Guðrún beið afhroð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2025 19:02 Guðrún kom engum vörnum við gegn Hammarby. Alex Grimm/Getty Images Guðrún Arnardóttir bar fyrirliðabandið þegar Svíþjóðarmeistarar Rosengård steinlágu fyrir Hammarby í efstu deild sænska fótboltans, lokatölur 4-0. Rosengård hafði byrjað tímabilið nokkuð vel og unnið fyrstu tvo leiki sína 1-0 og var því með fullt hús stiga þegar Hammarby var sótt heim. Heimaliðið hafði farið frábærlega af stað og það var ljóst snemma leiks hvort liðið væri tilbúnara. Julie Blakstad kom Hammarby yfir strax á fjórðu mínútu og Ellen Wangerheim tvöfaldaði forystuna á 18. mínútu leiksins. Undir lok fyrri hálfleiks skoruðu heimakonur tvö mörk til viðbótar. Hin 18 ára Smilla Holmberg gerði þriðja markið og Vilde Hasund bætti fjórða markinu við þegar ein mínúta var til loka fyrri hálfleiks. Staðan 4-0 í hálfleik og reyndust það lokatölur. Guðrún spilaði allan leikinn í hjarta varnar Rosengård sem er nú í 6. sæti með sex stig að loknum þremur umferðum. Íslendingalið Halmstad vann 1- 0 sigur á Öster þökk sé sigurmarki hins 17 ára gamla Bleon Kurtulus. Um var að ræða fyrsta mark Halmstad á tímabilinu og þar af leiðandi fyrsta sigurinn. Gísli Eyjólfsson spilaði allan leikinn á meðan Birnir Snær Ingason kom inn af bekknum á 79. mínútu. Bleon Kurtulus! HBK:s 17-åring nickar 1-0 för HBK i den 94:e matchminuten! 🤯📲 Se Halmstads BK - Östers IF på Max pic.twitter.com/NZwNjBf0Vt— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) April 14, 2025 Arnór Sigurðsson kom inn af bekknum á 73. mínútu og nældi sér í gult spjald þegar Malmö gerði markalaust jafntefli við AIK. Malmö er í 3. sæti með sjö stig eftir þrjár umferðir á meðan Halmstad er í 16. sæti með þrjú stig. Þýskaland Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lék aðeins síðustu tíu mínúturnar þegar Bayer Leverkusen gerði 1-1 jafntefli við annars slakt lið Köln. Leverkusen er nú með 37 stig í 4. sæti, þrettán stigum á eftir toppliði Bayern München. Á sama tíma er Köln í 11. sæti – því næstneðsta – með aðeins átta stig. Danmörk Íslendingalið Sönderjyske vann mikilvægan 1-0 sigur á Vejle í efstu deild karla. Daníel Leó Grétarsson lék allan leikinn í miðverði á meðan Kristall Máni Ingason kom inn af bekknum þegar rétt rúm klukkustund var liðin af leiknum. Sigurinn þýðir að Sönderjyske er nú með 23 stig, fjórum meira en Lyngby sem situr í fallsæti með 19 stig ásamt botnliði Vejle sem er með 17 stig. Fótbolti Sænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Rosengård hafði byrjað tímabilið nokkuð vel og unnið fyrstu tvo leiki sína 1-0 og var því með fullt hús stiga þegar Hammarby var sótt heim. Heimaliðið hafði farið frábærlega af stað og það var ljóst snemma leiks hvort liðið væri tilbúnara. Julie Blakstad kom Hammarby yfir strax á fjórðu mínútu og Ellen Wangerheim tvöfaldaði forystuna á 18. mínútu leiksins. Undir lok fyrri hálfleiks skoruðu heimakonur tvö mörk til viðbótar. Hin 18 ára Smilla Holmberg gerði þriðja markið og Vilde Hasund bætti fjórða markinu við þegar ein mínúta var til loka fyrri hálfleiks. Staðan 4-0 í hálfleik og reyndust það lokatölur. Guðrún spilaði allan leikinn í hjarta varnar Rosengård sem er nú í 6. sæti með sex stig að loknum þremur umferðum. Íslendingalið Halmstad vann 1- 0 sigur á Öster þökk sé sigurmarki hins 17 ára gamla Bleon Kurtulus. Um var að ræða fyrsta mark Halmstad á tímabilinu og þar af leiðandi fyrsta sigurinn. Gísli Eyjólfsson spilaði allan leikinn á meðan Birnir Snær Ingason kom inn af bekknum á 79. mínútu. Bleon Kurtulus! HBK:s 17-åring nickar 1-0 för HBK i den 94:e matchminuten! 🤯📲 Se Halmstads BK - Östers IF på Max pic.twitter.com/NZwNjBf0Vt— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) April 14, 2025 Arnór Sigurðsson kom inn af bekknum á 73. mínútu og nældi sér í gult spjald þegar Malmö gerði markalaust jafntefli við AIK. Malmö er í 3. sæti með sjö stig eftir þrjár umferðir á meðan Halmstad er í 16. sæti með þrjú stig. Þýskaland Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lék aðeins síðustu tíu mínúturnar þegar Bayer Leverkusen gerði 1-1 jafntefli við annars slakt lið Köln. Leverkusen er nú með 37 stig í 4. sæti, þrettán stigum á eftir toppliði Bayern München. Á sama tíma er Köln í 11. sæti – því næstneðsta – með aðeins átta stig. Danmörk Íslendingalið Sönderjyske vann mikilvægan 1-0 sigur á Vejle í efstu deild karla. Daníel Leó Grétarsson lék allan leikinn í miðverði á meðan Kristall Máni Ingason kom inn af bekknum þegar rétt rúm klukkustund var liðin af leiknum. Sigurinn þýðir að Sönderjyske er nú með 23 stig, fjórum meira en Lyngby sem situr í fallsæti með 19 stig ásamt botnliði Vejle sem er með 17 stig.
Fótbolti Sænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira