Viðskipti innlent

Þorbirna og Ævar til Páls­son

Samúel Karl Ólason skrifar
Þorbirna Mýrdal og Ævar Örn Jóhannsson.
Þorbirna Mýrdal og Ævar Örn Jóhannsson.

Þau Þorbirna Mýrdal og Ævar Örn Jóhansson hafa gengið til liðs við Pálsson fasteignasölu.

Samkvæmt tilkynningu hefur Þorbirna víðtæka reynslu hjá leiðandi alþjóðafyrirtækjum með áherslu á framúrskarandi þjónustu. Hún hefur meðal annars starfað sem flugliði hjá virtum flugfélögum og búið í borgum á borð við New York, Oslo og Dubai. Hún lauk námi til löggildingar fasteignasala vorið 2024 og hefur tveggja ára reynslu í fasteignaviðskiptum. Þorbirna stundar jafnframt BA nám í viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst og fagnar því að takast á við ný verkefni með teymi Pálssonar fasteignasölu.

Ævar Jóhanns útskrifaðist sem fasteigna- og skipasali með fyrstu einkunn, vorið 2024 úr EHÍ. Hefur starfað síðastliðin 2 ár sem fasteignasali við góðan orðstír. Ævar er með stúdentspróf frá Menntaskólanum að Laugarvatni og sveinspróf úr Tækniskólanum. Býr yfir áratuga reynslu úr byggingariðnaði og er eigandi HE Trixma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×