„Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Bjarki Sigurðsson skrifar 31. ágúst 2025 20:32 Þorvaldur Gissurarson er forstjóri og eigandi ÞG Verks. Vísir/Lýður Valberg Verktaki segir Reykjavíkurborg verða að bregðast betur við slæmri stöðu á húsnæðismarkaði. Hann segir sig og kollega sína í verktakabransanum einnig geta litið í eigin barm. Í kvöldfréttum Sýnar í gær skoraði húsnæðismálaráðherra á verktaka að lækka verð á þeim tilbúnu íbúðum sem eru á markaði en seljast ekki. Í skýrslu HMS segir að tæpar nítján hundruð nýjar íbúðir hafi verið óseldar í júní síðastliðnum, tæplega fimmtíu prósent fleiri en á sama tíma í fyrra. Verktakar geti litið í eigin barm Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks, eins stærsta verktakafyrirtæki landsins, segist ánægður með orð Ingu. „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu og get alveg tekið undir það að íbúðaverð hefur hækkað of mikið og of hratt á liðnum árum. Verktakarnir geta örugglega tekið eitthvað af þessu til sín og það er sjálfsagt mál að skoða það, en það eru mun stærri undirliggjandi þættir sem eru valdur af íbúðaverðshækkunum,“ segir Þorvaldur. Borgin auki öll gjöld Þorvaldur segir stærsta vandamálið vera langvarandi lóðaskortur á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafi hátt vaxtastig gríðarlega mikil áhrif. „Það er síðan ekki hægt að horfa fram hjá því að það skýtur ofboðslega skökku við í þessari umræðu að á sama tíma sé Reykjavíkurborg að hækka gatnagerðargjöld um allt að níutíu prósent. Sveitarfélögin hafa öll aukið sína gjaldtöku, hvort sem það er í formi gatnagerðargjalda, innviðagjalda, byggingaréttagjalda eða að gjöldin séu nefnd öðru nafni, mun meira og mun hraðar hlutfallslega en hækkun íbúðaverðs hefur verið á liðnum árum,“ segir Þorvaldur. Tryggja þarf að það verði ekki skortur Hann fagnar einnig að Inga segist ætla að létta á regluverkinu í kringum íbúðauppbyggingu og auðvelda fólki að komast í gegnum greiðslumat. „Það skýtur mjög skökku við að fólk sem greiðir kannski 400 þúsund krónur í húsaleigu í dag fær ekki greiðslumat upp á 350 þúsund krónur. Þessu þarf öllu saman að breyta. En þegar fólki verður gert kleift að kaupa íbúð þurfa að vera íbúðir til staðar á markaðinum eða í byggingu. Þess vegna þarf að taka höndum saman og tryggja það að það verði ekki viðvarandi skortur sem leiðir mögulega af sér aftur hækkun íbúðaverðs,“ segir Þorvaldur. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Byggingariðnaður Tengdar fréttir Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Kona sem vinnur á fjórum stöðum en kemst ekki í gegnum greiðslumat vegna íbúðarkaupa óttast að vera föst á leigumarkaði næstu árin. Fjármálaráðgjafar segja hana þurfa að sækja aðstoð frá öðrum vilji hún eignast íbúð. Svo sé einfaldlega dýrara að vera kona. 23. júlí 2025 19:30 Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Í kvöldfréttum Sýnar í gær skoraði húsnæðismálaráðherra á verktaka að lækka verð á þeim tilbúnu íbúðum sem eru á markaði en seljast ekki. Í skýrslu HMS segir að tæpar nítján hundruð nýjar íbúðir hafi verið óseldar í júní síðastliðnum, tæplega fimmtíu prósent fleiri en á sama tíma í fyrra. Verktakar geti litið í eigin barm Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks, eins stærsta verktakafyrirtæki landsins, segist ánægður með orð Ingu. „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu og get alveg tekið undir það að íbúðaverð hefur hækkað of mikið og of hratt á liðnum árum. Verktakarnir geta örugglega tekið eitthvað af þessu til sín og það er sjálfsagt mál að skoða það, en það eru mun stærri undirliggjandi þættir sem eru valdur af íbúðaverðshækkunum,“ segir Þorvaldur. Borgin auki öll gjöld Þorvaldur segir stærsta vandamálið vera langvarandi lóðaskortur á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafi hátt vaxtastig gríðarlega mikil áhrif. „Það er síðan ekki hægt að horfa fram hjá því að það skýtur ofboðslega skökku við í þessari umræðu að á sama tíma sé Reykjavíkurborg að hækka gatnagerðargjöld um allt að níutíu prósent. Sveitarfélögin hafa öll aukið sína gjaldtöku, hvort sem það er í formi gatnagerðargjalda, innviðagjalda, byggingaréttagjalda eða að gjöldin séu nefnd öðru nafni, mun meira og mun hraðar hlutfallslega en hækkun íbúðaverðs hefur verið á liðnum árum,“ segir Þorvaldur. Tryggja þarf að það verði ekki skortur Hann fagnar einnig að Inga segist ætla að létta á regluverkinu í kringum íbúðauppbyggingu og auðvelda fólki að komast í gegnum greiðslumat. „Það skýtur mjög skökku við að fólk sem greiðir kannski 400 þúsund krónur í húsaleigu í dag fær ekki greiðslumat upp á 350 þúsund krónur. Þessu þarf öllu saman að breyta. En þegar fólki verður gert kleift að kaupa íbúð þurfa að vera íbúðir til staðar á markaðinum eða í byggingu. Þess vegna þarf að taka höndum saman og tryggja það að það verði ekki viðvarandi skortur sem leiðir mögulega af sér aftur hækkun íbúðaverðs,“ segir Þorvaldur.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Byggingariðnaður Tengdar fréttir Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Kona sem vinnur á fjórum stöðum en kemst ekki í gegnum greiðslumat vegna íbúðarkaupa óttast að vera föst á leigumarkaði næstu árin. Fjármálaráðgjafar segja hana þurfa að sækja aðstoð frá öðrum vilji hún eignast íbúð. Svo sé einfaldlega dýrara að vera kona. 23. júlí 2025 19:30 Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Kona sem vinnur á fjórum stöðum en kemst ekki í gegnum greiðslumat vegna íbúðarkaupa óttast að vera föst á leigumarkaði næstu árin. Fjármálaráðgjafar segja hana þurfa að sækja aðstoð frá öðrum vilji hún eignast íbúð. Svo sé einfaldlega dýrara að vera kona. 23. júlí 2025 19:30