Sport

Ís­land og Noregur mætast á IceBox í kvöld

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Davíð Rúnar Bjarnason er maðurinn á bak við IceBox og hann mun afhenda einhverjum þetta glæsilega belti í lok kvöldsins.
Davíð Rúnar Bjarnason er maðurinn á bak við IceBox og hann mun afhenda einhverjum þetta glæsilega belti í lok kvöldsins. vísir/sigurjón

Hið frábæra hnefaleikakvöld, IceBox, fer fram í Kaplakrika í kvöld en þetta er í níunda sinn sem IceBox er haldið.

Hnefaleikakvöldið hefur verið vettvangur fyrir bestu boxara landsins til þess að sýna sig og hefur oftar en ekki verið boðið til veislu. Krikinn er alltaf kjaftfullur og stemningin mögnuð.

Að þessu sinni munu hnefaleikakappar frá Íslandi og Noregi mætast í flestum bardögunum en alls eru sjö bardagar á dagskránni.

Upphitunarbardagar hefjast klukkan 19.00 og verða þeir í beinni á Vísi og Sýn Sport.

Aðalhluti kvöldsins hefst aftur á móti klukkan 20.30 og verður hann í beinni útsendingu á Sýn Sport.

Hægt er að kaupa stakan viðburð í myndlyklum Sýnar og Símans og einnig á vefsíðu Livey.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×