Spennandi tímar fyrir ungt fólk í Hafnarfirði Kristín Thoroddsen og Margrét Vala Marteinsdóttir skrifa 14. júní 2024 16:31 Mikil breyting verður á möguleikum hafnfirskra ungmenna á aldrinum 16-24 ára til frístundastarfs og afþreyingar þegar nýtt fyrirkomulag þjónustunnar tekur gildi eftir sumarfrí. Ungmennastarf í Hafnarfirði verður eflt og útvíkkað frá því sem verið hefur m.a. með fleiri tækifærum til sköpunar, samveru og til að sinna áhugamálum í frístundum. Einnig verður nú boðið upp á skipulagt frístundastarf fyrir aldurshópinn á tveimur stöðum í bænum í stað einnar starfsstöðvar. Það er mikilvægt og hefur verið kallað eftir því í ört stækkandi bæjarfélagi. Frístundastarfið verður frá og með hausti í glænýju húsnæði að Selhellu 7 og í nýsköpunar- og tæknisetrinu í Menntasetrinu við Lækinn. Breytingarnar voru samþykktar á fundum fræðslu- og fjölskylduráðs. Í þeim er lögð áhersla á að veita ungu fólki í Hafnarfirði, fötluðu sem ófötluðu, fjölbreytta og framúrskarandi þjónustu. Í því skyni verður frístundastarfið endurskipulagt og útfært í takt við nútímann og síbreytilegar þarfir og vilja ungs fólks. Kallað hefur verið eftir slíkum breytingum víða að úr samfélaginu, meðal annars frá Ungmennaráði Hafnarfjarðar, kjörnum fulltrúum, foreldrum og ungmennum sem ekki hafa sótt núverandi þjónustu í ungmennahúsinu Hamrinum við Suðurgötu. Mikilvægt er að ná til breiðari hóp fólks en nú er og verður það gert í samstarfi við væntanlega notendur. Starfsemi ungmennahússins Hamarsins við Suðurgötu verður hætt og húsnæðið nýtt undir þjónustu við fólk með fötlun. Þar verður markmiðið að auka atvinnutækifæri fatlaðs fólks og efla kennslu í óhefðbundnum tjáskiptum. Umsjón með tómstunda- og frístundaþjónustu við ungt fólk með fötlun færist yfir á mennta- og lýðheilsusvið. Lögð er áhersla á að samráð og samtal hefjist sem fyrst við aðstandendur og notendur þjónustu Vinaskjóls og Klettsins og að þeir komi að vinnu starfshóps sem stofnaður verður til að útfæra breytingar á starfseminni. Unga fólkið fái að blómstra Í nýju glæsilegu húsnæði að Selhellu 7 verður boðið upp á fjölbreytta þjónusta fyrir ungt fólk, hópa- og félagsstarf ásamt sérhæfðari þjónustu fyrir öll ungmenni. Í nýsköpunar- og tæknisetrinu í Menntasetrinu við Lækinn er að mótast starf sem nýtist öllum, ekki síst ungu fólki á aldrinum 16-24 ára. Þar verða möguleikar á aðþróa hugmyndir ungs fólks, vinna að ýmis konar listsköpun og efla tengsl við önnur ungmenni með sameiginleg áhugamál. Í nýsköpunarsetrinu verður búnaður sem mun nýtast vel og getur hjálpað ungum frumkvöðlum í vinnu sinni og nýsköpun samfélaginu til heilla. Þar er einnig rúmgott fjölnota rými sem mun nýtast vel fyrir námskeið og viðburði. Það er því ljóst að tækifærin þar eru óþrjótandi og einskorðast við hugmyndir og framtak unga fólksins sem þarna fær að njóta sín og blómstra Ungmennaþing í haust Í kjölfar ákvörðunar um að efla og útvíkka starf fyrir ungt fólk í Hafnarfirði verður á næstu dögum stofnaður starfshópur þar sem 16-24 ára ungmenni verða kölluð að borðinu, fulltrúar Ungmennaráðs og fatlaðra ungmenna. Verkefni starfshópsins verður meðal annars aðkalla saman enn stærri hóp ungs fólks á ungmennaþing í haust til að taka þátt í útfærslu breytinganna. Markmiðið með ungmennaþingi er að ná til breiðari hóps, valdefla ungt fólk, tengja þau við verkefnið og skapa samheldni og samvinnu. Við erum að hlusta og skilaboðin frá hafnfirskum ungmennum er samráð og samtal um starfsemi miðstöðva fyrir ungt fólk í Hafnarfirði. Kristín er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar og Margrét Vala er formaður fjölskylduráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Mikil breyting verður á möguleikum hafnfirskra ungmenna á aldrinum 16-24 ára til frístundastarfs og afþreyingar þegar nýtt fyrirkomulag þjónustunnar tekur gildi eftir sumarfrí. Ungmennastarf í Hafnarfirði verður eflt og útvíkkað frá því sem verið hefur m.a. með fleiri tækifærum til sköpunar, samveru og til að sinna áhugamálum í frístundum. Einnig verður nú boðið upp á skipulagt frístundastarf fyrir aldurshópinn á tveimur stöðum í bænum í stað einnar starfsstöðvar. Það er mikilvægt og hefur verið kallað eftir því í ört stækkandi bæjarfélagi. Frístundastarfið verður frá og með hausti í glænýju húsnæði að Selhellu 7 og í nýsköpunar- og tæknisetrinu í Menntasetrinu við Lækinn. Breytingarnar voru samþykktar á fundum fræðslu- og fjölskylduráðs. Í þeim er lögð áhersla á að veita ungu fólki í Hafnarfirði, fötluðu sem ófötluðu, fjölbreytta og framúrskarandi þjónustu. Í því skyni verður frístundastarfið endurskipulagt og útfært í takt við nútímann og síbreytilegar þarfir og vilja ungs fólks. Kallað hefur verið eftir slíkum breytingum víða að úr samfélaginu, meðal annars frá Ungmennaráði Hafnarfjarðar, kjörnum fulltrúum, foreldrum og ungmennum sem ekki hafa sótt núverandi þjónustu í ungmennahúsinu Hamrinum við Suðurgötu. Mikilvægt er að ná til breiðari hóp fólks en nú er og verður það gert í samstarfi við væntanlega notendur. Starfsemi ungmennahússins Hamarsins við Suðurgötu verður hætt og húsnæðið nýtt undir þjónustu við fólk með fötlun. Þar verður markmiðið að auka atvinnutækifæri fatlaðs fólks og efla kennslu í óhefðbundnum tjáskiptum. Umsjón með tómstunda- og frístundaþjónustu við ungt fólk með fötlun færist yfir á mennta- og lýðheilsusvið. Lögð er áhersla á að samráð og samtal hefjist sem fyrst við aðstandendur og notendur þjónustu Vinaskjóls og Klettsins og að þeir komi að vinnu starfshóps sem stofnaður verður til að útfæra breytingar á starfseminni. Unga fólkið fái að blómstra Í nýju glæsilegu húsnæði að Selhellu 7 verður boðið upp á fjölbreytta þjónusta fyrir ungt fólk, hópa- og félagsstarf ásamt sérhæfðari þjónustu fyrir öll ungmenni. Í nýsköpunar- og tæknisetrinu í Menntasetrinu við Lækinn er að mótast starf sem nýtist öllum, ekki síst ungu fólki á aldrinum 16-24 ára. Þar verða möguleikar á aðþróa hugmyndir ungs fólks, vinna að ýmis konar listsköpun og efla tengsl við önnur ungmenni með sameiginleg áhugamál. Í nýsköpunarsetrinu verður búnaður sem mun nýtast vel og getur hjálpað ungum frumkvöðlum í vinnu sinni og nýsköpun samfélaginu til heilla. Þar er einnig rúmgott fjölnota rými sem mun nýtast vel fyrir námskeið og viðburði. Það er því ljóst að tækifærin þar eru óþrjótandi og einskorðast við hugmyndir og framtak unga fólksins sem þarna fær að njóta sín og blómstra Ungmennaþing í haust Í kjölfar ákvörðunar um að efla og útvíkka starf fyrir ungt fólk í Hafnarfirði verður á næstu dögum stofnaður starfshópur þar sem 16-24 ára ungmenni verða kölluð að borðinu, fulltrúar Ungmennaráðs og fatlaðra ungmenna. Verkefni starfshópsins verður meðal annars aðkalla saman enn stærri hóp ungs fólks á ungmennaþing í haust til að taka þátt í útfærslu breytinganna. Markmiðið með ungmennaþingi er að ná til breiðari hóps, valdefla ungt fólk, tengja þau við verkefnið og skapa samheldni og samvinnu. Við erum að hlusta og skilaboðin frá hafnfirskum ungmennum er samráð og samtal um starfsemi miðstöðva fyrir ungt fólk í Hafnarfirði. Kristín er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar og Margrét Vala er formaður fjölskylduráðs.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun