Fréttir í tímaröð



Fréttamynd

Solskjær tekinn við Besiktas

Ole Gunnar Solskjær hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Besiktas í Tyrklandi. Þetta er fyrsta starf hans síðan hann hætti hjá Manchester United haustið 2021.

Fótbolti
Fréttamynd

Gapandi hissa á „kata­strófu“ í leik Ís­lands: „Hvaða grín er þetta?“

Sér­fræðingar Besta sætisins voru gapandi hissa á at­viki sem að kom upp í leik Strákanna okkar við Græn­höfða­eyjar á HM í hand­bolta í gær. Nú­merið og nafn Sveins Jóhans­sonar, línu­manns Ís­lands, flagnaði af treyjunni hans og ekki var vara­treyja til reiðu sem olli því að Sveinn mátti ekki spila síðasta stundar­fjórðung leiksins.

Handbolti
Fréttamynd

Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“

Ís­lenska karla­lands­liðið hóf veg­ferð sína á HM í hand­bolta með þrettán marka sigri gegn Græn­höfða­eyjum. Rætt var um frammistöðuna í Besta sætinu þar sem að sér­fræðingar þáttarins létu þennan sigur á móti liði „sem ætti erfitt með að halda sér í Olís deildinni“ ekki slá ryki í augun á sér. Margt gott við leik ís­lenska liðsins en mikið rými til bætinga.

Handbolti
Fréttamynd

Bitur reynsla Arnars nú skila­boð til leik­manna Ís­lands: „Í guðanna bænum“

Skila­boð Arnars Gunn­laugs­sonar, nýráðins lands­liðsþjálfara ís­lenska karla­lands­liðsins í knatt­spyrnu, til leik­manna sinna í lands­liðinu eru skýr og þau skila­boð dregur hann sem lær­dóm af sínum lands­liðs­ferli. Hann vill að leik­menn Ís­lands taki lands­liðs­ferlinum ekki sem sjálfsögðum hlut. „Þetta er mesti heiður sem þér getur hlotnast sem leik­maður, að spila fyrir þína þjóð.“

Fótbolti
Fréttamynd

Mynda­syrpa úr stór­sigri strákanna í fyrsta leik á HM

Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjaði heimsmeistaramótið á öruggum þrettán marka sigri í Zagreb í gærkvöldi. Fyrri hálfleikurinn var vissulega betri en sá síðari hjá strákunum en sigurinn var aldrei í hættu eftir 8-2 byrjun. Tólf leikmenn komust á blað og allir fengu að spila.

Handbolti