Skoðun

Koddahjal

Gunnar Dan Wiium skrifar

Konan mín spyr mig í gærkvöld hvort að ég sé enn svona svartsýnn eins og ég var í COVID. Hún er þá að vísa í meinta yfirtöku og endurræsingu hinna fáu, svikamyllu lyfjarisana og óttastjórnun alríkisins, hinn stökkbreytta super kapitalisma sem sér hag sinn í fækka mönnum hér á jörðu og gera framleiðsluna sem og markaðinn skilvirkari og á allan hátt hlýðnari með lyfjun, kúgun og harðstjórn.

Skoðun

Mann­réttindi fatlaðra kvenna

Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasáttmálans).

Skoðun

Bætingar í Breið­holti á 115 ára af­mæli ÍR

Freyr Ólafsson skrifar

Það er ekki lítið sem ÍR hefur lagt til samfélagsins á sinni 115 ára sögu! Á frjálsíþróttasviðinu voru ÍR-ingar í fararbroddi á síðustu öld allt frá upphafi, báðir verðlaunahafar Íslands á Ólympíuleikum ÍR-ingar. Fjöldi annarra Ólympíufara, landsliðsmanna og leiðtoga hefur stolt borið ÍR merkið í barmi.

Skoðun

Höldum vöku okkar

Fríða Thoroddsen skrifar

Á þessum degi fyrir 107 árum, nánar tiltekið þann 19. júní 1915, fengu konur, 40 ára og eldri kosningarétt til Alþingis og fimm árum síðar hlutu konur kosningarétt til jafns við karla. Þessi réttindi sem við teljum svo sjálfsögð í dag komu ekki að sjálfu sér. Fyrsta krafan um jafnan kosningarétt milli kynjanna kom fram árið 1895 frá Hinu íslenska kvenfélagi en það tók 25 ár þar til þau voru komin í hús.

Skoðun

Það þarf meira en að­gerðir Seðla­bankans

Ólafur Margeirsson skrifar

Ársverðbólga í dag (7,6%) er að langmestu leyti drifin áfram af fasteignamarkaðinum: ríflega þrjú prósentustig af 7,6% ársverðbólgu eiga sér rætur í fasteignamarkaðinum á meðan t.d. innfluttar vörur eru ábyrgar fyrir minna en tveimur prósentustigum af 7,6% ársverðbólgunni.

Skoðun

Svikin loforð nýfrjálshyggjunnar

Gunnar Smári Egilsson skrifar

Komandi efnahagsþrengingar eru ekki afleiðing stríðs eða farsóttar heldur þrot efnahagsstefnu sem rekin hefur verið á Vesturlöndum og víðar á liðnum áratugum. Þetta er auðvitað sú arma skepna nýfrjálshyggjan, sem hefur grafið undan öllum stoðum samfélagsins og flutt völd, fé, eignir og auðlindir frá almenningi til hinna ríku, frá fjöldanum til hinna fáu.

Skoðun

Þegar Ís­land á­kvað stækkun NATO

Friðrik Jónsson skrifar

Í lok maí síðastliðinn voru 25 ár síðan að haldinn var utanríkisráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins í Sintra, Portúgal, þar sem fram fór fyrsta umræða ráðherra bandalagsins um hvaða fyrrum austantjaldsríki myndu fá boð um aðild.

Skoðun

Er SÁÁ á rangri leið?

Rósa Ólafsdóttir skrifar

SÁÁ eru samtök sem landsmenn hafa getað treyst á í um 40 ár vegna áfengis- og fíkniefnasjúkdómsins. Einu sinni var ekkert SÁÁ og þá voru engar lausnir í boði gagnvart þessum bráðdrepandi sjúkdómi.

Skoðun

Bar­átta leigj­enda er stétta­bar­átta

Ian Mcdonald skrifar

Eftir ósigra verkalýðshreyfingarinnar og leigjenda á undanförnum áratugum er kominn tími til að vekja upp og herða baráttu almennings fyrir betra lífi. Á nýfrjálshyggjutímanum höfum við misst frá okkur mikilvæga sigra síðustu aldar. Og ef við bregðumst ekki við verður enn frekar sótt að okkur.

Skoðun

Saga tveggja þjóða

Finnur Th. Eiríksson skrifar

Í dag eru 78 ár liðin frá lýðveldisyfirlýsingunni á Þingvöllum. Sú yfirlýsing var í samræmi við sambandslögin frá 1918 og viðurkennd af alþjóðasamfélaginu. Lýðveldið Ísland var endurreisn forna þjóðveldisins sem leið undir lok þegar Íslendingar gengust Noregskonungi á hönd.

Skoðun

Alþingismenn einhuga um stuðning við Úkraínu

Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Á síðasta degi þingvetrarins samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp fjármálaráðherra um að fella niður tolla á allar vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Samkvæmt lögunum falla tollarnir niður til og með 31. maí 2023.

Skoðun

Ráð­gjafarnir eru lykil­fólk SÁÁ

Þráinn Farestveit skrifar

Ég hef setið í stjórn SÁÁ til fjölda ára, í framkvæmdastjórn í tvö ár og er í dag varaformaður samtakanna. Í þessari grein langar mig til að segja stuttlega frá starfi og námi áfengis- og vímuefnaráðgjafa SÁÁ, en þeir eru lykilfólk í því meðferðarstarfi sem fram fer hjá samtökunum.

Skoðun

Af hverju bjóðum við okkur fram í aðal­stjórn SÁÁ

Elísabet Dottý Kristjánsdóttir og Erla Björg Sigurðardóttir skrifa

Við stöllur bjóðum fram krafta okkar í aðalstjórn SÁÁ vegna þess að við viljum að starfsemi samtakanna sé áfram í þágu vímuefnasjúkra og fjölskylda þeirra eins og verið hefur hingað til.

Skoðun

Líf­leg eða ró­leg við­skipti

Baldur Thorlacius skrifar

Nýverið lauk Ölgerðin við frumútboð og skráningu á Aðalmarkað Nasdaq Iceland (Kauphöllina). Útboðið heppnaðist vel, þreföld umframeftirspurn og áskriftir frá um 6.600 aðilum við krefjandi markaðsaðstæður. Félagið var skráð í Kauphöllina 9. júní. Þann dag urðu 471 viðskipti upp á samtals tæplega 300 milljónir króna.

Skoðun

Takk Seðla­banka­stjóri

Vilhjálmur Birgisson skrifar

Þau stórmerkilegu tíðindi gerðust í gær að í fyrsta skipti kom fram seðlabankastjóri sem hafði kjark og þor til að benda á það augljósa að verðtryggð húsnæðislán séu í raun stórhættuleg og kalli fram mikla áhættusækni hjá neytendum.

Skoðun

„Börn eiga að éta það sem úti frýs“

Lúðvík Júlíusson skrifar

Ísland er merkilegt land að mörgu leyti. Tökum dæmi. Barn býr hjá foreldri sem hefur ekki efni á mat, fatnaði, húsnæði, á tómstundum og öðrum tilfallandi kostnaði.

Skoðun

Geðheilbrigði er lýðheilsumál

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar

Á lokadögum þingsins var stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 samþykkt. Stefnan ber með sér að rík áhersla er lögð á grunngildi sem hvetja til einstaklingsmiðaðrar heilbrigðisþjónustu á félagslegum grunni og stuðning í heilsueflingu á öllum æviskeiðum.

Skoðun

Ný rammaáætlun risastórt framfaraskref

Vilhjálmur Árnason skrifar

Ég er afar stoltur og ánægður að rammaáætlun hafi loks hlotið náð fyrir augum Alþingis. Þetta er fjórða tilraun til afgreiðslu málsins og hefur ekki verið samþykkt heildstæð áætlun síðan í janúar 2013.

Skoðun

Níu ára stöðnun rofin

Ingibjörg Isaksen skrifar

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að Ísland eigi að vera í fararbroddi í umhverfismálum á alþjóðavísu. Við viljum að Ísland skipi sér í fremstu röð í baráttunni gegn loftlagsvánni og ætlum okkur að uppfylla ákvæði Parísarsamningsins.

Skoðun

Ungt fólk er ekki vandamálið, braskarar eru meinið

Gunnar Smári Egilsson skrifar

Seðlabanki Íslands lækkaði í gær veðsetningarhlutfall á fyrstu kaupendur á fasteignamarkaði úr 90% í 85%. Það merkir að ungt fólk sem vill kaupa 60 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu, sem kostar í dag að meðaltali um 39 m.kr., þarf að leggja fram 5.850 þús. kr. sem eigið fé til kaupanna.

Skoðun

Dýrkeypt að takast á við ófrjósemi

Inga Bryndís Árnadóttir skrifar

Um 70 ungir einstaklingar greinast árlega með krabbamein á Íslandi, öll standa þau frammi fyrir því að þurfa mögulega að glíma við ófrjósemi í framhaldinu. Á síðastliðnum dögum og vikum hafa tæknifrjóvgunarmál víða borið á góma í samfélaginu.

Skoðun

Ný­sköpun og mennta­rann­sóknir

Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar

Hvaða máli skipta grunnrannsóknir og nýsköpun í menntavísundum? Stutta svarið er að grunnrannsóknir og nýsköpun eru og hafa lengi verið eins mikilvægar fyrir menntavísindi og þau eru fyrir öll önnur vísindi og fræði.

Skoðun

Hugum vel að þjálfun starfs­fólks í ferða­þjónustu – þannig græða allir

Bryndís Skarphéðinsdóttir og Margrét Wendt skrifa

Eftir tvö erfið ár fyrir íslenska ferðaþjónustu blasa við bjartari tímar. Allt stefnir í annasamt sumar og mörg fyrirtæki hafa staðið í ströngu við ráðningar á nýju starfsfólki. Öll viljum við taka vel á móti gestunum okkar og veita faglega þjónustu, en til þess þarf að tryggja að starfsfólk fái viðeigandi þjálfun.

Skoðun

Saga af íbúð sem notuð er til okurs

Gunnar Smári Egilsson skrifar

Hér verður sögð saga af íbúð sem er notuð til kúgunar og okurs undir sérstakri vernd stjórnvalda. Íslensk stjórnvöld hafa kosið að taka ætíð stöðu með okrurum og bröskurum og aldrei með leigjendum. 

Skoðun

Ný­sam­þykkt fjár­mála­á­ætlun er pólitísk mark­leysa

Eyjólfur Ármannsson skrifar

Fyrsta fjármálaáætlun hverrar ríkisstjórnar gegnir lykilhlutverki í opinberri stefnumótun. Ný ríkisstjórn sýnir þá framkvæmd helstu verkefna sem boðuð eru í stjórnarsáttmála og hver verði forgangsröðun næstu ára. Nýsamþykkt fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 er annars eðlis.

Skoðun

Sam­keppni er ekki á dag­skrá hjá ríkis­stjórninni

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Íslenskur almenningur er reglulega minntur á mikilvægi virkrar samkeppni og kostnaðinn sem fylgir samkeppnisskorti. Hvort sem um er að ræða fákeppni í bankaþjónustu, á tryggingarmarkaði eða eldsneytismarkaði, í landbúnaði eða sjávarútvegi.

Skoðun