Staða eldri borgara í dag Kolbrún Halldórsdóttir. skrifar 27. febrúar 2009 17:14 Það er ekki langt síðan að margir höfðu þá trú að uppsveifla ríkti í íslensku þjóðfélagi. Annað kom á daginn á haustmánuðum 2008 þegar efnahagskerfi þjóðarinnar hrundi. Óhætt er að fullyrða að enginn fari varhluta af áhrifum og afleiðingum hrunsins. Sú uppsveifla sem átti sér stað fram að því hafði leitt til þess að sumar atvinnugreinar stækkuðu á meðan aðrar drógust saman. Á tímabili var töluverður fólksflótti úr þeim störfum þar sem ekki var krafist framhalds- eða háskólamenntunar. Þau störf sem síst voru eftirsótt á þessum tíma voru m.a. ýmis aðhlynningar-, umönnunar- og þjónustustörf. Á þessum tíma var bæði leitað til eldri borgara og þeir sjálfir, sem treystu sér til, tóku að sér ýmis verkefni út í atvinnulífinu. Flestir voru og eru sammála um að starfskraftar úr röðum eldri borgara eru eftirsóttir starfskraftar enda fólk sem hefur lifað tímana tvenna, safnað að sér fjölþættri þekkingu og áratuga reynslu. Nú þegar aðstæður hafa breyst til hins verra og atvinnuleysi fer vaxandi með hverjum degi er því miður fyrirsjáanlegt að einmitt þessi litli hópur sem e.t.v. var að byrja að hasla sér völl á ný þegar þörfin var hvað mest hverfi nú hratt af vinnumarkaðnum. Eldri borgarar eru fjölbreyttur hópur sem eiga það aðeins eitt sameiginlegt að hafa náð ákveðnum aldri sem skilgreinir þá sem eldri borgara. Að öðru leyti er þessi hópur ekkert líkari eða ólíkari en hópar fólks á einhverju öðru aldursskeiði. Þegar vísað er til hópsins eldri borgarar kemur gjarnan upp í hugann hugtakið heilsa og hvort hún sé góð eða slæm. Þótt heilsuleysi geti gert vart við sig á öllum aldursskeiðum er ljóst að með hækkandi aldri aukast líkur á heilsubresti. En hópurinn sem við köllum eldri borgarar er ekki einsleitur hópur. Hluti þeirra er við góða heilsu, hluti við þokkalega heilsu og enn annar við bágborna heilsu. Félagslegar aðstæður eldri borgara eru einnig afar mismunandi. Sumir eiga því láni að fagna að eiga maka á lífi. Aðrir hafa misst maka sína, og í erfiðustu tilvikunum eru báðir aðilar orðnir máttfarnir og sjúkir. Fjárhagur og fjárhagsaðstæður er stór áhrifaþáttur í lífi eldri borgara. Leiða má líkum að því að margir eldri borgarar búi við þokkalegt fjárhagslegt öryggi. Þeir hafa margir hverjir á langri ævi unnið mikið, eignast húsnæði og alið upp börnin sín og geta nú notið ævistarfsins áhyggjulaus. Sjálfsagt er að gera ráð fyrir að fólk eigi að geta lifað áhyggjulausu lífi þegar það hefur lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Sú staða að eldri borgari þessa lands líði skort er fyrir flesta ónotaleg tilfinning. Þegar þessar efnahagshörmungar dundu yfir í lok síðasta árs töpuðu margir eldri borgarar miklu fé, sumir ævilöngum sparnaði sínum. Vitað var að dágóður hópur eldri borgara hafði ekki nægjanleg fjárráð áður en hrunið skall á. Fleiri hafa nú bæst í þann hóp. Það hlýtur að vera markmið allra stjórnmálaflokka sem vilja gera sig gildandi við stjórnvöl þjóðarskútunnar að helst enginn hvort sem það eru ungir eða aldnir fylli hóp þeirra sem líða skort. Það hlýtur jafnframt að vera markmið núverandi og komandi ráðamanna að leggja allt af mörkum til að geta boðið eldri borgurum að vera á vinnumarkaði eins og þeir treysta sér til. Með þátttöku þeirra í atvinnulífinu geta eldri borgarar miðlað til okkar hinna sem yngri eru þroskuðum viðhorfum, sögulegum venjum og hefðum og dýrmætum menningararfi. Slík arfleifð skilar sér í munnlegum samskiptum, þegar fólk talar saman. Tenging kynslóða er ávinningur fyrir samfélagið í heild sinni. