„Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2025 17:17 Stuðningsmenn Dallas Mavericks tóku Luka Doncic fagnandi þegar hann mætti á sinn gamla heimavöll og fór á kostum í búningi LA Lakers. Getty/Sam Hodde Luka Doncic og dramatísk endurkoma hans til Dallas í síðustu viku er á meðal þess sem menn munu ræða um í sérstökum uppgjörsþætti af Lögmálum leiksins í kvöld. Í þættinum í kvöld verður deildarkeppni NBA-deildarinnar gerð upp, nú þegar úrslitakeppnin er að taka við, og helstu hetjur heiðraðar. En menn fara einnig yfir það helsta frá síðustu dögum og meðal annars þegar tárvotur Doncic fór gjörsamlega á kostum og skoraði 45 stig fyrir LA Lakers gegn Dallas Mavericks, fyrir framan gömlu stuðningsmennina sína eftir brotthvarfið óvænta í febrúar. Brotthvarf sem skrifast alfarið á stjórnendur Dallas. „Ég er búinn að sjá mörg viðtöl og stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta. Vitið þið hvað hann gerði daginn fyrir leik? Þá fer hann á barnaspítala í Dallas. Hann er frábær gaur,“ segir Leifur Steinn Árnason í Lögmálum leiksins en brot úr þætti kvöldsins má sjá hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins - Umræða um tárvotan Luka Doncic Máté Dalmay bendir á að Doncic eigi sér í raun enga óvini og sé nánast alls staðar vel metinn. Leifur er ekki alveg sammála því og segir: „Hans „haters“ eru meirihlutinn af körfuboltafjölmiðlamönnum í Bandaríkjunum.“ „Er það samt?“ skýtur Kjartan inn í en Leifur heldur áfram: „Þeir hafa talað mjög illa um hann frá því að hann byrjaði. Það eina gáfulega kannski sem komið hefur frá Mark Cuban í svolítið langan tíma er að þeir skilja ekki muninn á Balkan-leikmönnunum [og þeim bandarísku]. Hjá bandarísku leikmönnunum er ofuráhersla á að vera í toppformi á meðan að ofuráherslan hjá Luka og Jokic er að vera toppkörfuboltamenn. Nico Harrison [framkvæmdastjóri Dallas Mavericks] að segja að Luka sé ekki í topp líkamlegu formi skiptir kannski ekki eins miklu máli og þeir voru að setja áherslu á. Að segja að Luka sé feitur sem hann er alls ekki. Hann er í frábæru körfuboltaformi,“ segir Leifur. Þátturinn í kvöld fer í loftið klukkan 20, á Stöð 2 Sport 2. NBA Lögmál leiksins Tengdar fréttir Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Luka Doncic gat ekki haldið aftur af tárunum fyrir endurkomu sína til Dallas. Hann var þó fljótur að núllstilla sig og skoraði 45 stig þegar Los Angeles Lakers vann gamla liðið hans, 97-112, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 10. apríl 2025 10:33 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Í þættinum í kvöld verður deildarkeppni NBA-deildarinnar gerð upp, nú þegar úrslitakeppnin er að taka við, og helstu hetjur heiðraðar. En menn fara einnig yfir það helsta frá síðustu dögum og meðal annars þegar tárvotur Doncic fór gjörsamlega á kostum og skoraði 45 stig fyrir LA Lakers gegn Dallas Mavericks, fyrir framan gömlu stuðningsmennina sína eftir brotthvarfið óvænta í febrúar. Brotthvarf sem skrifast alfarið á stjórnendur Dallas. „Ég er búinn að sjá mörg viðtöl og stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta. Vitið þið hvað hann gerði daginn fyrir leik? Þá fer hann á barnaspítala í Dallas. Hann er frábær gaur,“ segir Leifur Steinn Árnason í Lögmálum leiksins en brot úr þætti kvöldsins má sjá hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins - Umræða um tárvotan Luka Doncic Máté Dalmay bendir á að Doncic eigi sér í raun enga óvini og sé nánast alls staðar vel metinn. Leifur er ekki alveg sammála því og segir: „Hans „haters“ eru meirihlutinn af körfuboltafjölmiðlamönnum í Bandaríkjunum.“ „Er það samt?“ skýtur Kjartan inn í en Leifur heldur áfram: „Þeir hafa talað mjög illa um hann frá því að hann byrjaði. Það eina gáfulega kannski sem komið hefur frá Mark Cuban í svolítið langan tíma er að þeir skilja ekki muninn á Balkan-leikmönnunum [og þeim bandarísku]. Hjá bandarísku leikmönnunum er ofuráhersla á að vera í toppformi á meðan að ofuráherslan hjá Luka og Jokic er að vera toppkörfuboltamenn. Nico Harrison [framkvæmdastjóri Dallas Mavericks] að segja að Luka sé ekki í topp líkamlegu formi skiptir kannski ekki eins miklu máli og þeir voru að setja áherslu á. Að segja að Luka sé feitur sem hann er alls ekki. Hann er í frábæru körfuboltaformi,“ segir Leifur. Þátturinn í kvöld fer í loftið klukkan 20, á Stöð 2 Sport 2.
NBA Lögmál leiksins Tengdar fréttir Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Luka Doncic gat ekki haldið aftur af tárunum fyrir endurkomu sína til Dallas. Hann var þó fljótur að núllstilla sig og skoraði 45 stig þegar Los Angeles Lakers vann gamla liðið hans, 97-112, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 10. apríl 2025 10:33 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Luka Doncic gat ekki haldið aftur af tárunum fyrir endurkomu sína til Dallas. Hann var þó fljótur að núllstilla sig og skoraði 45 stig þegar Los Angeles Lakers vann gamla liðið hans, 97-112, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 10. apríl 2025 10:33