Formúla 1

Ver­stappen á rá­spól eftir skraut­lega tíma­töku

Siggeir Ævarsson skrifar
Max Verstappen verður á ráspól á morgun. Þeir  driver Carlos Sainz Jr og Liam Lawson ræsa í næstir á eftir honum.
Max Verstappen verður á ráspól á morgun. Þeir driver Carlos Sainz Jr og Liam Lawson ræsa í næstir á eftir honum. EPA/ALI HAIDER

Max Verstappen ræsir fyrstur í Formúlu 1 keppninni í Baku á morgun eftir ansi skrautlega tímatöku í dag en alls fór rauða flaggið sex sinnum á loft.

Þeir Lando Norris og Oscar Piastri, ökumenn McLaren, áttu ekki góðan dag eftir að hafa verið hraðir á æfingum morgunsins. Piastri lenti í árekstri og Norris náði ekki að keyra nógu hraðan hring eftir að keppnin fór aftur af stað. Þeir munu því ræsa í sjöunda og níunda sæti.

Það gekk eins og áður sagði ýmislegt á í þessari tímatöku en aldrei áður hefur þurft að flagga rauða fánanum jafnt oft í Formúlu 1.

Það var hvasst í Baku í dag og undir lok tímatökunnar fór að rigna sem hafði eflaust áhrif á hvernig ökumenn luku keppni enda mikil vísindi á bakvið hvaða dekk á að nota hverju sinni og þá hefur hvert lið einnig aðeins úr ákveðnum fjölda dekkja að spila hverju sinni.

Verstappen er nú í kjörstöðu til að saxa á forskot McLaren ökumannanna á toppnum en hann er í þriðja sæti, 94 stigum á eftir Piastri. McLaren hefur svo afgerandi forskot í keppni bílasmiða með 617 stig, rúmum 400 stigum á undan Ferrari sem koma næstir með 280 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×