Sport

Þor­­steinn kynnti Banda­ríkjafarana

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Ólympíumeisturum Bandaríkjanna í vináttulandsleikjum ytra síðar í þessum mánuði. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari kynnti val sitt á landsliðshópnum og svaraði spurningum fjölmiðla á blaðamannafundi í dag.

Fótbolti

Draumur að rætast hjá bræðrunum

Bræðurnir Brynjólfur og Willum Þór Willumssynir eru báðir í landsliðshópi Íslands fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni. Draumurinn er að fá að spila saman fyrir íslenska landsliðið.

Fótbolti

Fé­lögunum refsað en Jackson sleppur

Enska knattspyrnusambandið hefur ákært Chelsea og Nottingham Forest fyrir að hafa ekki stjórn á leikmönnum sínum í leik liðanna síðasta sunnudag. Einstakir aðilar málsins eru ekki ávíttir en félögin eiga von á sekt.

Enski boltinn

„Ég veit að næsta lyftingaræfing verður öflug hjá þeim“

FH tapaði með sjö marka mun, 37-30 gegn Toulouse, í fyrstu umferð Evrópukeppninnar. Sigursteinn Arndal, þjálfari liðsins, var ánægður með frammistöðuna í fjarveru lykilmanna. Hann segir getustigið hátt en FH sé í góðum séns og því mikilvægt að liðið njóti góðs stuðnings í næsta heimaleik eftir viku. 

Handbolti

„Aðal­munurinn hvernig líkam­legir burðir eru“

Jóhannes Berg Andrason skoraði átta mörk og var markahæsti leikmaður FH í 37-30 tapi gegn Fenix Toulouse í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar. Hann segir FH hafa spilað vel í fjarveru lykilleikmanna og hlakkar til að taka á móti franska liðinu í Kaplakrika.

Handbolti