Sport

Andri Lucas á leið til Belgíu

Landsliðsframherjinn Andri Lucas Guðjohnsen virðist vera á leið til Belgíu ef marka má nýjustu fregnir frá Danmörku þar sem hann spilar nú. Gangi skiptin eftir þá verður hann dýrasti leikmaður sem Lyngby selur frá upphafi.

Fótbolti

„Þeir þurfa að vera heilir til að fá að spila“

Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson voru ekki valdir í landsliðshóp Íslands fyrir komandi vináttuleiki. Aron gaf ekki kost á sér vegna meiðsla. Gylfi og þjálfarinn Åge Hareide sammæltust um að hann þyrfti lengri tíma til að koma sér í sitt besta stand. 

Fótbolti

Titill undir og spennan mikil

Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, segir spennuna meiri en stressið fyrir leik liðsins við Njarðvík í úrslitaeinvígi kvenna í körfubolta í kvöld. Keflavík verður Íslandsmeistari með sigri.

Körfubolti

„Reglurnar hjá KSÍ eru skýrar“

Åge Hareide kynnti í morgun landsliðshóp Íslands sem mætir Englandi föstudaginn 7. júní á Wembley og Hollandi mánudaginn 10. júní á De Kuip. Albert Guðmundsson er ekki í hópnum og Hareide staðfestir að hann hafi ekki haft heimild til að velja Albert.

Fótbolti

Landsliðskonum fjölgar hjá Val

Línumaðurinn Elísa Elíasdóttir hefur gengið til liðs við kvennalið Vals í handbolta og skrifað undir þriggja ára samning. Hún kemur til liðsins frá ÍBV.

Handbolti

Davíð Snorri nýr aðstoðarlandsliðsþjálfari

Davíð Snorri Jónasson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla í fótbolta í stað Jóhannes Karls Guðjónssonar. Davíð hefur þjálfað yngri landslið Íslands undanfarin ár, nú nýlegast u21 árs landsliðið. 

Fótbolti

Ekki nægur meiri­hluti fyrir breytingu á merki Þróttar

Ekki náðist nægur meirihluti fyrir því að gera breytingar á merki Knattspyrnufélagsins Þróttar á aðalfundi félagsins sem fram fór í gær. Meirihluti greiddi atkvæði með tillögunni en ekki náðist aukinn meirihluti líkt og hefði þurft til. Merkið félagsins mun því haldast óbreytt.

Sport

Kurr í hlaupaheiminum vegna ó­vissu með Reykja­víkur­mara­þonið

Óvíst er hvort keppendur í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar fái tíma sína staðfesta af Frjálsíþróttasambandi Íslands. Deilur standa yfir milli skipuleggjenda og þeirra sem hafa séð um dómgæslu hlaupsins. Engin lausn virðist í sjónmáli og aðilar málsins eru meira að segja ósammála um hvar ágreiningurinn liggur.

Sport

Ó­trú­legur við­snúningur Lyon

Framan af nýlokinni leiktíð stefndi allt í að Lyon myndi falla úr frönsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Fjárhirslur félagsins hafa séð betri daga og virtist það vera ná til leikmanna liðsins sem voru í fallsæti í desember.

Fótbolti