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur gefur kost á sér í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er ekki langt síðan að margir höfðu þá trú að uppsveifla ríkti í íslensku þjóðfélagi. Annað kom á daginn á haustmánuðum 2008 þegar efnahagskerfi þjóðarinnar hrundi. Óhætt er að fullyrða að enginn fari varhluta af áhrifum og afleiðingum hrunsins. Sú uppsveifla sem átti sér stað fram að því hafði leitt til þess að sumar atvinnugreinar stækkuðu á meðan aðrar drógust saman. Á tímabili var töluverður fólksflótti úr þeim störfum þar sem ekki var krafist framhalds- eða háskólamenntunar. Þau störf sem síst voru eftirsótt á þessum tíma voru m.a. ýmis aðhlynningar-, umönnunar- og þjónustustörf. Á þessum tíma var bæði leitað til eldri borgara og þeir sjálfir, sem treystu sér til, tóku að sér ýmis verkefni út í atvinnulífinu. Flestir voru og eru sammála um að starfskraftar úr röðum eldri borgara eru eftirsóttir starfskraftar enda fólk sem hefur lifað tímana tvenna, safnað að sér fjölþættri þekkingu og áratuga reynslu. Nú þegar aðstæður hafa breyst til hins verra og atvinnuleysi fer vaxandi með hverjum degi er því miður fyrirsjáanlegt að einmitt þessi litli hópur sem e.t.v. var að byrja að hasla sér völl á ný þegar þörfin var hvað mest hverfi nú hratt af vinnumarkaðnum. Eldri borgarar eru fjölbreyttur hópur sem eiga það aðeins eitt sameiginlegt að hafa náð ákveðnum aldri sem skilgreinir þá sem eldri borgara. Að öðru leyti er þessi hópur ekkert líkari eða ólíkari en hópar fólks á einhverju öðru aldursskeiði. Þegar vísað er til hópsins eldri borgarar kemur gjarnan upp í hugann hugtakið heilsa og hvort hún sé góð eða slæm. Þótt heilsuleysi geti gert vart við sig á öllum aldursskeiðum er ljóst að með hækkandi aldri aukast líkur á heilsubresti. En hópurinn sem við köllum eldri borgarar er ekki einsleitur hópur. Hluti þeirra er við góða heilsu, hluti við þokkalega heilsu og enn annar við bágborna heilsu. Félagslegar aðstæður eldri borgara eru einnig afar mismunandi. Sumir eiga því láni að fagna að eiga maka á lífi. Aðrir hafa misst maka sína, og í erfiðustu tilvikunum eru báðir aðilar orðnir máttfarnir og sjúkir. Fjárhagur og fjárhagsaðstæður er stór áhrifaþáttur í lífi eldri borgara. Leiða má líkum að því að margir eldri borgarar búi við þokkalegt fjárhagslegt öryggi. Þeir hafa margir hverjir á langri ævi unnið mikið, eignast húsnæði og alið upp börnin sín og geta nú notið ævistarfsins áhyggjulaus. Sjálfsagt er að gera ráð fyrir að fólk eigi að geta lifað áhyggjulausu lífi þegar það hefur lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Sú staða að eldri borgari þessa lands líði skort er fyrir flesta ónotaleg tilfinning. Þegar þessar efnahagshörmungar dundu yfir í lok síðasta árs töpuðu margir eldri borgarar miklu fé, sumir ævilöngum sparnaði sínum. Vitað var að dágóður hópur eldri borgara hafði ekki nægjanleg fjárráð áður en hrunið skall á. Fleiri hafa nú bæst í þann hóp. Það hlýtur að vera markmið allra stjórnmálaflokka sem vilja gera sig gildandi við stjórnvöl þjóðarskútunnar að helst enginn hvort sem það eru ungir eða aldnir fylli hóp þeirra sem líða skort. Það hlýtur jafnframt að vera markmið núverandi og komandi ráðamanna að leggja allt af mörkum til að geta boðið eldri borgurum að vera á vinnumarkaði eins og þeir treysta sér til. Með þátttöku þeirra í atvinnulífinu geta eldri borgarar miðlað til okkar hinna sem yngri eru þroskuðum viðhorfum, sögulegum venjum og hefðum og dýrmætum menningararfi. Slík arfleifð skilar sér í munnlegum samskiptum, þegar fólk talar saman. Tenging kynslóða er ávinningur fyrir samfélagið í heild sinni. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur gefur kost á sér í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun