Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2025 21:17 Guardiola ræðir við Donnarumma í janúar á þessu ári. Rico Brouwer/Soccrates/Getty Images Það var ekki fyrr en löngu eftir að félagaskiptaglugganum var formlega lokað sem fréttir bárust að skipti þeirra Ederson og Gianluigi Donnarumma hefðu farið í gegn. Segja má að um sé að ræða markvarðaskipti sem marki þáttaskil í ferli Pep Guardiola, þjálfara Manhester City. Það var orðið löngu ljóst að Donnarumma, sem átti hvað stærstan þátt í því að París Saint-Germain stóð uppi sem Evrópumeistari síðasta vor, væri fáanlegur á spottprís. Á sama tíma virtist tími Ederson hjá Man City á enda. Ederson er nú farinn til Tyrklands og Donnarumma er mættur til Manchester-borgar. Það sem vekur ef til vill hvað mesta athygli er að Donnarumma er í raun andstæðan við James Trafford, markvörð sem City festi kaup á fyrr í sumar. 🆕🇮🇹🧤 pic.twitter.com/O0ohyI5BBa— Manchester City (@ManCity) September 2, 2025 Á vef BBC, breska ríkisútvarpsins, er samantekt þar sem farið er yfir leikstíl Ederson og svo Donnarumma. Þar segir markvörðurinn fyrrverandi Peter Schmeichel meðal annars að lið hafi hætt að pressa Ederson þar sem hann gat bæði spilað sig út úr pressunni með stuttum, en hnitmiðuðum sendingum, eða einfaldlega með rakettum fram völlinn. Er það ástæðan fyrir því að hann lagði upp sjö mörk á tíma sínum hjá Man City. Ederson hefur í raun verið hinn fullkomni markvörður fyrir Pep sem gat ekki beðið eftir að losa sig við Joe Hart þegar hann tók fyrst við Man City. Donnarumma er enginn Hart, hann er ljósárum betri. Þessi hávaxni Ítali verður hins vegar seint sagður vera frábær með boltann við fætur sér. Það vekur því mikla athygli að Man City hafi sótt Ítalann þar sem Trafford, sem er alinn upp hjá félaginu, er talinn með betri markvörðum ensku úrvalsdeildarinnar þegar kemur að því að spila út frá marki. Það gæti því verið að Guardiola og þjálfarateymi hans þurfi að finna leið til að einfalda uppspil sitt frá markverði til að Donnarumma blómstri. Takist þeim það er aldrei að vita nema City endurtaki leikinn frá því 2023 þegar liðið vann þrennuna. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Það var orðið löngu ljóst að Donnarumma, sem átti hvað stærstan þátt í því að París Saint-Germain stóð uppi sem Evrópumeistari síðasta vor, væri fáanlegur á spottprís. Á sama tíma virtist tími Ederson hjá Man City á enda. Ederson er nú farinn til Tyrklands og Donnarumma er mættur til Manchester-borgar. Það sem vekur ef til vill hvað mesta athygli er að Donnarumma er í raun andstæðan við James Trafford, markvörð sem City festi kaup á fyrr í sumar. 🆕🇮🇹🧤 pic.twitter.com/O0ohyI5BBa— Manchester City (@ManCity) September 2, 2025 Á vef BBC, breska ríkisútvarpsins, er samantekt þar sem farið er yfir leikstíl Ederson og svo Donnarumma. Þar segir markvörðurinn fyrrverandi Peter Schmeichel meðal annars að lið hafi hætt að pressa Ederson þar sem hann gat bæði spilað sig út úr pressunni með stuttum, en hnitmiðuðum sendingum, eða einfaldlega með rakettum fram völlinn. Er það ástæðan fyrir því að hann lagði upp sjö mörk á tíma sínum hjá Man City. Ederson hefur í raun verið hinn fullkomni markvörður fyrir Pep sem gat ekki beðið eftir að losa sig við Joe Hart þegar hann tók fyrst við Man City. Donnarumma er enginn Hart, hann er ljósárum betri. Þessi hávaxni Ítali verður hins vegar seint sagður vera frábær með boltann við fætur sér. Það vekur því mikla athygli að Man City hafi sótt Ítalann þar sem Trafford, sem er alinn upp hjá félaginu, er talinn með betri markvörðum ensku úrvalsdeildarinnar þegar kemur að því að spila út frá marki. Það gæti því verið að Guardiola og þjálfarateymi hans þurfi að finna leið til að einfalda uppspil sitt frá markverði til að Donnarumma blómstri. Takist þeim það er aldrei að vita nema City endurtaki leikinn frá því 2023 þegar liðið vann þrennuna.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira