Atvinnulífið og fíkniefnasalan Ólafur Kjartansson skrifar 15. júní 2024 07:01 12. júní birtist á Vísi grein sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda skrifar. Þar ávítar greinarhöfundur tvo ráðherra í ríkistjórn, annan vegna hvalveiðanna og hinn ráðherrann vegna beiðnar hans til lögreglu varðandi þá netverslun með áfengi sem ber mest á nú um stundir. Ólafur Stephensen hefur áður birt skrif um áfengissöluna þar sem hann er að mínu mati að berjast fyrir aukinni dreifingu og sölu á áfenginu. Lára G. Sigurðardóttir birtir sama dag grein á Vísi með fyrirsögnina “Núll prósent skynsemi” og fjallar þar um áfengisdreifinguna og áhrif neyslunnar á þjóðfélagið sem heild. Að mínu mati bendir hún á viðurkennd sannindi og vísa til hennar um þann hluta af málinu. Einnig vil ég benda á skýrt orðaða grein sem Ari Jónsson birti sama dag um nokkra lagalega þætti málsins. Ég skil skilgreiningu landslæknisembættisins á áfengi á þann veg að áfengi sé neysluvara með eiginleika ávanabindandi fíkni- og vímuefnis sem í skásta falli sé skaðlítið einstaklingum á fullorðinsaldri en umtalsverður hópur fari mjög illa útúr samskiptum við Bakkus. Þau sem selja áfengi eru samkvæmt þessu að selja vímu og fíkniefni. Áfengið er samfélaginu ofboðslega dýrt í töpuðum fjármunum, tekjumissi og kostnaði sem setur áfengið langefst á neikvæða vímu-og fíkniefnalistann þegar mældur er skaðinn sem það veldur um nánast allt þjóðfélagið. Vegna þessa finnst mér mjög sérstakt að Ólafur Stephensen skuli sem framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda draga taum fíkni-og vímuefnasalanna gegn öðrum og að mínu mati, mun mikilvægari hagsmunum atvinnulífs, ríkis og sveitarfélaga. Hann setur ekki fyrir sig aukin útgjöld, skerta vinnugetu starfsfólks, auknar veikindafjarvistir og skaða og óhappa vegna skertrar dómgreindar. Ef ég væri í sporum hins almenna atvinnurekanda í starfsemi sem ekki sér sér hagnað í þeirri vímuefnasölu sem mér sýnist Ólafur Stephensen vera að mæla með myndi ég viðra efasemdir um hæfi hans í starfi. Höfundur er virkur í starfi VG á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netverslun með áfengi Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
12. júní birtist á Vísi grein sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda skrifar. Þar ávítar greinarhöfundur tvo ráðherra í ríkistjórn, annan vegna hvalveiðanna og hinn ráðherrann vegna beiðnar hans til lögreglu varðandi þá netverslun með áfengi sem ber mest á nú um stundir. Ólafur Stephensen hefur áður birt skrif um áfengissöluna þar sem hann er að mínu mati að berjast fyrir aukinni dreifingu og sölu á áfenginu. Lára G. Sigurðardóttir birtir sama dag grein á Vísi með fyrirsögnina “Núll prósent skynsemi” og fjallar þar um áfengisdreifinguna og áhrif neyslunnar á þjóðfélagið sem heild. Að mínu mati bendir hún á viðurkennd sannindi og vísa til hennar um þann hluta af málinu. Einnig vil ég benda á skýrt orðaða grein sem Ari Jónsson birti sama dag um nokkra lagalega þætti málsins. Ég skil skilgreiningu landslæknisembættisins á áfengi á þann veg að áfengi sé neysluvara með eiginleika ávanabindandi fíkni- og vímuefnis sem í skásta falli sé skaðlítið einstaklingum á fullorðinsaldri en umtalsverður hópur fari mjög illa útúr samskiptum við Bakkus. Þau sem selja áfengi eru samkvæmt þessu að selja vímu og fíkniefni. Áfengið er samfélaginu ofboðslega dýrt í töpuðum fjármunum, tekjumissi og kostnaði sem setur áfengið langefst á neikvæða vímu-og fíkniefnalistann þegar mældur er skaðinn sem það veldur um nánast allt þjóðfélagið. Vegna þessa finnst mér mjög sérstakt að Ólafur Stephensen skuli sem framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda draga taum fíkni-og vímuefnasalanna gegn öðrum og að mínu mati, mun mikilvægari hagsmunum atvinnulífs, ríkis og sveitarfélaga. Hann setur ekki fyrir sig aukin útgjöld, skerta vinnugetu starfsfólks, auknar veikindafjarvistir og skaða og óhappa vegna skertrar dómgreindar. Ef ég væri í sporum hins almenna atvinnurekanda í starfsemi sem ekki sér sér hagnað í þeirri vímuefnasölu sem mér sýnist Ólafur Stephensen vera að mæla með myndi ég viðra efasemdir um hæfi hans í starfi. Höfundur er virkur í starfi VG á Akureyri.
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar