kaupir því á hverju ári mæla erlendis frá fyrir marga tugi milljóna króna og setur upp hjá neytendum. Upphaflegt kaupverð mælanna endurspeglar því einungis lítinn hluta þeirra fjármuna sem Frumherji kostar til verkefnisins á samningstímanum. Hjá Frumherja starfa á annað hundrað einstaklinga um allt land á hinum ýmsu sviðum eftirlits, mælana og prófana. Þeir hafa með störfum sínum og faglegri nálgun í gegnum árin áunnið sér verðskuldað traust viðskiptavina fyrirtækisins. Í ljósi þess er fyrirtækinu mikilvægt að fjallað sé um verkefni þess af þekkingu og sanngirni í fjölmiðlum.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar