Spennandi tímar fyrir ungt fólk í Hafnarfirði Kristín Thoroddsen og Margrét Vala Marteinsdóttir skrifa 14. júní 2024 16:31 Mikil breyting verður á möguleikum hafnfirskra ungmenna á aldrinum 16-24 ára til frístundastarfs og afþreyingar þegar nýtt fyrirkomulag þjónustunnar tekur gildi eftir sumarfrí. Ungmennastarf í Hafnarfirði verður eflt og útvíkkað frá því sem verið hefur m.a. með fleiri tækifærum til sköpunar, samveru og til að sinna áhugamálum í frístundum. Einnig verður nú boðið upp á skipulagt frístundastarf fyrir aldurshópinn á tveimur stöðum í bænum í stað einnar starfsstöðvar. Það er mikilvægt og hefur verið kallað eftir því í ört stækkandi bæjarfélagi. Frístundastarfið verður frá og með hausti í glænýju húsnæði að Selhellu 7 og í nýsköpunar- og tæknisetrinu í Menntasetrinu við Lækinn. Breytingarnar voru samþykktar á fundum fræðslu- og fjölskylduráðs. Í þeim er lögð áhersla á að veita ungu fólki í Hafnarfirði, fötluðu sem ófötluðu, fjölbreytta og framúrskarandi þjónustu. Í því skyni verður frístundastarfið endurskipulagt og útfært í takt við nútímann og síbreytilegar þarfir og vilja ungs fólks. Kallað hefur verið eftir slíkum breytingum víða að úr samfélaginu, meðal annars frá Ungmennaráði Hafnarfjarðar, kjörnum fulltrúum, foreldrum og ungmennum sem ekki hafa sótt núverandi þjónustu í ungmennahúsinu Hamrinum við Suðurgötu. Mikilvægt er að ná til breiðari hóp fólks en nú er og verður það gert í samstarfi við væntanlega notendur. Starfsemi ungmennahússins Hamarsins við Suðurgötu verður hætt og húsnæðið nýtt undir þjónustu við fólk með fötlun. Þar verður markmiðið að auka atvinnutækifæri fatlaðs fólks og efla kennslu í óhefðbundnum tjáskiptum. Umsjón með tómstunda- og frístundaþjónustu við ungt fólk með fötlun færist yfir á mennta- og lýðheilsusvið. Lögð er áhersla á að samráð og samtal hefjist sem fyrst við aðstandendur og notendur þjónustu Vinaskjóls og Klettsins og að þeir komi að vinnu starfshóps sem stofnaður verður til að útfæra breytingar á starfseminni. Unga fólkið fái að blómstra Í nýju glæsilegu húsnæði að Selhellu 7 verður boðið upp á fjölbreytta þjónusta fyrir ungt fólk, hópa- og félagsstarf ásamt sérhæfðari þjónustu fyrir öll ungmenni. Í nýsköpunar- og tæknisetrinu í Menntasetrinu við Lækinn er að mótast starf sem nýtist öllum, ekki síst ungu fólki á aldrinum 16-24 ára. Þar verða möguleikar á aðþróa hugmyndir ungs fólks, vinna að ýmis konar listsköpun og efla tengsl við önnur ungmenni með sameiginleg áhugamál. Í nýsköpunarsetrinu verður búnaður sem mun nýtast vel og getur hjálpað ungum frumkvöðlum í vinnu sinni og nýsköpun samfélaginu til heilla. Þar er einnig rúmgott fjölnota rými sem mun nýtast vel fyrir námskeið og viðburði. Það er því ljóst að tækifærin þar eru óþrjótandi og einskorðast við hugmyndir og framtak unga fólksins sem þarna fær að njóta sín og blómstra Ungmennaþing í haust Í kjölfar ákvörðunar um að efla og útvíkka starf fyrir ungt fólk í Hafnarfirði verður á næstu dögum stofnaður starfshópur þar sem 16-24 ára ungmenni verða kölluð að borðinu, fulltrúar Ungmennaráðs og fatlaðra ungmenna. Verkefni starfshópsins verður meðal annars aðkalla saman enn stærri hóp ungs fólks á ungmennaþing í haust til að taka þátt í útfærslu breytinganna. Markmiðið með ungmennaþingi er að ná til breiðari hóps, valdefla ungt fólk, tengja þau við verkefnið og skapa samheldni og samvinnu. Við erum að hlusta og skilaboðin frá hafnfirskum ungmennum er samráð og samtal um starfsemi miðstöðva fyrir ungt fólk í Hafnarfirði. Kristín er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar og Margrét Vala er formaður fjölskylduráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Mikil breyting verður á möguleikum hafnfirskra ungmenna á aldrinum 16-24 ára til frístundastarfs og afþreyingar þegar nýtt fyrirkomulag þjónustunnar tekur gildi eftir sumarfrí. Ungmennastarf í Hafnarfirði verður eflt og útvíkkað frá því sem verið hefur m.a. með fleiri tækifærum til sköpunar, samveru og til að sinna áhugamálum í frístundum. Einnig verður nú boðið upp á skipulagt frístundastarf fyrir aldurshópinn á tveimur stöðum í bænum í stað einnar starfsstöðvar. Það er mikilvægt og hefur verið kallað eftir því í ört stækkandi bæjarfélagi. Frístundastarfið verður frá og með hausti í glænýju húsnæði að Selhellu 7 og í nýsköpunar- og tæknisetrinu í Menntasetrinu við Lækinn. Breytingarnar voru samþykktar á fundum fræðslu- og fjölskylduráðs. Í þeim er lögð áhersla á að veita ungu fólki í Hafnarfirði, fötluðu sem ófötluðu, fjölbreytta og framúrskarandi þjónustu. Í því skyni verður frístundastarfið endurskipulagt og útfært í takt við nútímann og síbreytilegar þarfir og vilja ungs fólks. Kallað hefur verið eftir slíkum breytingum víða að úr samfélaginu, meðal annars frá Ungmennaráði Hafnarfjarðar, kjörnum fulltrúum, foreldrum og ungmennum sem ekki hafa sótt núverandi þjónustu í ungmennahúsinu Hamrinum við Suðurgötu. Mikilvægt er að ná til breiðari hóp fólks en nú er og verður það gert í samstarfi við væntanlega notendur. Starfsemi ungmennahússins Hamarsins við Suðurgötu verður hætt og húsnæðið nýtt undir þjónustu við fólk með fötlun. Þar verður markmiðið að auka atvinnutækifæri fatlaðs fólks og efla kennslu í óhefðbundnum tjáskiptum. Umsjón með tómstunda- og frístundaþjónustu við ungt fólk með fötlun færist yfir á mennta- og lýðheilsusvið. Lögð er áhersla á að samráð og samtal hefjist sem fyrst við aðstandendur og notendur þjónustu Vinaskjóls og Klettsins og að þeir komi að vinnu starfshóps sem stofnaður verður til að útfæra breytingar á starfseminni. Unga fólkið fái að blómstra Í nýju glæsilegu húsnæði að Selhellu 7 verður boðið upp á fjölbreytta þjónusta fyrir ungt fólk, hópa- og félagsstarf ásamt sérhæfðari þjónustu fyrir öll ungmenni. Í nýsköpunar- og tæknisetrinu í Menntasetrinu við Lækinn er að mótast starf sem nýtist öllum, ekki síst ungu fólki á aldrinum 16-24 ára. Þar verða möguleikar á aðþróa hugmyndir ungs fólks, vinna að ýmis konar listsköpun og efla tengsl við önnur ungmenni með sameiginleg áhugamál. Í nýsköpunarsetrinu verður búnaður sem mun nýtast vel og getur hjálpað ungum frumkvöðlum í vinnu sinni og nýsköpun samfélaginu til heilla. Þar er einnig rúmgott fjölnota rými sem mun nýtast vel fyrir námskeið og viðburði. Það er því ljóst að tækifærin þar eru óþrjótandi og einskorðast við hugmyndir og framtak unga fólksins sem þarna fær að njóta sín og blómstra Ungmennaþing í haust Í kjölfar ákvörðunar um að efla og útvíkka starf fyrir ungt fólk í Hafnarfirði verður á næstu dögum stofnaður starfshópur þar sem 16-24 ára ungmenni verða kölluð að borðinu, fulltrúar Ungmennaráðs og fatlaðra ungmenna. Verkefni starfshópsins verður meðal annars aðkalla saman enn stærri hóp ungs fólks á ungmennaþing í haust til að taka þátt í útfærslu breytinganna. Markmiðið með ungmennaþingi er að ná til breiðari hóps, valdefla ungt fólk, tengja þau við verkefnið og skapa samheldni og samvinnu. Við erum að hlusta og skilaboðin frá hafnfirskum ungmennum er samráð og samtal um starfsemi miðstöðva fyrir ungt fólk í Hafnarfirði. Kristín er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar og Margrét Vala er formaður fjölskylduráðs.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun