Það eru lög í landinu Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar 14. júní 2024 14:01 Hér á landi hefur ÁTVR einkaleyfi til afhendingar og smásölu áfengis. Markmið laga um verslun með áfengi eru m.a. að skilgreina umgjörð um smásölu áfengis sem byggist á bættri lýðheilsu, samfélagslegri ábyrgð og vernd ungs fólks. Þannig er einkasölufyrirkomulag áfengis liður í forvarnastefnu og lögin eru skýr sama hversu oft sem því er haldið fram að þau séu óskýr. Ef breyta á sölufyrirkomulaginu hér á landi þarf það að gerast eftir lýðræðislega umræðu og lagasetningu, slík ákvörðun er ekki í höndum verslana án samhengis við forvarnarstefnu. Hvers vegna stýrt aðgengi? Alþjóðlegar leiðbeiningar um forvarnir mæla með stýrðu aðgengi að áfengi. Vinna að forvörnum er margþætt verkefni sem snertir öll svið samfélagsins. Forvarnarvinna er ekki eins og hlaðborð þar sem hægt er velja eina aðgerð eða eina leið til að ná árangri. Vinna að forvörnum er miklu frekar eins og vefur eða net þar sem hver þráður þarf að halda. Ef einn þráður slitnar hefur það áhrif á öll önnur verkefni í vefnum. Þrátt fyrir einkasöluna hefur aðgengi að áfengi á Íslandi aukist gríðarlega mikið síðustu áratugi. Sérfræðingar í lýðheilsu hafa síðustu vikur bent á birtingarmyndir áhrifa aukins aðgengis að áfengi á lýðheilsu fullorðinna s.s. að hópurinn sem drekkur áfengi flesta daga stækkar og drykkja á mann, mæld í hreinum vínanda, eykst með ýmsum fylgikvillum. Áfengi er einn af fjórum algengustu áhættuþáttum langvinnra sjúkdóma og hefur t.d. orðið sjöföldun á áfengistengdum lifrarsjúkdómum á 20 árum. Þá eru komnar fram vísbendingar um vaxandi drykkju ungmenna, sem verður að teljast verulegt áhyggjuefni. Ætlum við að glopra niður góðum árangri? Rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á með afgerandi hætti að aukið aðgengi að áfengi hefur slæm áhrif á heilsufar einstaklinga auk þess að hafa neikvæðar félagslegar afleiðingar. Fyrr í mánuðinum skrifaði okkar helsti sérfræðingur í lyf- og fíknilækningum, Valgerður Rúnarsdóttir, grein á Vísi þar sem hún spyr: „Í alvöru, krakkar! Ætlum við að hafa þetta svona? Að láta lýðheilsu framtíðar lönd og leið ef einhverjir geta makað krókinn í dag?“ Ég tek heilshugar undir hennar spurningar. Það er horft til markverðs árangurs Íslendinga við að draga úr áfengisneyslu barna og ungmenna með áratuga vinnu. Stýrt aðgengi, há skattlagning ásamt fræðslu og samvinnu skólasamfélaga í gegnum íslenska forvarnarmódelið hafa skilað þessum árangri. Hættan er að missa þetta allt niður – málið er einfalt, það þarf að fara að áfengislögum og stöðva „gervinetsölu“ annars slítum við forvarnarvefinn. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Framsóknarflokkurinn Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Hér á landi hefur ÁTVR einkaleyfi til afhendingar og smásölu áfengis. Markmið laga um verslun með áfengi eru m.a. að skilgreina umgjörð um smásölu áfengis sem byggist á bættri lýðheilsu, samfélagslegri ábyrgð og vernd ungs fólks. Þannig er einkasölufyrirkomulag áfengis liður í forvarnastefnu og lögin eru skýr sama hversu oft sem því er haldið fram að þau séu óskýr. Ef breyta á sölufyrirkomulaginu hér á landi þarf það að gerast eftir lýðræðislega umræðu og lagasetningu, slík ákvörðun er ekki í höndum verslana án samhengis við forvarnarstefnu. Hvers vegna stýrt aðgengi? Alþjóðlegar leiðbeiningar um forvarnir mæla með stýrðu aðgengi að áfengi. Vinna að forvörnum er margþætt verkefni sem snertir öll svið samfélagsins. Forvarnarvinna er ekki eins og hlaðborð þar sem hægt er velja eina aðgerð eða eina leið til að ná árangri. Vinna að forvörnum er miklu frekar eins og vefur eða net þar sem hver þráður þarf að halda. Ef einn þráður slitnar hefur það áhrif á öll önnur verkefni í vefnum. Þrátt fyrir einkasöluna hefur aðgengi að áfengi á Íslandi aukist gríðarlega mikið síðustu áratugi. Sérfræðingar í lýðheilsu hafa síðustu vikur bent á birtingarmyndir áhrifa aukins aðgengis að áfengi á lýðheilsu fullorðinna s.s. að hópurinn sem drekkur áfengi flesta daga stækkar og drykkja á mann, mæld í hreinum vínanda, eykst með ýmsum fylgikvillum. Áfengi er einn af fjórum algengustu áhættuþáttum langvinnra sjúkdóma og hefur t.d. orðið sjöföldun á áfengistengdum lifrarsjúkdómum á 20 árum. Þá eru komnar fram vísbendingar um vaxandi drykkju ungmenna, sem verður að teljast verulegt áhyggjuefni. Ætlum við að glopra niður góðum árangri? Rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á með afgerandi hætti að aukið aðgengi að áfengi hefur slæm áhrif á heilsufar einstaklinga auk þess að hafa neikvæðar félagslegar afleiðingar. Fyrr í mánuðinum skrifaði okkar helsti sérfræðingur í lyf- og fíknilækningum, Valgerður Rúnarsdóttir, grein á Vísi þar sem hún spyr: „Í alvöru, krakkar! Ætlum við að hafa þetta svona? Að láta lýðheilsu framtíðar lönd og leið ef einhverjir geta makað krókinn í dag?“ Ég tek heilshugar undir hennar spurningar. Það er horft til markverðs árangurs Íslendinga við að draga úr áfengisneyslu barna og ungmenna með áratuga vinnu. Stýrt aðgengi, há skattlagning ásamt fræðslu og samvinnu skólasamfélaga í gegnum íslenska forvarnarmódelið hafa skilað þessum árangri. Hættan er að missa þetta allt niður – málið er einfalt, það þarf að fara að áfengislögum og stöðva „gervinetsölu“ annars slítum við forvarnarvefinn. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun