„Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. september 2025 23:02 Enzo Maresca, og Ruben Amorim, í leik Chelsea og Manchester United á Old Trafford. EPA/PETER POWELL Enzo Maresca, þjálfari Chelsea, útskýrði af hverju hann gerði tvær skiptingar frekar en eina eftir að markvörður hans fékk rautt spjald snemma leiks á Old Trafford. Chelsea mátti þola 2-1 tap gegn Manchester United á Old Trafford. Bláliðar hafa ekki unnið deildarleik þar síðan árið 2013. Tapið skrifast að mörgu leyti á Robert Sánchez markvörð sem fékk rautt spjald í upphafi leiks. „Rauða spjaldið breytti leiknum eftir aðeins þrjár mínútur. Eftir rauða spjaldið sem þeir fengu vorum við 10 á 10. Það breytti leiknum fyrir okkur. Við hefðum þurft að byrja betur.“ Casemiro fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í liði Man United undir lok fyrri hálfleiks. Þá var staðan þegar orðin 2-0 Rauðu djöflunum í vil. „Þetta er rautt spjald en við hefðum átt að fá vítaspyrnu fyrir brotið á João Pedro,“ sagði Maresca nokkuð súr áður en hann útskýrði skiptingar sínar. „Þeir sækja á fimm leikmönnum svo hugmyndin var að verjast með fimm menn. Þú getur varist með fjóra þegar það eru 11 á móti 11. Leikurinn breyttist aftur eftir rauða spjaldið hans Casemiro. Við vorum miklu betri.“ Cole Palmer var tekinn af velli í fyrri hálfleik. „Hann fór í próf í morgun til að athuga hvort hann gæti spilað, hann var ekki 100 prósent klár. Hann lagði mikið á sig fyrir félagið, fyrir liðsfélagana, fyrir liðið. Því miður var hann ekki 100 prósent klár.“ Cole Palmer went down the tunnel after he was subbed off in the 20th minute.Palmer, Neto and Estêvão were all subbed off after Chelsea went a man down four minutes into the match following Sanchez's red card. pic.twitter.com/DWoeEUkHL1— ESPN FC (@ESPNFC) September 20, 2025 „Við þurfum að byrja leiki betur. Við getum ekki fengið rautt spjald á Old Trafford eftir þrjár mínútur.“ Chelsea er með 8 stig í 6. sæti eftir fimm umferðir. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Fleiri fréttir Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Sjá meira
Chelsea mátti þola 2-1 tap gegn Manchester United á Old Trafford. Bláliðar hafa ekki unnið deildarleik þar síðan árið 2013. Tapið skrifast að mörgu leyti á Robert Sánchez markvörð sem fékk rautt spjald í upphafi leiks. „Rauða spjaldið breytti leiknum eftir aðeins þrjár mínútur. Eftir rauða spjaldið sem þeir fengu vorum við 10 á 10. Það breytti leiknum fyrir okkur. Við hefðum þurft að byrja betur.“ Casemiro fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í liði Man United undir lok fyrri hálfleiks. Þá var staðan þegar orðin 2-0 Rauðu djöflunum í vil. „Þetta er rautt spjald en við hefðum átt að fá vítaspyrnu fyrir brotið á João Pedro,“ sagði Maresca nokkuð súr áður en hann útskýrði skiptingar sínar. „Þeir sækja á fimm leikmönnum svo hugmyndin var að verjast með fimm menn. Þú getur varist með fjóra þegar það eru 11 á móti 11. Leikurinn breyttist aftur eftir rauða spjaldið hans Casemiro. Við vorum miklu betri.“ Cole Palmer var tekinn af velli í fyrri hálfleik. „Hann fór í próf í morgun til að athuga hvort hann gæti spilað, hann var ekki 100 prósent klár. Hann lagði mikið á sig fyrir félagið, fyrir liðsfélagana, fyrir liðið. Því miður var hann ekki 100 prósent klár.“ Cole Palmer went down the tunnel after he was subbed off in the 20th minute.Palmer, Neto and Estêvão were all subbed off after Chelsea went a man down four minutes into the match following Sanchez's red card. pic.twitter.com/DWoeEUkHL1— ESPN FC (@ESPNFC) September 20, 2025 „Við þurfum að byrja leiki betur. Við getum ekki fengið rautt spjald á Old Trafford eftir þrjár mínútur.“ Chelsea er með 8 stig í 6. sæti eftir fimm umferðir.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Fleiri fréttir Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Sjá meira