Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Árni Sæberg skrifar 1. september 2025 14:11 Verði áform umhverfisráðherra að veruleika verða merkingar um plast í dömubindum á íslensku. Myndin er úr safni. Getty/Shotshare Félag atvinnurekenda telur boðaða reglugerðarsetningu umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, um merkingar einnota plastvara munu leiða til minni samkeppni og hærra verðs á dagvörumarkaði. Þá gætu breytingar leitt til þess að lækkun svokallaðs bleiks skatts dragist til baka. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið birti þann 11. ágúst í Samráðsgátt stjórnvalda drög að reglugerð um plastvörur. Reglugerðin er nýmæli og með henni er ætlað að innleiða tiltekin ákvæði tilskipunar Evrópusambandsins sem er ætlað að styðja við myndun hringrásarhagkerfis og efla úrgangsforvarnir með því að styðja við notkun sjálfbærra og fjölnota vara fremur en einnota. Ekki nóg að merkja umbúðir Í tilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðsins segir að í reglugerðardrögunum sé kveðið á um skyldu til að merkja sérstaklega þær plastvörur sem eru einnota og eru upptaldar í drögunum í samræmi við lágmarkskröfur framkvæmdarreglugerðar ESB 2020/2151. Merkingunum sé ætlað að upplýsa neytendur um að varan innihaldi plast, um það hvaða úrgangsförgunaraðferðir eigi að forðast fyrir vöruna og um þau neikvæðu umhverfisáhrif sem fylgi því að dreifa rusli eða öðrum óviðeigandi aðferðum við förgun vörunnar. Um sé að ræða vörur sem eru í almennri notkun, svo sem tíðavörur, blautþurrkur, tóbaksvörur sem innihalda plast, og bolla og glös fyrir drykkjarvörur. Samkvæmt breytingum á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir hafi legið fyrir frá árinu 2020 að þessar kröfur um merkingar verði innleiddar hér á landi og fyrirtæki á íslenskum markaði hafi mörg hver nú þegar merkt vörur sínar og með því tekið skrefið sem nú stendur til að festa í reglugerð. Verulegar áhyggjur af framkvæmdinni Í umsögn Félags atvinnurekenda um reglugerðardrögin segir að félagið geri engar athugasemdis við að ákvæði tilskipunar Evrópusambandsins um merkingu umræddra vara séu innleidd, en markmið þeirrar tilskipunar sé að draga með árangursríkum hætti úr plastmengun. Það sé markmið sem FA styður heils hugar. Félagið hafi hins vegar verulegar áhyggjur af framkvæmdinni og áhrifum þess að einnota plastvörur verði merktar með þeim hætti sem kveðið er á um í framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar. Vísað sé til þess í reglugerðardrögunum að merkingarnar skuli vera í samræmi við þær kröfur sem eru útlistaðar í þeirri reglugerð. Bitni á örmarkaði Í framkvæmdareglugerðinni segi meðal annars: „Upplýsingatextinn á merkingunni skal vera á opinberu tungumáli eða tungumálum þess aðildarríkis þar sem einnota plastvaran er sett á markað.“ Viðaukar við reglugerðina kveði sömuleiðis á um að á umbúðum tíðavara, blautþurrka og tóbaksvara skuli merkingin forprentuð á umbúðirnar. Á drykkjarmálum sem innihalda plast sé ekki nægilegt að merkja umbúðir, heldur skuli merkingin forprentuð eða greypt/upphleypt á hvert einasta mál. Ekki sé gert ráð fyrir að merkja megi vörurnar sem falla undir reglugerðina með límmiða. „Krafan um að merking skuli vera á opinberu tungumáli viðkomandi ríkis kemur illa niður á örmarkaði eins og Íslandi, en opinbert tungumál Íslands, íslenska, er talað af um 380.000 manns, sem er 0,08% af heildarmannfjölda á Evrópska efnahagssvæðinu. Ákvæðið gengur miklu lengra en kröfur til merkinga á matvælum á EES, sbr. 15. gr. reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1169/2011, sem kveður á um að „lögboðnar matvælaupplýsingar [skuli] birtar á tungumáli sem er auðskiljanlegt fyrir neytendur í þeim aðildarríkjum þar sem tiltekin matvæli eru markaðssett.““ Þannig kveði reglugerð á um að upplýsingar um matvæli á íslenskum markaði skuli vera á íslensku, ensku eða Norðurlandamáli, öðru en finnsku. „Það er í samræmi við það að á Íslandi skilur yfirgnæfandi hluti almennings ensku eða skandinavísku málin. Í tilviki innflytjenda komast upplýsingar betur til skila á ensku en á íslensku.“ Birgjar ekki tilbúnir til að taka kostnaðinn á sig Í umsögninni segir að FA hafi ekki tekist að finna neinn rökstuðning fyrir því hvers vegna framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi þótt ástæða til að ganga mun lengra hvað varðar merkingar einnota plastvara en merkingar á matvöru og fái ekki séð hvaða hagsmuni sú krafa eigi að vernda eða hvaða markmiðum tilskipunarinnar sé náð með henni. FA bendir á að í þeim kröfum um merkingar sem settar eru fram í tilskipuninni sé þess hvergi getið að merkingar verði að vera á opinberu tungumáli eða tungumálum aðildarríkja. „Þær vörur, sem hér um ræðir, eru nánast eingöngu innfluttar til landsins og innlend framleiðsla hverfandi. Innflutningurinn kemur að yfirgnæfandi meirihluta frá öðrum ríkjum EES. Gangi krafan um merkingar á íslensku eftir, munu innflytjendur umræddra vara þurfa að leita eftir því við framleiðendur að þeir bæti merkingum á íslensku á umbúðir varanna.“ Hægt sé að leysa málið hvað tóbaksvörur varðar vegna þess að þegar eru í gildi kröfur um að þær séu með varúðarmerkingum á íslensku og breyting á umbúðum vegna krafna um nýjar viðvörunarmerkingar standi fyrir dyrum. Hvað hinar vörurnar; tíðavörur, blautklúta og drykkjarmál: varðar, hafi félagsmenn FA, sem flytja þær inn, skoðað málin hjá erlendum birgjum. Þar fáist ýmist þau svör að breyting á umbúðum komi ekki til greina, eða þá að verði farið í slíka breytingu verði íslenski markaðurinn látinn bera af henni allan kostnaðinn. Í mörgum tilvikum hafi birgjar þegar breytt umbúðum til samræmis við reglugerðina en hún hafi tekið gildi 3. júlí 2021. „Þeir segja margir hverjir ekki koma til greina að fara í endurhönnun umbúða til að mæta þörfum 380.000 manna markaðar. Þetta þýðir að tvennt mun gerast ef þessi breyting verður að veruleika.“ Samkeppni og vöruval skerðist Annars vegar muni draga úr samkeppni á íslenska dagvörumarkaðnum hvað þessar vörur varðar, annars vegar vegna þess að birgjar séu ekki reiðubúnir að breyta umbúðum fyrir íslenska örmarkaðinn og hins vegar vegna þess að breytingin loki í raun fyrir samhliða innflutning á vörunum sem um ræðir. Samhliða innflutningur, það er innflutningur viðurkenndra vörumerkja fram hjá umboðsaðilum þeirra hérlendis, sé mikilvægur ávinningur EES-samningsins og hafi stuðlað að aukinni samkeppni hér á landi. „Samkvæmt upplýsingum sem FA hefur aflað sér frá samtökum innflutningsfyrirtækja á Möltu hefur krafan um merkingu á opinberum tungumálum (reglugerðin er túlkuð þannig að merkja verði bæði á maltnesku, sem 570.000 manns tala, og á ensku) haft í för með sér að allur samhliða innflutningur á umræddum vörum hefur stöðvast. Þar hefur birgjum innflytjenda jafnframt fækkað og þannig dregur úr úrvali og valkostum neytenda fækkar.“ Lækkun bleika skattsins fyrir bý Hins vegar muni breytingin stuðla að því að umræddar vörur hækki í verði, á sama tíma og stjórnvöld og atvinnulíf reyna að ná tökum á þrálátri verðbólgu sem meðal annars orsakist af erlendum kostnaðarhækkunum. Kostnaðarauki sem reiknast á hverja pakkningu myndi í prósentum talið hækka kostnaðarverð ódýrari pakkninga meira en dýrari vara. Á endanum greiði neytendur að sjálfsögðu þann kostnað. „Í tilviki tíðavara er raunveruleg hætta á að breytingin myndi hafa af konum, sem nota þær, stóran hluta lækkunar virðisaukaskatts á tíðavörum sem Alþingi samþykkti 2019 með umtalsverðum lúðrablæstri. Markmið þeirrar lagabreytingar var að bæta lýðheilsu með því að draga úr kostnaði vegna nauðsynlegra hreinslætisvara. Sú breyting, sem hér er til umræðu, gæti þýtt að í tilviki ódýrari pakkninga, t.d. 14 stykkja dömubindapakka sem kostar 189 krónur, væri lækkun bleika skattsins svokallaða farin forgörðum, en skatturinn var lækkaður úr 24% í 11%.“ Í tilviki blautklúta myndi verðhækkunin fyrst og fremst bitna á barnafjölskyldum með smábörn. Þar sé að sjálfsögðu sama staða uppi; hærri kostnaður vegna endurmerkinga umbúða leggist þyngra á ódýrari vörur, sem efnaminni neytendur séu líklegir til að kaupa. Búin að missa af lestinni Þá segir að draga hefði mátt úr neikvæðum áhrifum reglnanna, hefðu íslensk stjórnvöld strax í upphafi, árið 2020, gert innflytjendum og samtökum þeirra viðvart um breytinguna þannig að íslensk innflutningsfyrirtæki hefðu getað farið fram á við birgja sína að þeir tækju tillit til íslenska örmarkaðarins við endurhönnun á umbúðum. Í íslenskum verslunum megi finna umræddar vörur með merkingum til samræmis við reglugerðina með áletrunum á allt að 25 tungumálum, þar á meðal á norsku en skiljanlega ekki á örtungumálinu íslensku. „Ísland er í raun búið að missa af lestinni, þar sem framleiðendur hafa þegar lagt í ærinn kostnað við endurhönnun og - prentun umbúða og eru skiljanlega ekki spenntir fyrir því að endurtaka leikinn, nema þá að íslenski markaðurinn beri allan kostnaðinn.“ Löggjafinn verði að fá tækifæri til að ræða málið Loks segir í umsögninni að að mati FA sé augljóst af framansögðu að sú breyting, sem lögð er til með reglugerðardrögunum, sé verulegt inngrip í atvinnufrelsi. 75. grein stjórnarskrárinnar sé skýr um að atvinnufrelsinu verði ekki settar skorður nema með lögum. Aðgerðir stjórnvalda verða sömuleiðis að standast kröfur um stjórnsýslulegt meðalhóf. Að mati FA sé augljóst að svo sé ekki í þessu tilviki; gengið sé mun lengra en þörf krefur til að ná markmiðum löggjafarinnar sem um ræðir, það er tilskipun Evrópusambandsins. „Félagið telur því ótækt að innleiðing umræddra reglna fari fram með setningu reglugerðar ráðherra. Félagið fer fram á að ráðherra leggi fram frumvarp á Alþingi um innleiðinguna, þannig að löggjafarsamkoman geti rætt málið í þaula og vegið saman þau markmið og hagsmuni sem halda þarf til haga; það er sjónarmið varðandi umhverfisvernd, samkeppni, atvinnufrelsi, hag neytenda og verðlagsstöðugleika. Umhverfismál Atvinnurekendur Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið birti þann 11. ágúst í Samráðsgátt stjórnvalda drög að reglugerð um plastvörur. Reglugerðin er nýmæli og með henni er ætlað að innleiða tiltekin ákvæði tilskipunar Evrópusambandsins sem er ætlað að styðja við myndun hringrásarhagkerfis og efla úrgangsforvarnir með því að styðja við notkun sjálfbærra og fjölnota vara fremur en einnota. Ekki nóg að merkja umbúðir Í tilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðsins segir að í reglugerðardrögunum sé kveðið á um skyldu til að merkja sérstaklega þær plastvörur sem eru einnota og eru upptaldar í drögunum í samræmi við lágmarkskröfur framkvæmdarreglugerðar ESB 2020/2151. Merkingunum sé ætlað að upplýsa neytendur um að varan innihaldi plast, um það hvaða úrgangsförgunaraðferðir eigi að forðast fyrir vöruna og um þau neikvæðu umhverfisáhrif sem fylgi því að dreifa rusli eða öðrum óviðeigandi aðferðum við förgun vörunnar. Um sé að ræða vörur sem eru í almennri notkun, svo sem tíðavörur, blautþurrkur, tóbaksvörur sem innihalda plast, og bolla og glös fyrir drykkjarvörur. Samkvæmt breytingum á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir hafi legið fyrir frá árinu 2020 að þessar kröfur um merkingar verði innleiddar hér á landi og fyrirtæki á íslenskum markaði hafi mörg hver nú þegar merkt vörur sínar og með því tekið skrefið sem nú stendur til að festa í reglugerð. Verulegar áhyggjur af framkvæmdinni Í umsögn Félags atvinnurekenda um reglugerðardrögin segir að félagið geri engar athugasemdis við að ákvæði tilskipunar Evrópusambandsins um merkingu umræddra vara séu innleidd, en markmið þeirrar tilskipunar sé að draga með árangursríkum hætti úr plastmengun. Það sé markmið sem FA styður heils hugar. Félagið hafi hins vegar verulegar áhyggjur af framkvæmdinni og áhrifum þess að einnota plastvörur verði merktar með þeim hætti sem kveðið er á um í framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar. Vísað sé til þess í reglugerðardrögunum að merkingarnar skuli vera í samræmi við þær kröfur sem eru útlistaðar í þeirri reglugerð. Bitni á örmarkaði Í framkvæmdareglugerðinni segi meðal annars: „Upplýsingatextinn á merkingunni skal vera á opinberu tungumáli eða tungumálum þess aðildarríkis þar sem einnota plastvaran er sett á markað.“ Viðaukar við reglugerðina kveði sömuleiðis á um að á umbúðum tíðavara, blautþurrka og tóbaksvara skuli merkingin forprentuð á umbúðirnar. Á drykkjarmálum sem innihalda plast sé ekki nægilegt að merkja umbúðir, heldur skuli merkingin forprentuð eða greypt/upphleypt á hvert einasta mál. Ekki sé gert ráð fyrir að merkja megi vörurnar sem falla undir reglugerðina með límmiða. „Krafan um að merking skuli vera á opinberu tungumáli viðkomandi ríkis kemur illa niður á örmarkaði eins og Íslandi, en opinbert tungumál Íslands, íslenska, er talað af um 380.000 manns, sem er 0,08% af heildarmannfjölda á Evrópska efnahagssvæðinu. Ákvæðið gengur miklu lengra en kröfur til merkinga á matvælum á EES, sbr. 15. gr. reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1169/2011, sem kveður á um að „lögboðnar matvælaupplýsingar [skuli] birtar á tungumáli sem er auðskiljanlegt fyrir neytendur í þeim aðildarríkjum þar sem tiltekin matvæli eru markaðssett.““ Þannig kveði reglugerð á um að upplýsingar um matvæli á íslenskum markaði skuli vera á íslensku, ensku eða Norðurlandamáli, öðru en finnsku. „Það er í samræmi við það að á Íslandi skilur yfirgnæfandi hluti almennings ensku eða skandinavísku málin. Í tilviki innflytjenda komast upplýsingar betur til skila á ensku en á íslensku.“ Birgjar ekki tilbúnir til að taka kostnaðinn á sig Í umsögninni segir að FA hafi ekki tekist að finna neinn rökstuðning fyrir því hvers vegna framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi þótt ástæða til að ganga mun lengra hvað varðar merkingar einnota plastvara en merkingar á matvöru og fái ekki séð hvaða hagsmuni sú krafa eigi að vernda eða hvaða markmiðum tilskipunarinnar sé náð með henni. FA bendir á að í þeim kröfum um merkingar sem settar eru fram í tilskipuninni sé þess hvergi getið að merkingar verði að vera á opinberu tungumáli eða tungumálum aðildarríkja. „Þær vörur, sem hér um ræðir, eru nánast eingöngu innfluttar til landsins og innlend framleiðsla hverfandi. Innflutningurinn kemur að yfirgnæfandi meirihluta frá öðrum ríkjum EES. Gangi krafan um merkingar á íslensku eftir, munu innflytjendur umræddra vara þurfa að leita eftir því við framleiðendur að þeir bæti merkingum á íslensku á umbúðir varanna.“ Hægt sé að leysa málið hvað tóbaksvörur varðar vegna þess að þegar eru í gildi kröfur um að þær séu með varúðarmerkingum á íslensku og breyting á umbúðum vegna krafna um nýjar viðvörunarmerkingar standi fyrir dyrum. Hvað hinar vörurnar; tíðavörur, blautklúta og drykkjarmál: varðar, hafi félagsmenn FA, sem flytja þær inn, skoðað málin hjá erlendum birgjum. Þar fáist ýmist þau svör að breyting á umbúðum komi ekki til greina, eða þá að verði farið í slíka breytingu verði íslenski markaðurinn látinn bera af henni allan kostnaðinn. Í mörgum tilvikum hafi birgjar þegar breytt umbúðum til samræmis við reglugerðina en hún hafi tekið gildi 3. júlí 2021. „Þeir segja margir hverjir ekki koma til greina að fara í endurhönnun umbúða til að mæta þörfum 380.000 manna markaðar. Þetta þýðir að tvennt mun gerast ef þessi breyting verður að veruleika.“ Samkeppni og vöruval skerðist Annars vegar muni draga úr samkeppni á íslenska dagvörumarkaðnum hvað þessar vörur varðar, annars vegar vegna þess að birgjar séu ekki reiðubúnir að breyta umbúðum fyrir íslenska örmarkaðinn og hins vegar vegna þess að breytingin loki í raun fyrir samhliða innflutning á vörunum sem um ræðir. Samhliða innflutningur, það er innflutningur viðurkenndra vörumerkja fram hjá umboðsaðilum þeirra hérlendis, sé mikilvægur ávinningur EES-samningsins og hafi stuðlað að aukinni samkeppni hér á landi. „Samkvæmt upplýsingum sem FA hefur aflað sér frá samtökum innflutningsfyrirtækja á Möltu hefur krafan um merkingu á opinberum tungumálum (reglugerðin er túlkuð þannig að merkja verði bæði á maltnesku, sem 570.000 manns tala, og á ensku) haft í för með sér að allur samhliða innflutningur á umræddum vörum hefur stöðvast. Þar hefur birgjum innflytjenda jafnframt fækkað og þannig dregur úr úrvali og valkostum neytenda fækkar.“ Lækkun bleika skattsins fyrir bý Hins vegar muni breytingin stuðla að því að umræddar vörur hækki í verði, á sama tíma og stjórnvöld og atvinnulíf reyna að ná tökum á þrálátri verðbólgu sem meðal annars orsakist af erlendum kostnaðarhækkunum. Kostnaðarauki sem reiknast á hverja pakkningu myndi í prósentum talið hækka kostnaðarverð ódýrari pakkninga meira en dýrari vara. Á endanum greiði neytendur að sjálfsögðu þann kostnað. „Í tilviki tíðavara er raunveruleg hætta á að breytingin myndi hafa af konum, sem nota þær, stóran hluta lækkunar virðisaukaskatts á tíðavörum sem Alþingi samþykkti 2019 með umtalsverðum lúðrablæstri. Markmið þeirrar lagabreytingar var að bæta lýðheilsu með því að draga úr kostnaði vegna nauðsynlegra hreinslætisvara. Sú breyting, sem hér er til umræðu, gæti þýtt að í tilviki ódýrari pakkninga, t.d. 14 stykkja dömubindapakka sem kostar 189 krónur, væri lækkun bleika skattsins svokallaða farin forgörðum, en skatturinn var lækkaður úr 24% í 11%.“ Í tilviki blautklúta myndi verðhækkunin fyrst og fremst bitna á barnafjölskyldum með smábörn. Þar sé að sjálfsögðu sama staða uppi; hærri kostnaður vegna endurmerkinga umbúða leggist þyngra á ódýrari vörur, sem efnaminni neytendur séu líklegir til að kaupa. Búin að missa af lestinni Þá segir að draga hefði mátt úr neikvæðum áhrifum reglnanna, hefðu íslensk stjórnvöld strax í upphafi, árið 2020, gert innflytjendum og samtökum þeirra viðvart um breytinguna þannig að íslensk innflutningsfyrirtæki hefðu getað farið fram á við birgja sína að þeir tækju tillit til íslenska örmarkaðarins við endurhönnun á umbúðum. Í íslenskum verslunum megi finna umræddar vörur með merkingum til samræmis við reglugerðina með áletrunum á allt að 25 tungumálum, þar á meðal á norsku en skiljanlega ekki á örtungumálinu íslensku. „Ísland er í raun búið að missa af lestinni, þar sem framleiðendur hafa þegar lagt í ærinn kostnað við endurhönnun og - prentun umbúða og eru skiljanlega ekki spenntir fyrir því að endurtaka leikinn, nema þá að íslenski markaðurinn beri allan kostnaðinn.“ Löggjafinn verði að fá tækifæri til að ræða málið Loks segir í umsögninni að að mati FA sé augljóst af framansögðu að sú breyting, sem lögð er til með reglugerðardrögunum, sé verulegt inngrip í atvinnufrelsi. 75. grein stjórnarskrárinnar sé skýr um að atvinnufrelsinu verði ekki settar skorður nema með lögum. Aðgerðir stjórnvalda verða sömuleiðis að standast kröfur um stjórnsýslulegt meðalhóf. Að mati FA sé augljóst að svo sé ekki í þessu tilviki; gengið sé mun lengra en þörf krefur til að ná markmiðum löggjafarinnar sem um ræðir, það er tilskipun Evrópusambandsins. „Félagið telur því ótækt að innleiðing umræddra reglna fari fram með setningu reglugerðar ráðherra. Félagið fer fram á að ráðherra leggi fram frumvarp á Alþingi um innleiðinguna, þannig að löggjafarsamkoman geti rætt málið í þaula og vegið saman þau markmið og hagsmuni sem halda þarf til haga; það er sjónarmið varðandi umhverfisvernd, samkeppni, atvinnufrelsi, hag neytenda og verðlagsstöðugleika.
Umhverfismál Atvinnurekendur Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira