Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Bjarki Sigurðsson skrifar 31. ágúst 2025 12:27 Gunnþór Ingvason er formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Vísir/Arnar Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gerir ráð fyrir að fleiri fyrirtæki þurfi að ráðast í uppsagnir á næstunni vegna hækkunar veiðigjalda, líkt og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum gerði fyrir helgi. Mikilvægt sé að halda fiskvinnslunum hér á landi. Vinnslustöðin sagði upp fimmtíu starfsmönnum á föstudag og lokaði fiskvinnslunni Leo Seafood. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, sagði uppsagnirnar tilkomnar vegna hækkana á launakostnaði og sterkri krónu, en að hærri veiðigjöld hafi síðan að lokum gert útslagið. Veiðigjöldin gert útslagið Gunnþór Ingvason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir þetta ekki eiga að koma á óvart. „Það var varað við þessu á vormánuðum að það væri verið að minnka samkeppnishæfni og menn myndu þurfa að bregðast við. Þarna eru að raungerast fyrstu stóru aðgerðirnar vegna breytinganna. Auðvitað er margt annað en veiðigjöldin, margir kostnaðarliðir hafa verið hækka gríðarlega mikið og svo er óvissa á mörkuðum. Veiðigjöldin koma ofan á þetta allt saman,“ segir Gunnþór. Vill halda fiskvinnslunni innanlands Ekki sé hægt að hækka verð á fisknum þar sem fyrirtækin séu í alþjóðlegri samkeppni, og markaðinum alveg sama um skattahækkanir á Íslandi. Þá vonast hann til þess að fiskvinnslurnar flytji ekki erlendis. „Það er einfaldlega þannig að samkeppnishæfni innanlands vinnslunnar er töluvert skert miðað við vinnslur til dæmis í Póllandi og Hollandi. Enda erum við að sjá þær mjög stórtækar í kaupum á íslenskum fiskmörkuðum. Það getur alveg raungerst, en ég tel það skaðlegt fyrir íslenskan sjávarútveg, íslenskan fisk og íslenska þjóð. Ég held við þurfum að hafa samkeppnisumhverfi og umgjörð greinarinnar á Íslandi það sterka að hún standist alþjóðlega samkeppni og við getum þá unnið þennan fisk á heimavelli,“ segir Gunnþór. Þurfa að aðlagast Nú þurfi íslensk sjávarútvegsfyrirtæki að breyta rekstrinum. „Auðvitað mun þetta taka ákveðinn tíma að raungerast. Menn snúa ekkert íslenskum sjávarútvegi í níutíu gráður. Það mun taka tíma fyrir greinina að aðlaga sig að þessu,“ segir Gunnþór. Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Mest lesið Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Fréttamaður spreytir sig á græjunni sem allir eru að tala um Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Hugmyndir um spilavíti á Hilton Reykjavík Nordica urðu að engu Viðskipti innlent Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Viðskipti innlent Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Fleiri fréttir Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Sjá meira
Vinnslustöðin sagði upp fimmtíu starfsmönnum á föstudag og lokaði fiskvinnslunni Leo Seafood. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, sagði uppsagnirnar tilkomnar vegna hækkana á launakostnaði og sterkri krónu, en að hærri veiðigjöld hafi síðan að lokum gert útslagið. Veiðigjöldin gert útslagið Gunnþór Ingvason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir þetta ekki eiga að koma á óvart. „Það var varað við þessu á vormánuðum að það væri verið að minnka samkeppnishæfni og menn myndu þurfa að bregðast við. Þarna eru að raungerast fyrstu stóru aðgerðirnar vegna breytinganna. Auðvitað er margt annað en veiðigjöldin, margir kostnaðarliðir hafa verið hækka gríðarlega mikið og svo er óvissa á mörkuðum. Veiðigjöldin koma ofan á þetta allt saman,“ segir Gunnþór. Vill halda fiskvinnslunni innanlands Ekki sé hægt að hækka verð á fisknum þar sem fyrirtækin séu í alþjóðlegri samkeppni, og markaðinum alveg sama um skattahækkanir á Íslandi. Þá vonast hann til þess að fiskvinnslurnar flytji ekki erlendis. „Það er einfaldlega þannig að samkeppnishæfni innanlands vinnslunnar er töluvert skert miðað við vinnslur til dæmis í Póllandi og Hollandi. Enda erum við að sjá þær mjög stórtækar í kaupum á íslenskum fiskmörkuðum. Það getur alveg raungerst, en ég tel það skaðlegt fyrir íslenskan sjávarútveg, íslenskan fisk og íslenska þjóð. Ég held við þurfum að hafa samkeppnisumhverfi og umgjörð greinarinnar á Íslandi það sterka að hún standist alþjóðlega samkeppni og við getum þá unnið þennan fisk á heimavelli,“ segir Gunnþór. Þurfa að aðlagast Nú þurfi íslensk sjávarútvegsfyrirtæki að breyta rekstrinum. „Auðvitað mun þetta taka ákveðinn tíma að raungerast. Menn snúa ekkert íslenskum sjávarútvegi í níutíu gráður. Það mun taka tíma fyrir greinina að aðlaga sig að þessu,“ segir Gunnþór.
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Mest lesið Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Fréttamaður spreytir sig á græjunni sem allir eru að tala um Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Hugmyndir um spilavíti á Hilton Reykjavík Nordica urðu að engu Viðskipti innlent Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Viðskipti innlent Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Fleiri fréttir Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Sjá meira