Handbolti

Andri Már tryggði liði sínu jafn­tefli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andri Már Rúnarsson skoraði sjö mörk í kvöld.
Andri Már Rúnarsson skoraði sjö mörk í kvöld. Getty/Jan Woitas

Andri Már Rúnarsson og félagar í Erlangen gerðu jafntefli við Stuttgart í þýsku Bundesligunni í handbolta í kvöld.

Leikurinn endaði 24-24 en það var einmitt Andri Már sem skoraði jöfnunarmarkið á síðustu sekúndu leiksins.

Andri var bæði markahæstur og stoðsendingahæstur í sínu liði. Hann skoraði sjö mörk og gaf tvær stoðsendingar.

Stuttgart var 10-5 yfir í hálfleik en Andri og félagar unnu sig inn í leikinn í síðari hálfleik og náðu í stig.

Andri lék mjög vel í seinni hálfleiknum og fór þá fyrir liði sínu.

Erlangen er í tólfta sæti deildarinnar með 11 stig í 14 leikjum. Stuttgart er í fjórtánda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×