Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2025 12:31 Gunnlaugur Árni Sveinsson hefur tekið risaskref í vetur. Vísir/Getty Gunnlaugur Árni Sveinsson hefur verið að gera frábæra hluti á sínu fyrsta ári í bandaríska háskólagolfinu, með LSU Tigers frá Louisiana State háskólanum. Markmiðin eru háleit og skýr svo að hann sneiðir hjá partýunum á háskólasvæðinu. Gunnlaugur Árni fór yfir málin með Aroni Guðmundssyni í viðtali í Sportpakkanum á Stöð 2 sem sjá má hér að neðan. Gunnlaugur Árni hefur verið meðal allra bestu kylfinga í háskólagolfinu í vetur og það þrátt fyrir að vera á sínu fyrsta ári. Hann hefur til að mynda unnið eitt mót og fjórum sinnum endað í hópi þriggja efstu, og þannig náð bestum árangri nýliða á keppnistímabilinu. Þá hefur hann auðvitað rokið upp heimslista áhugakylfinga og er í langbesta sæti sem Íslendingur hefur náð, núna í 36. sæti. Jákvætt umtal varðandi árangur þessa bráðefnilega kylfings er mikið en hann reynir að hugsa sjálfur ekki mikið út í það. „Þetta er náttúrulega mikil vinna sem kemur á undan því að ná svona árangri. Það er gaman að sjá þetta vera að skila einhverju,“ segir Gunnlaugur Árni. „Þessa dagana er minn leikur mjög góður. Mér líður mjög vel. Sjálfstraustið er hátt. Ég þarf bara að halda áfram að leggja tíma í þetta, æfa vel og vera tilbúinn í hvert einasta mót,“ bætir hann við en næsta mót er The Invitational at the Ford í dag og á morgun. View this post on Instagram A post shared by LSU Men's Golf Team (@lsumensgolf) Aðspurður um skemmtanalífið í háskólanum og hvort að partýstandið sé líkt og það er teiknað upp í bandarískum bíómyndum segir Íslendingurinn: „Ég persónulega fer bara í tíma og úr tíma. Ég eyði eiginlega engum tíma á „campusnum“ nema þegar ég þarf þess. Við æfum bara mjög vel og gerum í raun og veru ekki mikið meira en það. Þetta er svipað og þú getur ímyndað þér úr bíómyndunum, um hvernig venjulegur háskóla-campus er. Þetta er bara steríótýpan þaðan.“ Tekur hann þá ekki þátt í partýunum? „Við sjáum þau eiginlega ekki neitt. Við erum mjög metnaðarfullt lið og stefnum langt,“ segir Gunnlaugur Árni enda ætlar hann sér að keppa við þá allra bestu í framtíðinni: „Ég er ekkert að fela markmiðið. Það er að verða atvinnumaður á stærstu mótaröðunum; PGA eða Evrópumótaröðinni. Það er mjög góð leið að fara í gegnum háskólagolfið.“ Golf Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Gunnlaugur Árni fór yfir málin með Aroni Guðmundssyni í viðtali í Sportpakkanum á Stöð 2 sem sjá má hér að neðan. Gunnlaugur Árni hefur verið meðal allra bestu kylfinga í háskólagolfinu í vetur og það þrátt fyrir að vera á sínu fyrsta ári. Hann hefur til að mynda unnið eitt mót og fjórum sinnum endað í hópi þriggja efstu, og þannig náð bestum árangri nýliða á keppnistímabilinu. Þá hefur hann auðvitað rokið upp heimslista áhugakylfinga og er í langbesta sæti sem Íslendingur hefur náð, núna í 36. sæti. Jákvætt umtal varðandi árangur þessa bráðefnilega kylfings er mikið en hann reynir að hugsa sjálfur ekki mikið út í það. „Þetta er náttúrulega mikil vinna sem kemur á undan því að ná svona árangri. Það er gaman að sjá þetta vera að skila einhverju,“ segir Gunnlaugur Árni. „Þessa dagana er minn leikur mjög góður. Mér líður mjög vel. Sjálfstraustið er hátt. Ég þarf bara að halda áfram að leggja tíma í þetta, æfa vel og vera tilbúinn í hvert einasta mót,“ bætir hann við en næsta mót er The Invitational at the Ford í dag og á morgun. View this post on Instagram A post shared by LSU Men's Golf Team (@lsumensgolf) Aðspurður um skemmtanalífið í háskólanum og hvort að partýstandið sé líkt og það er teiknað upp í bandarískum bíómyndum segir Íslendingurinn: „Ég persónulega fer bara í tíma og úr tíma. Ég eyði eiginlega engum tíma á „campusnum“ nema þegar ég þarf þess. Við æfum bara mjög vel og gerum í raun og veru ekki mikið meira en það. Þetta er svipað og þú getur ímyndað þér úr bíómyndunum, um hvernig venjulegur háskóla-campus er. Þetta er bara steríótýpan þaðan.“ Tekur hann þá ekki þátt í partýunum? „Við sjáum þau eiginlega ekki neitt. Við erum mjög metnaðarfullt lið og stefnum langt,“ segir Gunnlaugur Árni enda ætlar hann sér að keppa við þá allra bestu í framtíðinni: „Ég er ekkert að fela markmiðið. Það er að verða atvinnumaður á stærstu mótaröðunum; PGA eða Evrópumótaröðinni. Það er mjög góð leið að fara í gegnum háskólagolfið.“
Golf Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira