Berlín 1. október 2010 06:00 Að Berlín væri gjöreyðilögð í stríðinu var okkur ungmennum þeirra ára harla lítið undrunarefni. Í þessu síðasta vígi Hitlers voru ótrúlega illvígir bardagar fanatískra þýskra hersveita við rússneska herinn og eftir stóðu rústir einar. Berlín sýndist manni af fréttamyndum ekki annað en steinhrúga. Um tuttugu árum síðar gafst höfundi þessara lína tækifæri að heimsækja borgina, þá hersetna af sigurvegurunum en múrinn skildi að Vestur og Austur Berlín. Farið var í gegnum hinn fræga Check Point Charlie inn í þýska Alþýðulýðveldið. Í endurreisninni var um að ræða tvær borgir, að vísu aðskildar en þó samvaxnar og hvor mjög svo með sínum brag, önnur spennandi, hin grá og leiðinleg; vesturhlutinn var birtingarmynd allsnægta fyrir hina fangelsuðu austurbúa. Ekki var útlit fyrir annað en að hin tilkomulitla Bonn yrði höfuðborg Vestur Þýskalands um ókomin ár En 1989 féll Berlínarmúrinn, Þýskaland sameinast 3. október 1990 og með Berlín að höfuðborg þá hina sömu og fyrrum varð til sem stórborg á keisaratímanum. Berlín varð að rísa að nýju og gefur það borginni sérstakan sess meðal stórborga eins og París, London og Washington. Um 80 % miðborgarinnar var eyðimörk eftir stríðið og einu mesta byggingarátaki sögunnar er það að þakka að þarna er núna nær 4 milljóna manna glæsileg nýtískuborg. Og höfuðborg Þýskalands, stærsta aðildarríkis Evrópusambandsins, sómir sér vel á vatnaskilum sinnar erfiðu fortíðar og bjartrar framtíðar nýrrar Evrópu. Brandenborgarhliðið sem áður var á mörkum Austur og Vestur Berlínar er táknrænt nýtt hlið við að þungamiðja Evrópusambandsins hefur færst til austurs. En það verður heldur ekki hlaupið frá fortíðinni. Átakanlegt geypistórt minnismerki er um milljónir gyðinga sem myrtir voru af mönnum Hitlers. Sýnishorn er af múrnum og Checkpoint Charlie. Því geyma Þjóðverjar þessa fortíð og sinna nýju hlutverki. Þeirra er stærsta hagkerfi Evrópusambandsins sem hefur notið hins frjálsa innri markaðs um vöxt og viðgang undanfarna áratugi. Ein afleiðing söguþróunarinnar þegar Þýskaland sameinast og höfuðborgin flyst til Berlínar, var að samvinna Norðurlandanna tók á sig nýja og glæsilega mynd. Tekið var höndum saman um að byggja þar sameigninlega sendiráðsskrifstofur landanna fimm. Hvergi er sendiráð Íslands betur sett en í því samfélagi. Höfundur átti þess kost fyrir skemmstu að heimsækja þarna hinn margreynda sendiherra Gunnar Snorra Gunnarsson, fyrrum ráðuneytisstjóra, og starfslið hans. Ánægjulegt var að geta kynnst því að í þessu sameiginlega sendiráðasvæði hefur á röskum áratug áunnist sterk staða í Þýskalandi hvort sem er í stjórnmálatengslum, viðskiptum eða menningarlegri útbreiðslu. Og starf sendiráðsins í Berlín er sömuleiðis rækt eftir föngum í Póllandi, Króatíu, Serbíu og Montenegró. Sé litið til austurs er Berlín ákjósanlegur staður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Skoðanir Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Að Berlín væri gjöreyðilögð í stríðinu var okkur ungmennum þeirra ára harla lítið undrunarefni. Í þessu síðasta vígi Hitlers voru ótrúlega illvígir bardagar fanatískra þýskra hersveita við rússneska herinn og eftir stóðu rústir einar. Berlín sýndist manni af fréttamyndum ekki annað en steinhrúga. Um tuttugu árum síðar gafst höfundi þessara lína tækifæri að heimsækja borgina, þá hersetna af sigurvegurunum en múrinn skildi að Vestur og Austur Berlín. Farið var í gegnum hinn fræga Check Point Charlie inn í þýska Alþýðulýðveldið. Í endurreisninni var um að ræða tvær borgir, að vísu aðskildar en þó samvaxnar og hvor mjög svo með sínum brag, önnur spennandi, hin grá og leiðinleg; vesturhlutinn var birtingarmynd allsnægta fyrir hina fangelsuðu austurbúa. Ekki var útlit fyrir annað en að hin tilkomulitla Bonn yrði höfuðborg Vestur Þýskalands um ókomin ár En 1989 féll Berlínarmúrinn, Þýskaland sameinast 3. október 1990 og með Berlín að höfuðborg þá hina sömu og fyrrum varð til sem stórborg á keisaratímanum. Berlín varð að rísa að nýju og gefur það borginni sérstakan sess meðal stórborga eins og París, London og Washington. Um 80 % miðborgarinnar var eyðimörk eftir stríðið og einu mesta byggingarátaki sögunnar er það að þakka að þarna er núna nær 4 milljóna manna glæsileg nýtískuborg. Og höfuðborg Þýskalands, stærsta aðildarríkis Evrópusambandsins, sómir sér vel á vatnaskilum sinnar erfiðu fortíðar og bjartrar framtíðar nýrrar Evrópu. Brandenborgarhliðið sem áður var á mörkum Austur og Vestur Berlínar er táknrænt nýtt hlið við að þungamiðja Evrópusambandsins hefur færst til austurs. En það verður heldur ekki hlaupið frá fortíðinni. Átakanlegt geypistórt minnismerki er um milljónir gyðinga sem myrtir voru af mönnum Hitlers. Sýnishorn er af múrnum og Checkpoint Charlie. Því geyma Þjóðverjar þessa fortíð og sinna nýju hlutverki. Þeirra er stærsta hagkerfi Evrópusambandsins sem hefur notið hins frjálsa innri markaðs um vöxt og viðgang undanfarna áratugi. Ein afleiðing söguþróunarinnar þegar Þýskaland sameinast og höfuðborgin flyst til Berlínar, var að samvinna Norðurlandanna tók á sig nýja og glæsilega mynd. Tekið var höndum saman um að byggja þar sameigninlega sendiráðsskrifstofur landanna fimm. Hvergi er sendiráð Íslands betur sett en í því samfélagi. Höfundur átti þess kost fyrir skemmstu að heimsækja þarna hinn margreynda sendiherra Gunnar Snorra Gunnarsson, fyrrum ráðuneytisstjóra, og starfslið hans. Ánægjulegt var að geta kynnst því að í þessu sameiginlega sendiráðasvæði hefur á röskum áratug áunnist sterk staða í Þýskalandi hvort sem er í stjórnmálatengslum, viðskiptum eða menningarlegri útbreiðslu. Og starf sendiráðsins í Berlín er sömuleiðis rækt eftir föngum í Póllandi, Króatíu, Serbíu og Montenegró. Sé litið til austurs er Berlín ákjósanlegur staður.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun