Berlín 1. október 2010 06:00 Að Berlín væri gjöreyðilögð í stríðinu var okkur ungmennum þeirra ára harla lítið undrunarefni. Í þessu síðasta vígi Hitlers voru ótrúlega illvígir bardagar fanatískra þýskra hersveita við rússneska herinn og eftir stóðu rústir einar. Berlín sýndist manni af fréttamyndum ekki annað en steinhrúga. Um tuttugu árum síðar gafst höfundi þessara lína tækifæri að heimsækja borgina, þá hersetna af sigurvegurunum en múrinn skildi að Vestur og Austur Berlín. Farið var í gegnum hinn fræga Check Point Charlie inn í þýska Alþýðulýðveldið. Í endurreisninni var um að ræða tvær borgir, að vísu aðskildar en þó samvaxnar og hvor mjög svo með sínum brag, önnur spennandi, hin grá og leiðinleg; vesturhlutinn var birtingarmynd allsnægta fyrir hina fangelsuðu austurbúa. Ekki var útlit fyrir annað en að hin tilkomulitla Bonn yrði höfuðborg Vestur Þýskalands um ókomin ár En 1989 féll Berlínarmúrinn, Þýskaland sameinast 3. október 1990 og með Berlín að höfuðborg þá hina sömu og fyrrum varð til sem stórborg á keisaratímanum. Berlín varð að rísa að nýju og gefur það borginni sérstakan sess meðal stórborga eins og París, London og Washington. Um 80 % miðborgarinnar var eyðimörk eftir stríðið og einu mesta byggingarátaki sögunnar er það að þakka að þarna er núna nær 4 milljóna manna glæsileg nýtískuborg. Og höfuðborg Þýskalands, stærsta aðildarríkis Evrópusambandsins, sómir sér vel á vatnaskilum sinnar erfiðu fortíðar og bjartrar framtíðar nýrrar Evrópu. Brandenborgarhliðið sem áður var á mörkum Austur og Vestur Berlínar er táknrænt nýtt hlið við að þungamiðja Evrópusambandsins hefur færst til austurs. En það verður heldur ekki hlaupið frá fortíðinni. Átakanlegt geypistórt minnismerki er um milljónir gyðinga sem myrtir voru af mönnum Hitlers. Sýnishorn er af múrnum og Checkpoint Charlie. Því geyma Þjóðverjar þessa fortíð og sinna nýju hlutverki. Þeirra er stærsta hagkerfi Evrópusambandsins sem hefur notið hins frjálsa innri markaðs um vöxt og viðgang undanfarna áratugi. Ein afleiðing söguþróunarinnar þegar Þýskaland sameinast og höfuðborgin flyst til Berlínar, var að samvinna Norðurlandanna tók á sig nýja og glæsilega mynd. Tekið var höndum saman um að byggja þar sameigninlega sendiráðsskrifstofur landanna fimm. Hvergi er sendiráð Íslands betur sett en í því samfélagi. Höfundur átti þess kost fyrir skemmstu að heimsækja þarna hinn margreynda sendiherra Gunnar Snorra Gunnarsson, fyrrum ráðuneytisstjóra, og starfslið hans. Ánægjulegt var að geta kynnst því að í þessu sameiginlega sendiráðasvæði hefur á röskum áratug áunnist sterk staða í Þýskalandi hvort sem er í stjórnmálatengslum, viðskiptum eða menningarlegri útbreiðslu. Og starf sendiráðsins í Berlín er sömuleiðis rækt eftir föngum í Póllandi, Króatíu, Serbíu og Montenegró. Sé litið til austurs er Berlín ákjósanlegur staður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Skoðanir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Að Berlín væri gjöreyðilögð í stríðinu var okkur ungmennum þeirra ára harla lítið undrunarefni. Í þessu síðasta vígi Hitlers voru ótrúlega illvígir bardagar fanatískra þýskra hersveita við rússneska herinn og eftir stóðu rústir einar. Berlín sýndist manni af fréttamyndum ekki annað en steinhrúga. Um tuttugu árum síðar gafst höfundi þessara lína tækifæri að heimsækja borgina, þá hersetna af sigurvegurunum en múrinn skildi að Vestur og Austur Berlín. Farið var í gegnum hinn fræga Check Point Charlie inn í þýska Alþýðulýðveldið. Í endurreisninni var um að ræða tvær borgir, að vísu aðskildar en þó samvaxnar og hvor mjög svo með sínum brag, önnur spennandi, hin grá og leiðinleg; vesturhlutinn var birtingarmynd allsnægta fyrir hina fangelsuðu austurbúa. Ekki var útlit fyrir annað en að hin tilkomulitla Bonn yrði höfuðborg Vestur Þýskalands um ókomin ár En 1989 féll Berlínarmúrinn, Þýskaland sameinast 3. október 1990 og með Berlín að höfuðborg þá hina sömu og fyrrum varð til sem stórborg á keisaratímanum. Berlín varð að rísa að nýju og gefur það borginni sérstakan sess meðal stórborga eins og París, London og Washington. Um 80 % miðborgarinnar var eyðimörk eftir stríðið og einu mesta byggingarátaki sögunnar er það að þakka að þarna er núna nær 4 milljóna manna glæsileg nýtískuborg. Og höfuðborg Þýskalands, stærsta aðildarríkis Evrópusambandsins, sómir sér vel á vatnaskilum sinnar erfiðu fortíðar og bjartrar framtíðar nýrrar Evrópu. Brandenborgarhliðið sem áður var á mörkum Austur og Vestur Berlínar er táknrænt nýtt hlið við að þungamiðja Evrópusambandsins hefur færst til austurs. En það verður heldur ekki hlaupið frá fortíðinni. Átakanlegt geypistórt minnismerki er um milljónir gyðinga sem myrtir voru af mönnum Hitlers. Sýnishorn er af múrnum og Checkpoint Charlie. Því geyma Þjóðverjar þessa fortíð og sinna nýju hlutverki. Þeirra er stærsta hagkerfi Evrópusambandsins sem hefur notið hins frjálsa innri markaðs um vöxt og viðgang undanfarna áratugi. Ein afleiðing söguþróunarinnar þegar Þýskaland sameinast og höfuðborgin flyst til Berlínar, var að samvinna Norðurlandanna tók á sig nýja og glæsilega mynd. Tekið var höndum saman um að byggja þar sameigninlega sendiráðsskrifstofur landanna fimm. Hvergi er sendiráð Íslands betur sett en í því samfélagi. Höfundur átti þess kost fyrir skemmstu að heimsækja þarna hinn margreynda sendiherra Gunnar Snorra Gunnarsson, fyrrum ráðuneytisstjóra, og starfslið hans. Ánægjulegt var að geta kynnst því að í þessu sameiginlega sendiráðasvæði hefur á röskum áratug áunnist sterk staða í Þýskalandi hvort sem er í stjórnmálatengslum, viðskiptum eða menningarlegri útbreiðslu. Og starf sendiráðsins í Berlín er sömuleiðis rækt eftir föngum í Póllandi, Króatíu, Serbíu og Montenegró. Sé litið til austurs er Berlín ákjósanlegur staður.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun