Sport

„Höfum vaxið með hverjum leik“

Edin Terzić, þjálfari Borussia Dortmund, var eðlilega svífandi um á bleiku skýi þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir 1-0 sigur sinna manna í París. Dortmund lagði París Saint-Germain samanlagt 2-0 í einvígi liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti

Dort­mund í úr­slit eftir sigur í París

Borussia Dortmund gerði sér lítið fyrir og sló París Saint-Germain út í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dortmund, sem situr í 5. sæti heima fyrir, vann báða leikina gegn verðandi Frakklandsmeisturum PSG 1-0 og einvígið þar með 2-0. 

Fótbolti

„Bara að fara heim og hitta mömmu“

„Það er alltaf gott að koma heim og hitta strákana. Við erum búnir að vera lengi saman sem lið og þekkjumst orðið mjög vel. Það er bara gaman, fjör og skemmtileg tilbreyting á tímabilinu að koma og hitta landsliðið,“ segir landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson sem er í hópi Íslands sem mætir Eistlandi á morgun.

Handbolti

„Tveir Víkingar? Ég er bara hissa“

Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson voru ekki alveg sammála þegar kom að valinu á úrvalsliði aprílmánaðar í Bestu deild karla í fótbolta, en þeir kynntu liðin sín í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld.

Íslenski boltinn

Adam hundfúll og Arnar beint í símann

Stöð 2 Sport náði myndum af því þegar þeir Adam Ægir Pálsson og Arnar Grétarsson mættu í búningsklefann á Kópavogsvelli í kjölfarið af því að þeim hafði báðum verið sýndur reisupassinn í leik Vals við Breiðablik.

Íslenski boltinn

Napoli í kapp­hlaupið um Albert

Napoli hefur blandað sér í slaginn um Albert Guðmundsson, landsliðsmann í fótbolta, sem er eftirsóttur af bestu liðum Ítalíu eftir stórkostlega leiktíð með Genoa.

Fótbolti

Gat ekki staðið upp til að taka við bikarnum

Mari Järsk gat ekki staðið upp í kvöld til að taka við verðlaunum sem sigurvegari Bakgarðshlaupsins í ár. Mari vann hlaupið eftir að hafa lokið 57 hringjum. Mari sagði fætur hennar hafa bólgnað svo upp eftir hlaupin að hún gæti ekki staðið upp.

Sport