Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Bjarki Sigurðsson skrifar 31. ágúst 2025 12:27 Gunnþór Ingvason er formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Vísir/Arnar Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gerir ráð fyrir að fleiri fyrirtæki þurfi að ráðast í uppsagnir á næstunni vegna hækkunar veiðigjalda, líkt og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum gerði fyrir helgi. Mikilvægt sé að halda fiskvinnslunum hér á landi. Vinnslustöðin sagði upp fimmtíu starfsmönnum á föstudag og lokaði fiskvinnslunni Leo Seafood. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, sagði uppsagnirnar tilkomnar vegna hækkana á launakostnaði og sterkri krónu, en að hærri veiðigjöld hafi síðan að lokum gert útslagið. Veiðigjöldin gert útslagið Gunnþór Ingvason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir þetta ekki eiga að koma á óvart. „Það var varað við þessu á vormánuðum að það væri verið að minnka samkeppnishæfni og menn myndu þurfa að bregðast við. Þarna eru að raungerast fyrstu stóru aðgerðirnar vegna breytinganna. Auðvitað er margt annað en veiðigjöldin, margir kostnaðarliðir hafa verið hækka gríðarlega mikið og svo er óvissa á mörkuðum. Veiðigjöldin koma ofan á þetta allt saman,“ segir Gunnþór. Vill halda fiskvinnslunni innanlands Ekki sé hægt að hækka verð á fisknum þar sem fyrirtækin séu í alþjóðlegri samkeppni, og markaðinum alveg sama um skattahækkanir á Íslandi. Þá vonast hann til þess að fiskvinnslurnar flytji ekki erlendis. „Það er einfaldlega þannig að samkeppnishæfni innanlands vinnslunnar er töluvert skert miðað við vinnslur til dæmis í Póllandi og Hollandi. Enda erum við að sjá þær mjög stórtækar í kaupum á íslenskum fiskmörkuðum. Það getur alveg raungerst, en ég tel það skaðlegt fyrir íslenskan sjávarútveg, íslenskan fisk og íslenska þjóð. Ég held við þurfum að hafa samkeppnisumhverfi og umgjörð greinarinnar á Íslandi það sterka að hún standist alþjóðlega samkeppni og við getum þá unnið þennan fisk á heimavelli,“ segir Gunnþór. Þurfa að aðlagast Nú þurfi íslensk sjávarútvegsfyrirtæki að breyta rekstrinum. „Auðvitað mun þetta taka ákveðinn tíma að raungerast. Menn snúa ekkert íslenskum sjávarútvegi í níutíu gráður. Það mun taka tíma fyrir greinina að aðlaga sig að þessu,“ segir Gunnþór. Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Sjá meira
Vinnslustöðin sagði upp fimmtíu starfsmönnum á föstudag og lokaði fiskvinnslunni Leo Seafood. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, sagði uppsagnirnar tilkomnar vegna hækkana á launakostnaði og sterkri krónu, en að hærri veiðigjöld hafi síðan að lokum gert útslagið. Veiðigjöldin gert útslagið Gunnþór Ingvason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir þetta ekki eiga að koma á óvart. „Það var varað við þessu á vormánuðum að það væri verið að minnka samkeppnishæfni og menn myndu þurfa að bregðast við. Þarna eru að raungerast fyrstu stóru aðgerðirnar vegna breytinganna. Auðvitað er margt annað en veiðigjöldin, margir kostnaðarliðir hafa verið hækka gríðarlega mikið og svo er óvissa á mörkuðum. Veiðigjöldin koma ofan á þetta allt saman,“ segir Gunnþór. Vill halda fiskvinnslunni innanlands Ekki sé hægt að hækka verð á fisknum þar sem fyrirtækin séu í alþjóðlegri samkeppni, og markaðinum alveg sama um skattahækkanir á Íslandi. Þá vonast hann til þess að fiskvinnslurnar flytji ekki erlendis. „Það er einfaldlega þannig að samkeppnishæfni innanlands vinnslunnar er töluvert skert miðað við vinnslur til dæmis í Póllandi og Hollandi. Enda erum við að sjá þær mjög stórtækar í kaupum á íslenskum fiskmörkuðum. Það getur alveg raungerst, en ég tel það skaðlegt fyrir íslenskan sjávarútveg, íslenskan fisk og íslenska þjóð. Ég held við þurfum að hafa samkeppnisumhverfi og umgjörð greinarinnar á Íslandi það sterka að hún standist alþjóðlega samkeppni og við getum þá unnið þennan fisk á heimavelli,“ segir Gunnþór. Þurfa að aðlagast Nú þurfi íslensk sjávarútvegsfyrirtæki að breyta rekstrinum. „Auðvitað mun þetta taka ákveðinn tíma að raungerast. Menn snúa ekkert íslenskum sjávarútvegi í níutíu gráður. Það mun taka tíma fyrir greinina að aðlaga sig að þessu,“ segir Gunnþór.
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Sjá meira