Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Bjarki Sigurðsson skrifar 31. ágúst 2025 12:27 Gunnþór Ingvason er formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Vísir/Arnar Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gerir ráð fyrir að fleiri fyrirtæki þurfi að ráðast í uppsagnir á næstunni vegna hækkunar veiðigjalda, líkt og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum gerði fyrir helgi. Mikilvægt sé að halda fiskvinnslunum hér á landi. Vinnslustöðin sagði upp fimmtíu starfsmönnum á föstudag og lokaði fiskvinnslunni Leo Seafood. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, sagði uppsagnirnar tilkomnar vegna hækkana á launakostnaði og sterkri krónu, en að hærri veiðigjöld hafi síðan að lokum gert útslagið. Veiðigjöldin gert útslagið Gunnþór Ingvason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir þetta ekki eiga að koma á óvart. „Það var varað við þessu á vormánuðum að það væri verið að minnka samkeppnishæfni og menn myndu þurfa að bregðast við. Þarna eru að raungerast fyrstu stóru aðgerðirnar vegna breytinganna. Auðvitað er margt annað en veiðigjöldin, margir kostnaðarliðir hafa verið hækka gríðarlega mikið og svo er óvissa á mörkuðum. Veiðigjöldin koma ofan á þetta allt saman,“ segir Gunnþór. Vill halda fiskvinnslunni innanlands Ekki sé hægt að hækka verð á fisknum þar sem fyrirtækin séu í alþjóðlegri samkeppni, og markaðinum alveg sama um skattahækkanir á Íslandi. Þá vonast hann til þess að fiskvinnslurnar flytji ekki erlendis. „Það er einfaldlega þannig að samkeppnishæfni innanlands vinnslunnar er töluvert skert miðað við vinnslur til dæmis í Póllandi og Hollandi. Enda erum við að sjá þær mjög stórtækar í kaupum á íslenskum fiskmörkuðum. Það getur alveg raungerst, en ég tel það skaðlegt fyrir íslenskan sjávarútveg, íslenskan fisk og íslenska þjóð. Ég held við þurfum að hafa samkeppnisumhverfi og umgjörð greinarinnar á Íslandi það sterka að hún standist alþjóðlega samkeppni og við getum þá unnið þennan fisk á heimavelli,“ segir Gunnþór. Þurfa að aðlagast Nú þurfi íslensk sjávarútvegsfyrirtæki að breyta rekstrinum. „Auðvitað mun þetta taka ákveðinn tíma að raungerast. Menn snúa ekkert íslenskum sjávarútvegi í níutíu gráður. Það mun taka tíma fyrir greinina að aðlaga sig að þessu,“ segir Gunnþór. Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Vinnslustöðin sagði upp fimmtíu starfsmönnum á föstudag og lokaði fiskvinnslunni Leo Seafood. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, sagði uppsagnirnar tilkomnar vegna hækkana á launakostnaði og sterkri krónu, en að hærri veiðigjöld hafi síðan að lokum gert útslagið. Veiðigjöldin gert útslagið Gunnþór Ingvason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir þetta ekki eiga að koma á óvart. „Það var varað við þessu á vormánuðum að það væri verið að minnka samkeppnishæfni og menn myndu þurfa að bregðast við. Þarna eru að raungerast fyrstu stóru aðgerðirnar vegna breytinganna. Auðvitað er margt annað en veiðigjöldin, margir kostnaðarliðir hafa verið hækka gríðarlega mikið og svo er óvissa á mörkuðum. Veiðigjöldin koma ofan á þetta allt saman,“ segir Gunnþór. Vill halda fiskvinnslunni innanlands Ekki sé hægt að hækka verð á fisknum þar sem fyrirtækin séu í alþjóðlegri samkeppni, og markaðinum alveg sama um skattahækkanir á Íslandi. Þá vonast hann til þess að fiskvinnslurnar flytji ekki erlendis. „Það er einfaldlega þannig að samkeppnishæfni innanlands vinnslunnar er töluvert skert miðað við vinnslur til dæmis í Póllandi og Hollandi. Enda erum við að sjá þær mjög stórtækar í kaupum á íslenskum fiskmörkuðum. Það getur alveg raungerst, en ég tel það skaðlegt fyrir íslenskan sjávarútveg, íslenskan fisk og íslenska þjóð. Ég held við þurfum að hafa samkeppnisumhverfi og umgjörð greinarinnar á Íslandi það sterka að hún standist alþjóðlega samkeppni og við getum þá unnið þennan fisk á heimavelli,“ segir Gunnþór. Þurfa að aðlagast Nú þurfi íslensk sjávarútvegsfyrirtæki að breyta rekstrinum. „Auðvitað mun þetta taka ákveðinn tíma að raungerast. Menn snúa ekkert íslenskum sjávarútvegi í níutíu gráður. Það mun taka tíma fyrir greinina að aðlaga sig að þessu,“ segir Gunnþór.
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira