Dregið var í undanúrslit í Visa-bikarkeppni karla í hádeginu í dag en báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvellinum. Þar munu mæta annars vegar Valur og Fylkir og hins vegar FH og Fram. Leikirnir í undanúrslitum Visa-bikarkeppni kvenna: 3. ágúst: Valur-Fylkir 4. ágúst: Fram-FH