Fáu spáð en vel fylgst með Ari Trausti Guðmundsson skrifar 14. júní 2024 15:00 Vangaveltur eru margar um goslok við Grindavík, landris og -sig við Svartsengi og tengsl gosvirkninnar og þriggja eldgosa við Fagradalsfjall. Grunnmæligögn eru traust, um jarðskorpuhreyfingar, rúmmálsbreytingar í geymsluhólfi kviku og efnasamsetningu hennar, bæði úr gosunum við Grindavík og Fagradalsfjall. Gögnin segja forvitnilega sögu. Reykjanesskaginn er ungur landshluti hvað eldvirkni varðar, án þróaðra megineldstöðva, og flekaskilin þvinguð til að beygja í austur. Rekhreyfingar á skaganum verða blanda af toggliðnum á norðaustlægum sprungum og hliðrun jarðlaga á norðlægum sprungum. Svo virðist sem staðsetning gosreina á skaganum sé heldur flóknari en fyrstu líkön hafa lýst með afmörkun eldstöðvakerfa, Tengsl milli sprungukerfa og kvikumyndunarstaða eru ef til vill greiðari en annar staðar á eldvirkum svæðum landsins. Alllengi hefur verið talið að kvika safnist fyrir næsta stöðugt undir kerfunum á mörkum möttuls og skorpu. Hún brjótist fremur reglubundið úr svonefndum kvikuþróm í endurteknum rekhrinum við samspil spennulosunar og vaxandi þrýstings kvikunnar. Kvikan treðst í skorpuna, veldur myndun (kviku)ganga, en lítill hluti hennar nær oftast að gjósa upp á yfirborð jarðar. Það getur gerst án viðstöðu hennar í skorpunni eða eftir geymsluhlé. Þá með nýmyndun kvikuhólfs, eða í kvikuhólfi af fyrra virknistímabili. Kvikuþrær eru stórar en kvikuhólf miklum mun minni. Nýtt virknistímabil á Reykjanesskaga hófst vestan til á árinu 2019 með sprungumyndun, skjálftum og kvikuinnskotum án eldgosa fram undir vorið 2021. Stór svæðisgangur varð þá til við Fagradalsfjall. Skömmu síðar veitti Geldingadalagosið djúplægri kviku upp í löngu gosi. Hin gosin tvö við fjallið (2022 og 2023) voru stutt með kviku sömu ættar en þróaðri að innihaldi. Þegar svo jarðvirkni færðist vestur fyrir Þorbjörn, tók kvika að safnast í þykkan, láréttan gang (sillu, þ.e. kvikuhólf) skammt frá athafnasvæðinu við Svartsengi. Kvikan barst þangað upp úr stórri kvikuþró, mögulega þeirri sömu og gaf af sér efni í gosin við Fagradalsfjall, og hún olli landrisi. Aftur varð samspil flekareks og kvikuþrýstings til þess að annar stór svæðisgangur myndaðist, nú á yfir 2.000 ára gamalli gosrein úr óróahrinu NA af Grindavík, samfara miklum skjálftum (nóvember 2023). Brátt varð eldgos þar uppfrá, í desember 2024, það fyrsta af fimm. Fjögur fyrstu eldgosin NA við Grindavík má rekja til austurjaðarsins á sillunni (kvikuhólfinu) nálægt Svartsengi. Þaðan hljóp kvika í löngum sprungum sem logðaði stutt á, nema í fjórða gosinu (mars 2024) þegar alllengi lifði í 1-2 eldborgum. Landris og líkanreikningar leyfðu ágætar spár um atburðarás í hvert sinn. Kvikan bar þess merki að hafa staðið við í kvikuhólfinu. Henni svipar nokkuð til kviku úr stuttu gosunum við Fagradalsfjall. Fimmta gosið, sem enn stendur yfir í einni eldborg, skilar aftur á móti kviku áþekkri Geldingadalakvikunni. Þar með má telja að kvikuhólfið (sillan) við Svartsengi sé tekin að veita djúplægri kviku viðstöðulítið upp úr kvikuþró svæðisins. Þessi breyting á kvikugerð í eldgosunum gefur varla tilefni til að spá goslokum með miklum líkum eða framhaldi eldvirkni á Grindavíkur- eða Svartsengissvæðinu. Nýtt landris yfir kvikuhólfinu myndi vissulega benda til mögulegs framhalds. Stór kvikuþróin getur séð kvikuhólfinu fyrir efni í fleiri gos á í Sundhnúksreininni en líka við vesturjarðar kvikuhólfsins, nálægt Eldvarpareininni. Hún getur einnig fóðrað núverandi gos dögum og vikum saman. Æskilegast væri að allt dytti sem fyrst í dúnalogn. Af eldgosasögunni má búast má við að stuttu eða löngu, lygnu tímabili ljúki með því að óróinn færist til vesturs eða austurs á skaganum. Sjáum hvað setur. Höfundur er jarðvísindamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Vangaveltur eru margar um goslok við Grindavík, landris og -sig við Svartsengi og tengsl gosvirkninnar og þriggja eldgosa við Fagradalsfjall. Grunnmæligögn eru traust, um jarðskorpuhreyfingar, rúmmálsbreytingar í geymsluhólfi kviku og efnasamsetningu hennar, bæði úr gosunum við Grindavík og Fagradalsfjall. Gögnin segja forvitnilega sögu. Reykjanesskaginn er ungur landshluti hvað eldvirkni varðar, án þróaðra megineldstöðva, og flekaskilin þvinguð til að beygja í austur. Rekhreyfingar á skaganum verða blanda af toggliðnum á norðaustlægum sprungum og hliðrun jarðlaga á norðlægum sprungum. Svo virðist sem staðsetning gosreina á skaganum sé heldur flóknari en fyrstu líkön hafa lýst með afmörkun eldstöðvakerfa, Tengsl milli sprungukerfa og kvikumyndunarstaða eru ef til vill greiðari en annar staðar á eldvirkum svæðum landsins. Alllengi hefur verið talið að kvika safnist fyrir næsta stöðugt undir kerfunum á mörkum möttuls og skorpu. Hún brjótist fremur reglubundið úr svonefndum kvikuþróm í endurteknum rekhrinum við samspil spennulosunar og vaxandi þrýstings kvikunnar. Kvikan treðst í skorpuna, veldur myndun (kviku)ganga, en lítill hluti hennar nær oftast að gjósa upp á yfirborð jarðar. Það getur gerst án viðstöðu hennar í skorpunni eða eftir geymsluhlé. Þá með nýmyndun kvikuhólfs, eða í kvikuhólfi af fyrra virknistímabili. Kvikuþrær eru stórar en kvikuhólf miklum mun minni. Nýtt virknistímabil á Reykjanesskaga hófst vestan til á árinu 2019 með sprungumyndun, skjálftum og kvikuinnskotum án eldgosa fram undir vorið 2021. Stór svæðisgangur varð þá til við Fagradalsfjall. Skömmu síðar veitti Geldingadalagosið djúplægri kviku upp í löngu gosi. Hin gosin tvö við fjallið (2022 og 2023) voru stutt með kviku sömu ættar en þróaðri að innihaldi. Þegar svo jarðvirkni færðist vestur fyrir Þorbjörn, tók kvika að safnast í þykkan, láréttan gang (sillu, þ.e. kvikuhólf) skammt frá athafnasvæðinu við Svartsengi. Kvikan barst þangað upp úr stórri kvikuþró, mögulega þeirri sömu og gaf af sér efni í gosin við Fagradalsfjall, og hún olli landrisi. Aftur varð samspil flekareks og kvikuþrýstings til þess að annar stór svæðisgangur myndaðist, nú á yfir 2.000 ára gamalli gosrein úr óróahrinu NA af Grindavík, samfara miklum skjálftum (nóvember 2023). Brátt varð eldgos þar uppfrá, í desember 2024, það fyrsta af fimm. Fjögur fyrstu eldgosin NA við Grindavík má rekja til austurjaðarsins á sillunni (kvikuhólfinu) nálægt Svartsengi. Þaðan hljóp kvika í löngum sprungum sem logðaði stutt á, nema í fjórða gosinu (mars 2024) þegar alllengi lifði í 1-2 eldborgum. Landris og líkanreikningar leyfðu ágætar spár um atburðarás í hvert sinn. Kvikan bar þess merki að hafa staðið við í kvikuhólfinu. Henni svipar nokkuð til kviku úr stuttu gosunum við Fagradalsfjall. Fimmta gosið, sem enn stendur yfir í einni eldborg, skilar aftur á móti kviku áþekkri Geldingadalakvikunni. Þar með má telja að kvikuhólfið (sillan) við Svartsengi sé tekin að veita djúplægri kviku viðstöðulítið upp úr kvikuþró svæðisins. Þessi breyting á kvikugerð í eldgosunum gefur varla tilefni til að spá goslokum með miklum líkum eða framhaldi eldvirkni á Grindavíkur- eða Svartsengissvæðinu. Nýtt landris yfir kvikuhólfinu myndi vissulega benda til mögulegs framhalds. Stór kvikuþróin getur séð kvikuhólfinu fyrir efni í fleiri gos á í Sundhnúksreininni en líka við vesturjarðar kvikuhólfsins, nálægt Eldvarpareininni. Hún getur einnig fóðrað núverandi gos dögum og vikum saman. Æskilegast væri að allt dytti sem fyrst í dúnalogn. Af eldgosasögunni má búast má við að stuttu eða löngu, lygnu tímabili ljúki með því að óróinn færist til vesturs eða austurs á skaganum. Sjáum hvað setur. Höfundur er jarðvísindamaður.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun