Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Will Ferrell vakti mikla lukku á leik Los Angeles Kings við Tampa Bay Lightning í NHL-deildinni í íshokkí vestanhafs í gær. Sport 2.1.2026 16:17
Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið New England Patriots spila síðasta leik venjulega tímabilsins í NFL deildinni á sunnudag en tveir leikmenn liðsins, Christian Barmore og Stefon Diggs, hafa nýlega verið ákærðir fyrir ofbeldi. Kærasta hins síðarnefnda, poppstjarnan Cardi B, hefur komið sínum manni til varna. Sport 2.1.2026 15:30
„Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Liverpool vildi fá vítaspyrnu snemma leiks gegn Leeds í gær þegar rifið var í framherjann Hugo Ekitike. Enski boltinn 2.1.2026 14:46
Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Hinn 23 ára gamli Gian van Veen tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitunum í fyrsta sinn á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Sport 1.1.2026 21:41
Metár fyrir danskt íþróttafólk Danir höfðu margt til monta sig af þegar kemur að nýloknu íþróttaári. 2025 var nefnilega metár í dönskum verðlaunum í íþróttum. Sport 1.1.2026 21:30
Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Hollenski skautahlauparinn Jutta Leerdam fékk frábærar fréttir á fyrsta degi nýs árs. Sport 1.1.2026 21:02
Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin Heimsmeistarinn Luke Littler tryggði sér sæti í undanúrslitum og leik á móti Ryan Searle með afar léttum og sannfærandi sigri á Krzysztof Ratajski í átta manna úrslitunum á heimsmeistaramótinu í pílukasti í kvöld. Sport 1.1.2026 20:17
„Mjög svekkjandi“ Liverpool náði ekki að skora í fyrsta leiknum sínum á nýju ári og gerði markalaust jafntefli við Leeds United á Anfield. Enski boltinn 1.1.2026 19:57
Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Liam Rosenior, knattspyrnustjóri franska liðsins Strassborg, er talinn líklegastur til að taka við starfi Enzo Maresca hjá Chelsea. Enski boltinn 1.1.2026 19:52
Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Crystal Palace og Fulham byrjuðu nýtt ár með að gera 1-1 jafntefli í hörku Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni á Selhurst Park í dag. Enski boltinn 1.1.2026 19:29
Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Liverpool náði ekki að halda sigurgöngu sinni áfram á nýju ári því Liverpool og Leeds gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni á Anfield í dag. Enski boltinn 1.1.2026 16:19
Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Topplið ensku úrvalsdeildarinnar slapp heldur betur með skrekkinn á dögunum í naumum sigri og dómaramatsnefndin fræga hefur nú komist að því að Arsenal græddi á mistökum dómara og myndbandsdómara. Enski boltinn 1.1.2026 19:02
Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Norski skákmaðurinn Magnus Carlsen fagnaði tvöföldum sigri á heimsmeistaramótinu í hrað- og atskák á milli jóla og nýárs. Hegðun hans stal þó mörgum fyrirsögnum á mótinu og öðrum skákmönnum finnst hann komast upp með of mikið. Sport 1.1.2026 18:31
Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Jean-Philippe Mateta skoraði fyrsta mark ensku úrvalsdeildarinnar árið 2026. Enski boltinn 1.1.2026 18:17
Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Unai Emery knattspyrnustjóri Aston Villa neitaði því að hafa sniðgengið Mikel Arteta, stjóra Arsenal, eftir leik Aston Villa og toppliðs ensku úrvalsdeildarinnar á Emirates-leikvanginum. Enski boltinn 1.1.2026 18:02
Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Íslendingaliðið Birmingham City fékk skell á móti Watford í fyrsta leik sínum á nýju ári í ensku B-deildinni. Enski boltinn 1.1.2026 16:56
Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Þetta voru góð jól fyrir NBA-deildina í körfubolta þegar kemur að áhorfi á jólaleiki deildarinnar. Körfubolti 1.1.2026 16:32
„Ekki jólin sem ég bjóst við“ Chris Wood, framherji Nottingham Forest, verður frá keppni um nokkurt skeið eftir að hafa gengist undir aðgerð yfir jólahátíðina. Enski boltinn 1.1.2026 16:02
Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Reynsluboltinn Gary Anderson tryggði sér sæti í undanúrslitum á heimsmeistaramótinu í pílukasti í dag og endaði um leið öskubuskuævintýri Justin Hood á mótinu í ár. Sport 1.1.2026 15:28
Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Ríkisstjórn Gabon hefur leyst upp karlalandsliðið sitt í fótbolta og sett það í bann eftir „skammarlega frammistöðu“ á Afríkukeppninni 2025, eins og hún orðar það. Fótbolti 1.1.2026 15:02
Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Blackburn Rovers varð enn á ný að spila án íslenska landsliðsframherjans Andra Lucas Guðjohnsen og það endaði ekki vel, ekki frekar en fyrri daginn. Enski boltinn 1.1.2026 14:26
Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Cristian Romero er búinn að taka einn leik út í banni eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Liverpool á dögunum en gæti verið dæmdur í eins leiks bann til viðbótar, hann má samt spila með Tottenham gegn Brentford í kvöld. Enski boltinn 1.1.2026 14:01
Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Englendingurinn Ryan Searle hélt áfram sigurgöngu sinni á heimsmeistaramótinu í pílukasti í dag og varð um leið fyrstur til að tryggja sig inn í undanúrslitin. Sport 1.1.2026 13:55
Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Írska fótboltalandsliðið hefur orðið fyrir verulegu áfalli þrátt fyrir að það séu rúmir tveir mánuðir í næsta leik. Fótbolti 1.1.2026 13:30