Berlín 1. október 2010 06:00 Að Berlín væri gjöreyðilögð í stríðinu var okkur ungmennum þeirra ára harla lítið undrunarefni. Í þessu síðasta vígi Hitlers voru ótrúlega illvígir bardagar fanatískra þýskra hersveita við rússneska herinn og eftir stóðu rústir einar. Berlín sýndist manni af fréttamyndum ekki annað en steinhrúga. Um tuttugu árum síðar gafst höfundi þessara lína tækifæri að heimsækja borgina, þá hersetna af sigurvegurunum en múrinn skildi að Vestur og Austur Berlín. Farið var í gegnum hinn fræga Check Point Charlie inn í þýska Alþýðulýðveldið. Í endurreisninni var um að ræða tvær borgir, að vísu aðskildar en þó samvaxnar og hvor mjög svo með sínum brag, önnur spennandi, hin grá og leiðinleg; vesturhlutinn var birtingarmynd allsnægta fyrir hina fangelsuðu austurbúa. Ekki var útlit fyrir annað en að hin tilkomulitla Bonn yrði höfuðborg Vestur Þýskalands um ókomin ár En 1989 féll Berlínarmúrinn, Þýskaland sameinast 3. október 1990 og með Berlín að höfuðborg þá hina sömu og fyrrum varð til sem stórborg á keisaratímanum. Berlín varð að rísa að nýju og gefur það borginni sérstakan sess meðal stórborga eins og París, London og Washington. Um 80 % miðborgarinnar var eyðimörk eftir stríðið og einu mesta byggingarátaki sögunnar er það að þakka að þarna er núna nær 4 milljóna manna glæsileg nýtískuborg. Og höfuðborg Þýskalands, stærsta aðildarríkis Evrópusambandsins, sómir sér vel á vatnaskilum sinnar erfiðu fortíðar og bjartrar framtíðar nýrrar Evrópu. Brandenborgarhliðið sem áður var á mörkum Austur og Vestur Berlínar er táknrænt nýtt hlið við að þungamiðja Evrópusambandsins hefur færst til austurs. En það verður heldur ekki hlaupið frá fortíðinni. Átakanlegt geypistórt minnismerki er um milljónir gyðinga sem myrtir voru af mönnum Hitlers. Sýnishorn er af múrnum og Checkpoint Charlie. Því geyma Þjóðverjar þessa fortíð og sinna nýju hlutverki. Þeirra er stærsta hagkerfi Evrópusambandsins sem hefur notið hins frjálsa innri markaðs um vöxt og viðgang undanfarna áratugi. Ein afleiðing söguþróunarinnar þegar Þýskaland sameinast og höfuðborgin flyst til Berlínar, var að samvinna Norðurlandanna tók á sig nýja og glæsilega mynd. Tekið var höndum saman um að byggja þar sameigninlega sendiráðsskrifstofur landanna fimm. Hvergi er sendiráð Íslands betur sett en í því samfélagi. Höfundur átti þess kost fyrir skemmstu að heimsækja þarna hinn margreynda sendiherra Gunnar Snorra Gunnarsson, fyrrum ráðuneytisstjóra, og starfslið hans. Ánægjulegt var að geta kynnst því að í þessu sameiginlega sendiráðasvæði hefur á röskum áratug áunnist sterk staða í Þýskalandi hvort sem er í stjórnmálatengslum, viðskiptum eða menningarlegri útbreiðslu. Og starf sendiráðsins í Berlín er sömuleiðis rækt eftir föngum í Póllandi, Króatíu, Serbíu og Montenegró. Sé litið til austurs er Berlín ákjósanlegur staður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Skoðanir Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Sjá meira
Að Berlín væri gjöreyðilögð í stríðinu var okkur ungmennum þeirra ára harla lítið undrunarefni. Í þessu síðasta vígi Hitlers voru ótrúlega illvígir bardagar fanatískra þýskra hersveita við rússneska herinn og eftir stóðu rústir einar. Berlín sýndist manni af fréttamyndum ekki annað en steinhrúga. Um tuttugu árum síðar gafst höfundi þessara lína tækifæri að heimsækja borgina, þá hersetna af sigurvegurunum en múrinn skildi að Vestur og Austur Berlín. Farið var í gegnum hinn fræga Check Point Charlie inn í þýska Alþýðulýðveldið. Í endurreisninni var um að ræða tvær borgir, að vísu aðskildar en þó samvaxnar og hvor mjög svo með sínum brag, önnur spennandi, hin grá og leiðinleg; vesturhlutinn var birtingarmynd allsnægta fyrir hina fangelsuðu austurbúa. Ekki var útlit fyrir annað en að hin tilkomulitla Bonn yrði höfuðborg Vestur Þýskalands um ókomin ár En 1989 féll Berlínarmúrinn, Þýskaland sameinast 3. október 1990 og með Berlín að höfuðborg þá hina sömu og fyrrum varð til sem stórborg á keisaratímanum. Berlín varð að rísa að nýju og gefur það borginni sérstakan sess meðal stórborga eins og París, London og Washington. Um 80 % miðborgarinnar var eyðimörk eftir stríðið og einu mesta byggingarátaki sögunnar er það að þakka að þarna er núna nær 4 milljóna manna glæsileg nýtískuborg. Og höfuðborg Þýskalands, stærsta aðildarríkis Evrópusambandsins, sómir sér vel á vatnaskilum sinnar erfiðu fortíðar og bjartrar framtíðar nýrrar Evrópu. Brandenborgarhliðið sem áður var á mörkum Austur og Vestur Berlínar er táknrænt nýtt hlið við að þungamiðja Evrópusambandsins hefur færst til austurs. En það verður heldur ekki hlaupið frá fortíðinni. Átakanlegt geypistórt minnismerki er um milljónir gyðinga sem myrtir voru af mönnum Hitlers. Sýnishorn er af múrnum og Checkpoint Charlie. Því geyma Þjóðverjar þessa fortíð og sinna nýju hlutverki. Þeirra er stærsta hagkerfi Evrópusambandsins sem hefur notið hins frjálsa innri markaðs um vöxt og viðgang undanfarna áratugi. Ein afleiðing söguþróunarinnar þegar Þýskaland sameinast og höfuðborgin flyst til Berlínar, var að samvinna Norðurlandanna tók á sig nýja og glæsilega mynd. Tekið var höndum saman um að byggja þar sameigninlega sendiráðsskrifstofur landanna fimm. Hvergi er sendiráð Íslands betur sett en í því samfélagi. Höfundur átti þess kost fyrir skemmstu að heimsækja þarna hinn margreynda sendiherra Gunnar Snorra Gunnarsson, fyrrum ráðuneytisstjóra, og starfslið hans. Ánægjulegt var að geta kynnst því að í þessu sameiginlega sendiráðasvæði hefur á röskum áratug áunnist sterk staða í Þýskalandi hvort sem er í stjórnmálatengslum, viðskiptum eða menningarlegri útbreiðslu. Og starf sendiráðsins í Berlín er sömuleiðis rækt eftir föngum í Póllandi, Króatíu, Serbíu og Montenegró. Sé litið til austurs er Berlín ákjósanlegur staður.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar