Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Bjarki Sigurðsson skrifar 31. ágúst 2025 12:27 Gunnþór Ingvason er formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Vísir/Arnar Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gerir ráð fyrir að fleiri fyrirtæki þurfi að ráðast í uppsagnir á næstunni vegna hækkunar veiðigjalda, líkt og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum gerði fyrir helgi. Mikilvægt sé að halda fiskvinnslunum hér á landi. Vinnslustöðin sagði upp fimmtíu starfsmönnum á föstudag og lokaði fiskvinnslunni Leo Seafood. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, sagði uppsagnirnar tilkomnar vegna hækkana á launakostnaði og sterkri krónu, en að hærri veiðigjöld hafi síðan að lokum gert útslagið. Veiðigjöldin gert útslagið Gunnþór Ingvason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir þetta ekki eiga að koma á óvart. „Það var varað við þessu á vormánuðum að það væri verið að minnka samkeppnishæfni og menn myndu þurfa að bregðast við. Þarna eru að raungerast fyrstu stóru aðgerðirnar vegna breytinganna. Auðvitað er margt annað en veiðigjöldin, margir kostnaðarliðir hafa verið hækka gríðarlega mikið og svo er óvissa á mörkuðum. Veiðigjöldin koma ofan á þetta allt saman,“ segir Gunnþór. Vill halda fiskvinnslunni innanlands Ekki sé hægt að hækka verð á fisknum þar sem fyrirtækin séu í alþjóðlegri samkeppni, og markaðinum alveg sama um skattahækkanir á Íslandi. Þá vonast hann til þess að fiskvinnslurnar flytji ekki erlendis. „Það er einfaldlega þannig að samkeppnishæfni innanlands vinnslunnar er töluvert skert miðað við vinnslur til dæmis í Póllandi og Hollandi. Enda erum við að sjá þær mjög stórtækar í kaupum á íslenskum fiskmörkuðum. Það getur alveg raungerst, en ég tel það skaðlegt fyrir íslenskan sjávarútveg, íslenskan fisk og íslenska þjóð. Ég held við þurfum að hafa samkeppnisumhverfi og umgjörð greinarinnar á Íslandi það sterka að hún standist alþjóðlega samkeppni og við getum þá unnið þennan fisk á heimavelli,“ segir Gunnþór. Þurfa að aðlagast Nú þurfi íslensk sjávarútvegsfyrirtæki að breyta rekstrinum. „Auðvitað mun þetta taka ákveðinn tíma að raungerast. Menn snúa ekkert íslenskum sjávarútvegi í níutíu gráður. Það mun taka tíma fyrir greinina að aðlaga sig að þessu,“ segir Gunnþór. Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Vinnslustöðin sagði upp fimmtíu starfsmönnum á föstudag og lokaði fiskvinnslunni Leo Seafood. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, sagði uppsagnirnar tilkomnar vegna hækkana á launakostnaði og sterkri krónu, en að hærri veiðigjöld hafi síðan að lokum gert útslagið. Veiðigjöldin gert útslagið Gunnþór Ingvason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir þetta ekki eiga að koma á óvart. „Það var varað við þessu á vormánuðum að það væri verið að minnka samkeppnishæfni og menn myndu þurfa að bregðast við. Þarna eru að raungerast fyrstu stóru aðgerðirnar vegna breytinganna. Auðvitað er margt annað en veiðigjöldin, margir kostnaðarliðir hafa verið hækka gríðarlega mikið og svo er óvissa á mörkuðum. Veiðigjöldin koma ofan á þetta allt saman,“ segir Gunnþór. Vill halda fiskvinnslunni innanlands Ekki sé hægt að hækka verð á fisknum þar sem fyrirtækin séu í alþjóðlegri samkeppni, og markaðinum alveg sama um skattahækkanir á Íslandi. Þá vonast hann til þess að fiskvinnslurnar flytji ekki erlendis. „Það er einfaldlega þannig að samkeppnishæfni innanlands vinnslunnar er töluvert skert miðað við vinnslur til dæmis í Póllandi og Hollandi. Enda erum við að sjá þær mjög stórtækar í kaupum á íslenskum fiskmörkuðum. Það getur alveg raungerst, en ég tel það skaðlegt fyrir íslenskan sjávarútveg, íslenskan fisk og íslenska þjóð. Ég held við þurfum að hafa samkeppnisumhverfi og umgjörð greinarinnar á Íslandi það sterka að hún standist alþjóðlega samkeppni og við getum þá unnið þennan fisk á heimavelli,“ segir Gunnþór. Þurfa að aðlagast Nú þurfi íslensk sjávarútvegsfyrirtæki að breyta rekstrinum. „Auðvitað mun þetta taka ákveðinn tíma að raungerast. Menn snúa ekkert íslenskum sjávarútvegi í níutíu gráður. Það mun taka tíma fyrir greinina að aðlaga sig að þessu,“ segir Gunnþór.
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira