Fréttir í tímaröð



Fréttamynd

„Nú vitum við alla­vega að Danir eru mann­legir“

Eftir mjög óvænt tap í riðlakeppninni gegn Portúgal þarf danska landsliðið helst að vinna alla sína leiki í milliriðlinum til að komast áfram í undanúrslit. Fyrsti af fjórum leikjum liðsins verður gegn ríkjandi Evrópumeisturunum frá Frakklandi í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai

Dominik Szoboszlai renndi boltanum undir varnarvegg og skoraði mark beint úr aukaspyrnu fyrir Liverpool í 3-0 sigri gegn Marseille í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Hann segir þetta ekki hafa verið neina skyndiákvörðun.

Fótbolti
Fréttamynd

„Höfum séð liðið brotna í sömu að­stæðum“

Hand­boltasér­fræðingur segir það glatað fyrir ís­lenska lands­liðið að vera án Elvars Arnar Jónssonar það sem eftir lifir af EM. Hann er þó bjartsýnn og segir Strákana okkar hafa sýnt það gegn Ungverjum að þeir ætli sér hluti á þessu móti, í svipuðum aðstæðum og í þeim leik hafi liðið áður brotnað.

Handbolti
Fréttamynd

Mætti ekki í við­töl eftir tap

Nágrannaslagur Njarðvíkur og Keflavíkur fór fram í IceMar höllinni í kvöld þegar fimmtánda umferð Bónus deild kvenna leið undir lok. Njarðvík fór með öflugan ellefu stiga sigur af hólmi 88-77.

Sport