Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2025 11:00 Erin McLeod er hér með Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur en Ali Riley sér um regnhlífina fyrir stjörnuparið. Getty/ Jeremy Reper Kanadíski markvörðurinn Erin McLeod hefur þurft að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla sinna. Hún lék um tíma með Stjörnunni en endaði feril sinn með heimaliði sínu í Hailifax Tides. McLeod er goðsögn í kanadískum fótbolta og vann meðal annars Ólympíugull í Tókýó 2020 og Ólympíubrons í London 2012. Hún lék alls 119 landsleiki fyrir Kanada frá 2002 til 2021. McLeod er líka þekkt hér á landi fyrir að verða eiginkona íslensku landsliðsgoðsagnarinnar Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur. Því miður voru það meiðsli sem komu í veg fyrir að McLeod gæti kvatt fótboltann á sínum forsendum. Hún kvaddi með tárin í augunum þegar hún lét vita af ákvörðun sinni í samtali við kanadísku sjónvarpsstöðina CBC Sports. „Það sem hefur verið það fallegasta við þetta er að geta komið aftur heim,“ sagði Erin McLeod. Hún skipti í Halifax Tides úr Stjörnunni þar sem Gunnhildur Yrsa fékk áður tækifæri til að kveðja boltann með sínu uppeldisfélagi. McLeod hefur haft mikil áhrif á marga enda skemmtileg týpa og markvörður í fremstu röð í langan tíma. „Að fá fólk til mín, sem er jafnvel á sama aldri og ég en yngri líka, og þau segja mér að þau hafi byrjað að æfa mark vegna mín. Það skiptir mig miklu máli,“ sagði McLeod og barðist við tárin. „Ég hef líka fengið mikla ást úr hinsegin samfélaginu og það þótt að ég hafi ekki vitað það sjálf að ég væri samkynhneigð þegar ég var með hanakambinn minn,“ sagði McLeod. „Ég veit að ég hjálpaði mörgum til að líða betur í eigin skinni en þetta hefur verið bardagi. Ég held samt að flestir glími við það að vera óyggjandi þau sjálf stóran hluta lífsins,“ sagði McLeod sem hefur haft góð áhrif á löngum og glæsilegum ferli. „Að vita það að fólk hafi horft á mig reyna að gera mitt besta á hverjum degi en um leið sjá mig reyna að vera besta útgáfan af mér sjálfri. Ég er mjög þakklát fyrir það,“ sagði McLeod. Það má sjá brot úr viðtalinu með því að smella hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CBC Sports (@cbc.sports) Bandaríski fótboltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Sjá meira
McLeod er goðsögn í kanadískum fótbolta og vann meðal annars Ólympíugull í Tókýó 2020 og Ólympíubrons í London 2012. Hún lék alls 119 landsleiki fyrir Kanada frá 2002 til 2021. McLeod er líka þekkt hér á landi fyrir að verða eiginkona íslensku landsliðsgoðsagnarinnar Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur. Því miður voru það meiðsli sem komu í veg fyrir að McLeod gæti kvatt fótboltann á sínum forsendum. Hún kvaddi með tárin í augunum þegar hún lét vita af ákvörðun sinni í samtali við kanadísku sjónvarpsstöðina CBC Sports. „Það sem hefur verið það fallegasta við þetta er að geta komið aftur heim,“ sagði Erin McLeod. Hún skipti í Halifax Tides úr Stjörnunni þar sem Gunnhildur Yrsa fékk áður tækifæri til að kveðja boltann með sínu uppeldisfélagi. McLeod hefur haft mikil áhrif á marga enda skemmtileg týpa og markvörður í fremstu röð í langan tíma. „Að fá fólk til mín, sem er jafnvel á sama aldri og ég en yngri líka, og þau segja mér að þau hafi byrjað að æfa mark vegna mín. Það skiptir mig miklu máli,“ sagði McLeod og barðist við tárin. „Ég hef líka fengið mikla ást úr hinsegin samfélaginu og það þótt að ég hafi ekki vitað það sjálf að ég væri samkynhneigð þegar ég var með hanakambinn minn,“ sagði McLeod. „Ég veit að ég hjálpaði mörgum til að líða betur í eigin skinni en þetta hefur verið bardagi. Ég held samt að flestir glími við það að vera óyggjandi þau sjálf stóran hluta lífsins,“ sagði McLeod sem hefur haft góð áhrif á löngum og glæsilegum ferli. „Að vita það að fólk hafi horft á mig reyna að gera mitt besta á hverjum degi en um leið sjá mig reyna að vera besta útgáfan af mér sjálfri. Ég er mjög þakklát fyrir það,“ sagði McLeod. Það má sjá brot úr viðtalinu með því að smella hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CBC Sports (@cbc.sports)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Sjá meira