„Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. apríl 2025 13:30 Finnur Freyr hefur aldrei stýrt Val til sigurs gegn Grindavík í Smáranum en þarf að gera það í kvöld. Vísir / Diego Þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson og leikmenn Vals eru á leiðinni í sumarfrí ef þeir vinna ekki gegn Grindavík í Smáranum í kvöld. Finnur segir liðið hafa saknað Kára Jónssonar þegar líða fór á síðustu leiki, þrátt fyrir það hafi leikirnir verið í járnum og liðið þurfi einfaldlega að halda betur einbeitingu þegar mest á reynir. „Við vitum að við erum með bakið upp við vegg og vitum að ef við töpum í kvöld þá er tímabilið búið, en við ætlum bara að fara á fullu í þetta og reyna að gera betur en í síðustu leikjum“ sagði Finnur í samtali við Vísi. Valur vann fyrsta leikinn en síðan hefur Grindavík unnið síðustu tvo, þar af síðasta leik á Hlíðarenda eftir að hafa tapað tíu leikjum þar í röð. „Grindavík er bara búið að vera að gera mjög vel í seríunni. Hafa verið að spila mjög góða vörn og eru með mikil einstaklingsgæði í [Jeremy] Pargo og [DeAndre] Kane sem við höfum verið að ströggla með. En þetta hafa verið jafnir leikir alveg fram í lok þriðja eða byrjun fjórða, þá höfum við misst þá frá okkur. Við þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum, það er kannski þá helst sem við söknum Kára, en við verðum bara að vera fókuseraðir í því sem við erum að reyna að gera á lykilstundum í leiknum.“ Stóru mennirnir í Grindavík, Daniel Mortensen og Ólafur Ólafsson, áttu frábæran leik síðast og spiluðu stóran þátt í sigrinum. „Við vorum að missa bæði Mortensen og Óla í full auðveld skot, sérstaklega Mortensen svona framan af og hann komst svolítið í gang þá. En í fyrsta leiknum var það Breki og svo kom Arnór líka með frábæra innkomu síðast. Þrátt fyrir það var leikurinn í járnum, eins og leikurinn á undan, langt framan af. En eins og ég segi verðum við að halda fókus betur varnarlega og gera betur sóknarlega þegar mest á reynir.“ Taiwo Badmus ræðst til atlögu gegn Ólafi Ólafssyni og Daniel Mortensen.vísir Valur hefur aldrei unnið Grindavík í Smáranum. Úrslitaserían fór vannst á heimavelli og Grindavík vann síðan með sjö stigum þegar liðin mættust í deildarleik í desember. „Við erum búnir að tapa slatta af leikjum í röð á móti þeim þar en okkur hefur svosem liðið ágætlega í Smáranum að öðru leiti, unnum bikarinn þar núna í mars. Þannig að Smárinn sem slíkur er ekkert verra hús en eitthvað annað“ sagði Finnur. Bónus-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira
„Við vitum að við erum með bakið upp við vegg og vitum að ef við töpum í kvöld þá er tímabilið búið, en við ætlum bara að fara á fullu í þetta og reyna að gera betur en í síðustu leikjum“ sagði Finnur í samtali við Vísi. Valur vann fyrsta leikinn en síðan hefur Grindavík unnið síðustu tvo, þar af síðasta leik á Hlíðarenda eftir að hafa tapað tíu leikjum þar í röð. „Grindavík er bara búið að vera að gera mjög vel í seríunni. Hafa verið að spila mjög góða vörn og eru með mikil einstaklingsgæði í [Jeremy] Pargo og [DeAndre] Kane sem við höfum verið að ströggla með. En þetta hafa verið jafnir leikir alveg fram í lok þriðja eða byrjun fjórða, þá höfum við misst þá frá okkur. Við þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum, það er kannski þá helst sem við söknum Kára, en við verðum bara að vera fókuseraðir í því sem við erum að reyna að gera á lykilstundum í leiknum.“ Stóru mennirnir í Grindavík, Daniel Mortensen og Ólafur Ólafsson, áttu frábæran leik síðast og spiluðu stóran þátt í sigrinum. „Við vorum að missa bæði Mortensen og Óla í full auðveld skot, sérstaklega Mortensen svona framan af og hann komst svolítið í gang þá. En í fyrsta leiknum var það Breki og svo kom Arnór líka með frábæra innkomu síðast. Þrátt fyrir það var leikurinn í járnum, eins og leikurinn á undan, langt framan af. En eins og ég segi verðum við að halda fókus betur varnarlega og gera betur sóknarlega þegar mest á reynir.“ Taiwo Badmus ræðst til atlögu gegn Ólafi Ólafssyni og Daniel Mortensen.vísir Valur hefur aldrei unnið Grindavík í Smáranum. Úrslitaserían fór vannst á heimavelli og Grindavík vann síðan með sjö stigum þegar liðin mættust í deildarleik í desember. „Við erum búnir að tapa slatta af leikjum í röð á móti þeim þar en okkur hefur svosem liðið ágætlega í Smáranum að öðru leiti, unnum bikarinn þar núna í mars. Þannig að Smárinn sem slíkur er ekkert verra hús en eitthvað annað“ sagði Finnur.
Bónus-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira