Málsvari minksins Lárus Karl Arnbjarnarson skrifar 14. júní 2024 12:01 Nýverið ákvað matvælaráðherra að leyfa veiðar á langreyðum til eins árs, dýraverndunarsinnum til mikillar gremju enda eru langreyðar eru taldar fallegar og skaðlausar skepnur. Þökk sé þessum eiginleikum flykkjast dýraverndunarsinnar að langreyðum og öðrum hvalategundum, ólmir í að verja þær frá vondu hvalveiðimönnunum. Því miður eru fæstar dýrategundir svo heppnar. Hugmyndir um dýravelferð virðast helst byggjast á hversu krúttlegt, tignarlegt eða saklaust dýrið sé. Auðvelt er að fá fólk til að tárast yfir myndum af illa förnum kúm í verksmiðjufjósi eða reiðast yfir myndum af skælbrosandi veiðimönnum í Afríku, standandi yfir nýfelldri bráð. Hvað þá með þær dýrategundir sem ekki teljast krúttlegar, tignarlegar eða saklausar? Til er spendýrategund hér á landi, sem mögulega væri hægt að kalla krúttlega… þegar hún er ekki með hálfdauða andarunga í kjaftinum. Hún er þó hvorki tignarleg né saklaus og er veidd með grimmilegri aðferðum en nokkurt annað villt spendýr í íslenskri náttúru. Það er minkurinn. Minkurinn er vissulega aðflutt tegund sem getur valdið umhverfi sínu skaða. Jafnframt eru þær aðferðir sem notaðar eru við minkaveiðar nauðsynlegar til að halda stofninum niðri, þó grimmlegar séu. Slík rök virðast þó almennt ekki skipta dýraverndunarsinna mái enda er alltaf ljótt þegar krúttleg, tignarleg eða sakleysisleg dýr eru drepin. Í tilfelli minksins eru dýraverndunarsinnar þó þöglir sem gröfin. Myndir af dauðum langreyðum vekja óhug og sorg, myndböndum af hundum að rífa minka á hol er mætt af kæruleysi. Minkurinn, eins óþolandi og hann er, ætti að eiga sér málsvara. Í millitíðinni munu orð Georges Orwell úr bókinni Dýrabær (1945): ,,Öll dýr eru jöfn en sum dýr eru jafnari en önnur,” eiga vel við um baráttu dýraverndunarsinna. Höfundur er stjórnmálafræðinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Hvalveiðar Loðdýrarækt Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Sjá meira
Nýverið ákvað matvælaráðherra að leyfa veiðar á langreyðum til eins árs, dýraverndunarsinnum til mikillar gremju enda eru langreyðar eru taldar fallegar og skaðlausar skepnur. Þökk sé þessum eiginleikum flykkjast dýraverndunarsinnar að langreyðum og öðrum hvalategundum, ólmir í að verja þær frá vondu hvalveiðimönnunum. Því miður eru fæstar dýrategundir svo heppnar. Hugmyndir um dýravelferð virðast helst byggjast á hversu krúttlegt, tignarlegt eða saklaust dýrið sé. Auðvelt er að fá fólk til að tárast yfir myndum af illa förnum kúm í verksmiðjufjósi eða reiðast yfir myndum af skælbrosandi veiðimönnum í Afríku, standandi yfir nýfelldri bráð. Hvað þá með þær dýrategundir sem ekki teljast krúttlegar, tignarlegar eða saklausar? Til er spendýrategund hér á landi, sem mögulega væri hægt að kalla krúttlega… þegar hún er ekki með hálfdauða andarunga í kjaftinum. Hún er þó hvorki tignarleg né saklaus og er veidd með grimmilegri aðferðum en nokkurt annað villt spendýr í íslenskri náttúru. Það er minkurinn. Minkurinn er vissulega aðflutt tegund sem getur valdið umhverfi sínu skaða. Jafnframt eru þær aðferðir sem notaðar eru við minkaveiðar nauðsynlegar til að halda stofninum niðri, þó grimmlegar séu. Slík rök virðast þó almennt ekki skipta dýraverndunarsinna mái enda er alltaf ljótt þegar krúttleg, tignarleg eða sakleysisleg dýr eru drepin. Í tilfelli minksins eru dýraverndunarsinnar þó þöglir sem gröfin. Myndir af dauðum langreyðum vekja óhug og sorg, myndböndum af hundum að rífa minka á hol er mætt af kæruleysi. Minkurinn, eins óþolandi og hann er, ætti að eiga sér málsvara. Í millitíðinni munu orð Georges Orwell úr bókinni Dýrabær (1945): ,,Öll dýr eru jöfn en sum dýr eru jafnari en önnur,” eiga vel við um baráttu dýraverndunarsinna. Höfundur er stjórnmálafræðinemi.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar