Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2025 18:00 Max Verstappen hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu. EPA-EFE/ALI HAIDER Helmut Marko, ráðgjafi Red Bull-liðsins í Formúlu 1, hefur áhyggjur af framtíð Max Verstappen eftir slaka byrjun á tímabilinu. Heimsmeistarinn Verstappen endaði í 6. sæti í Barein um liðna helgi og er sem stendur í 3. sæti í baráttunni um heimsmeistaratitil ökumanna, átta stigum á eftir Lando Norris hjá McLaren. „Áhyggjurnar eru raunverulegar. Við verðum að bæta okkur í náinni framtíð svo hann komist á sigurbraut á ný. Við verðum að setja saman bíl sem getur barist um heimsmeistaratitla,“ sagði Helmut í viðtali. Verstappen er með samning við Red Bull til ársins 2028 en samkvæmt Helmut er klásúla í samningnum tengd árangri Verstappen sem gerir honum kleift að yfirgefa liðið. Ekki er vitað nákvæmlega hvað segir í klásúlunni en samkvæmt breska ríkisútvarpinu þarf Red Bull að vera með bíl sem getur barist um titla, ef ekki getur Verstappen farið. Christian Horner, liðsstjóri Red Bull, hefur viðurkennt að vandræði bílsins séu þau sömu og á síðustu leiktíð þar sem Verstappen vann aðeins tvær af síðustu 13 keppnum tímabilsins. Þökk sé ótrúlegri forystu tókst Hollendingnum að landa heimsmeistaratitli ökumanna, eitthvað sem virðist ólíklegt í ár. Akstursíþróttir Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Heimsmeistarinn Verstappen endaði í 6. sæti í Barein um liðna helgi og er sem stendur í 3. sæti í baráttunni um heimsmeistaratitil ökumanna, átta stigum á eftir Lando Norris hjá McLaren. „Áhyggjurnar eru raunverulegar. Við verðum að bæta okkur í náinni framtíð svo hann komist á sigurbraut á ný. Við verðum að setja saman bíl sem getur barist um heimsmeistaratitla,“ sagði Helmut í viðtali. Verstappen er með samning við Red Bull til ársins 2028 en samkvæmt Helmut er klásúla í samningnum tengd árangri Verstappen sem gerir honum kleift að yfirgefa liðið. Ekki er vitað nákvæmlega hvað segir í klásúlunni en samkvæmt breska ríkisútvarpinu þarf Red Bull að vera með bíl sem getur barist um titla, ef ekki getur Verstappen farið. Christian Horner, liðsstjóri Red Bull, hefur viðurkennt að vandræði bílsins séu þau sömu og á síðustu leiktíð þar sem Verstappen vann aðeins tvær af síðustu 13 keppnum tímabilsins. Þökk sé ótrúlegri forystu tókst Hollendingnum að landa heimsmeistaratitli ökumanna, eitthvað sem virðist ólíklegt í ár.
Akstursíþróttir Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira