Viðskipti

Gæðasamtöl við dótturina, mömmu eða vin­konu á leið í vinnu

Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Verði Tryggingum, nýtir tímann vel á leiðinni til vinnu á morgnana. Því þá á hún góða gæðastund með dótturinni í bílnum og eftir að hafa skutlað henni í skólann, hringir hún oft í vinkonu eða mömmu sína og tekur stutt spjall.

Atvinnulíf

Telja sig hafa gert nóg til að upp­lýsa Bankasýsluna

Formaður Bankaráðs Landsbankans segir ráðið telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins um fyrirhuguð kaup á tryggingafélaginu TM. Bankasýslunni hafi fyrst verið greint frá áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum síðasta sumar. Hún hafi ekki á neinum tímapunkti óskað eftir viðbótarupplýsingum um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM.

Viðskipti innlent

Banka­ráð Lands­bankans svarar fyrir sig

Bankaráð Landsbankans segir Bankasýsluna hafa frá sumrinu 2023 hafa verið vel meðvitaða um áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum og eftir atvikum kaupum á tryggingafélaginu TM. Samskiptin hafi farið fram í tölvupóstum, á fundum og símtölum. Helsta óvissan virðist vera um það sem fram kom í óformlegu símtali formanns bankaráðs og stjórnarformanns Bankasýslunnar í desember.

Viðskipti innlent

Fyrir­tæki sem skili milljarða hagnaði leiki nú lausum hala

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda vekur athygli á því að frumvarp matvælaráðherra sem samþykkt var á Alþingi í gær af þingmönnum ríkisstjórnarinnar auk Miðflokksins komi fjölmörgum stórfyrirtækjum ansi hreint vel. Nýju lögin komi ekki aðeins sláturhúsum á barmi gjaldþrots til bjargar. Hann er gagnrýninn á nýsamþykkt lög.

Neytendur

Opna nýja frjó­semis­mið­stöð á haust­mánuðum

Á haustmánuðum verður opnuð ný frjósemismiðstöð á Íslandi. Miðstöðin hefur fengið nafnið Sunna – frjósemismiðstöð og verður rekin af hjónunum Þóri Harðarsyni, sérfræðingi í frjósemi og kennara við lífeðlisfræðideild Háskóla Íslands, og Ingunni Jónsdóttur, fæðingar- og kvensjúkdómalækni.

Viðskipti innlent

Pizzan reynir að eigna sér Megaviku Domino's

Leyfi Domino‘s á Íslandi á vörumerkinu Megaviku rann út í fyrra og sótti fyrirtækið ekki um endurnýjun á tilsettum tíma. Ólafur Friðrik Ólafsson, eigandi Pizzunnar, sá sér leik á borði og sótti um skráningu á vörumerkinu í gegnum hlutafélagið Kjútís. Ekki er enn komin niðurstaða í málið.

Viðskipti innlent

Banda­ríkin höfða mál gegn Apple vegna ein­okunar

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn Apple. Tæknirisinn er sakaður um að beita einokunarstöðu sinni á markaði snjallsíma til að koma í veg fyrir samkeppni. Þá hafi staða fyrirtækisins verði notuð til að halda aftur af samkeppni á hugbúnaðarmarkaði og draga úr notagildi annarra síma í samkeppni við iPhone.

Viðskipti erlent

Gapandi yfir gjör­breyttu frum­varpi og varar við því

Samkeppniseftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp matvælaráðherra um breytingu á búvörulögum og varar við samþykki þess. Frumvarpið muni heimila kjötafurðastöðvum að hafa með sér hvers lags samráð, þær megi sameinast án takmarkana og hafi fullt sjálfdæmi um verðlagningu til bænda og neytenda. Hagsmunir neytenda verði fyrir borð bornir.

Neytendur

Breytingarnar séu stór­hættu­legar og á kostnað launa­fólks

Alþýðusamband Íslands telur með öllu óviðunandi að stjórnvöld stefni beinlínis að því að skerða kjör launafólks og neytenda með stórhættulegum breytingum á búvörulögum. Jafnframt er vakin athygli á að sú hringamyndun og verðstýring sem stefnt er að með frumvarpinu vinnur beinlínis gegn nýgerðum kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. 

Neytendur

Dældu skemmdri dísel­olíu á bíla sína

Bensínstöð Orkunnar á Bústaðavegi var lokað í gær eftir að í ljós kom að viðskiptavinir höfðu dælt skemmdri díselolíu á bíla sína. Dæmi eru um að bílar hafi stöðvast sökum skemmdrar olíu. Markaðsstjóri Orkunnar segir málið unnið í góðu samtali við viðskiptavini.

Neytendur

Undrast að það séu hrein­lega ekki ó­eirðir á Ís­landi

Formaður VR segist verulega hugsi yfir því hvað landsmenn séu tilbúnir að láta bjóða sér. Þrátt fyrir nýundirritaða kjarasamninga ákvað peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum. Ragnar Þór segir að annaðhvort verði Alþingi að grípa inn í eða fólkið í landinu að rísa upp.

Neytendur