Guðrún beið afhroð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2025 19:02 Guðrún kom engum vörnum við gegn Hammarby. Alex Grimm/Getty Images Guðrún Arnardóttir bar fyrirliðabandið þegar Svíþjóðarmeistarar Rosengård steinlágu fyrir Hammarby í efstu deild sænska fótboltans, lokatölur 4-0. Rosengård hafði byrjað tímabilið nokkuð vel og unnið fyrstu tvo leiki sína 1-0 og var því með fullt hús stiga þegar Hammarby var sótt heim. Heimaliðið hafði farið frábærlega af stað og það var ljóst snemma leiks hvort liðið væri tilbúnara. Julie Blakstad kom Hammarby yfir strax á fjórðu mínútu og Ellen Wangerheim tvöfaldaði forystuna á 18. mínútu leiksins. Undir lok fyrri hálfleiks skoruðu heimakonur tvö mörk til viðbótar. Hin 18 ára Smilla Holmberg gerði þriðja markið og Vilde Hasund bætti fjórða markinu við þegar ein mínúta var til loka fyrri hálfleiks. Staðan 4-0 í hálfleik og reyndust það lokatölur. Guðrún spilaði allan leikinn í hjarta varnar Rosengård sem er nú í 6. sæti með sex stig að loknum þremur umferðum. Íslendingalið Halmstad vann 1- 0 sigur á Öster þökk sé sigurmarki hins 17 ára gamla Bleon Kurtulus. Um var að ræða fyrsta mark Halmstad á tímabilinu og þar af leiðandi fyrsta sigurinn. Gísli Eyjólfsson spilaði allan leikinn á meðan Birnir Snær Ingason kom inn af bekknum á 79. mínútu. Bleon Kurtulus! HBK:s 17-åring nickar 1-0 för HBK i den 94:e matchminuten! 🤯📲 Se Halmstads BK - Östers IF på Max pic.twitter.com/NZwNjBf0Vt— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) April 14, 2025 Arnór Sigurðsson kom inn af bekknum á 73. mínútu og nældi sér í gult spjald þegar Malmö gerði markalaust jafntefli við AIK. Malmö er í 3. sæti með sjö stig eftir þrjár umferðir á meðan Halmstad er í 16. sæti með þrjú stig. Þýskaland Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lék aðeins síðustu tíu mínúturnar þegar Bayer Leverkusen gerði 1-1 jafntefli við annars slakt lið Köln. Leverkusen er nú með 37 stig í 4. sæti, þrettán stigum á eftir toppliði Bayern München. Á sama tíma er Köln í 11. sæti – því næstneðsta – með aðeins átta stig. Danmörk Íslendingalið Sönderjyske vann mikilvægan 1-0 sigur á Vejle í efstu deild karla. Daníel Leó Grétarsson lék allan leikinn í miðverði á meðan Kristall Máni Ingason kom inn af bekknum þegar rétt rúm klukkustund var liðin af leiknum. Sigurinn þýðir að Sönderjyske er nú með 23 stig, fjórum meira en Lyngby sem situr í fallsæti með 19 stig ásamt botnliði Vejle sem er með 17 stig. Fótbolti Sænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira
Rosengård hafði byrjað tímabilið nokkuð vel og unnið fyrstu tvo leiki sína 1-0 og var því með fullt hús stiga þegar Hammarby var sótt heim. Heimaliðið hafði farið frábærlega af stað og það var ljóst snemma leiks hvort liðið væri tilbúnara. Julie Blakstad kom Hammarby yfir strax á fjórðu mínútu og Ellen Wangerheim tvöfaldaði forystuna á 18. mínútu leiksins. Undir lok fyrri hálfleiks skoruðu heimakonur tvö mörk til viðbótar. Hin 18 ára Smilla Holmberg gerði þriðja markið og Vilde Hasund bætti fjórða markinu við þegar ein mínúta var til loka fyrri hálfleiks. Staðan 4-0 í hálfleik og reyndust það lokatölur. Guðrún spilaði allan leikinn í hjarta varnar Rosengård sem er nú í 6. sæti með sex stig að loknum þremur umferðum. Íslendingalið Halmstad vann 1- 0 sigur á Öster þökk sé sigurmarki hins 17 ára gamla Bleon Kurtulus. Um var að ræða fyrsta mark Halmstad á tímabilinu og þar af leiðandi fyrsta sigurinn. Gísli Eyjólfsson spilaði allan leikinn á meðan Birnir Snær Ingason kom inn af bekknum á 79. mínútu. Bleon Kurtulus! HBK:s 17-åring nickar 1-0 för HBK i den 94:e matchminuten! 🤯📲 Se Halmstads BK - Östers IF på Max pic.twitter.com/NZwNjBf0Vt— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) April 14, 2025 Arnór Sigurðsson kom inn af bekknum á 73. mínútu og nældi sér í gult spjald þegar Malmö gerði markalaust jafntefli við AIK. Malmö er í 3. sæti með sjö stig eftir þrjár umferðir á meðan Halmstad er í 16. sæti með þrjú stig. Þýskaland Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lék aðeins síðustu tíu mínúturnar þegar Bayer Leverkusen gerði 1-1 jafntefli við annars slakt lið Köln. Leverkusen er nú með 37 stig í 4. sæti, þrettán stigum á eftir toppliði Bayern München. Á sama tíma er Köln í 11. sæti – því næstneðsta – með aðeins átta stig. Danmörk Íslendingalið Sönderjyske vann mikilvægan 1-0 sigur á Vejle í efstu deild karla. Daníel Leó Grétarsson lék allan leikinn í miðverði á meðan Kristall Máni Ingason kom inn af bekknum þegar rétt rúm klukkustund var liðin af leiknum. Sigurinn þýðir að Sönderjyske er nú með 23 stig, fjórum meira en Lyngby sem situr í fallsæti með 19 stig ásamt botnliði Vejle sem er með 17 stig.
Fótbolti Sænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti