Tökum Viktor á þetta og enn lengra Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 17. júní 2024 10:30 Það er oft á dag upp á síðkastið sem ríkistjórnarsambandinu er spáð lokum og bara tímaspursmál hvenær við þurfum að kjósa, margir þingmenn farnir að halda stefnuræður í tíma og aðallega ótíma, þetta er farið að smitast inn í þingsal og engin veit hvað er að gerast og sennilega síst þingmennirnir sjálfir, vantraust ríkjandi og hver höndin upp á móti annari og Háttvirtur Forsætisráðherra flissar í þingsal að öllu saman. En hvort sem við kjósum núna eða næsta haust langar mig að smita ykkur að minni hugmynd að þingi, hvernig það ætti að starfa, flest er komið frá öðrum eins og Viktori Traustasyni, en ég vil taka þetta lengra. Stolnar og stílfærðar hugmyndir, sumar frá mér. 1. Kjósum fólk ekki flokka, hver þingmaður væri ábyrgur fyrir sínum störfum á þingi. Fólki er velkomið að vera í flokkum og samfloti, en allir þurfa að hafa sýn stefnumál og koma þeim á framfæri og kynna þau. Þá gæti það gerst þó Sjálfstæðisflokkurinn fengi meirihluta atkvæða en engin kysi Bjarna þá kæmist hann ekki á þing þó hann væri formaður. Varaþingmenn væri sá sem næst hefði komist inn á þing í kosningunum, en sé ekki skipaður af þingmönnum sjálfum. Þá væru engin „Týnd þingsæti“ ekkert flokkaofbeldi og allir fengu jafnt vægi, þeir eru kosnir af þjóðinni til að stafa á Alþingi. Það þyrfti að setja lög og takmarkanir svo öll þjóðin bjóði sig ekki fram í heild sinni. 2. Allir kosnir þingmenn starfa saman og geta lagt fram mál, það verður engin Ríkisstjórn né meirihluti, en auðvitað má og getur fólk bundist í samstarf um mál. 3. Ráðherrar þurfa að sækja um starfið og eru metnir að hæfni og valið úr þeim hæfustu, þingmenn gætu ráðið þá en það mætti líka vera nefnd sem sæi um það. Sama væri um forseta alþingis, þeir væru allavega tveir. Sami háttur væri hafður um Umboðsmann Alþingis og er núna, það virkar vel og engin þörf á að breyta því. Það þarf að stokka upp ráðuneytin og gera þau skýrari og skilmerkilegri. Forsætisráðherra væri líka ráðin og væri í forsvari út á við og sá sem stjórnaði, svona svipað eins og núna. 4. Ráðherrar mættu ekki taka ákvarðanir án þess að leggja það undir þingheim. 5. Fjöldi þingmanna ætti að vera ákveðin sem prósentuhlutfall af þjóðinni. Frá alþingiskosningunum 1987 hefur Alþingi verið skipað 63 þingmönnum. Við alþingiskosningarnar 1987 voru 171.402 manns á kjörskrá en 2021 voru 254.681. 6. „Fólk af götunni“ gæti beðið þingmenn eða ráðherra að leggja fram mál fyrir sig, þau yrðu þá að vera vel útfærð og raunhæf. Kannski finnst sumum þetta barnalegt og einfalt en af hverju þurfa allir hlutir að vera flóknir, finnst fólki þetta vera að virka eins og það er núna? Svona sé ég fyrir mér að lýðræði gæti virkað í raun og veru, hagsmunapólitík myndi að mestu hverfa, fleiri mál fengju málefnalega meðferð og meiru væri komið í verk. Auðvitað þarf að útfæra þetta vel svo það virki. Heimild: Stefnumál - Forsetakosningar 2024 - Viktor Traustason – Enga þingmenn sem ráðherra. Höfundur er draumóramanneskja um lýðræðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Alþingi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Sjá meira
Það er oft á dag upp á síðkastið sem ríkistjórnarsambandinu er spáð lokum og bara tímaspursmál hvenær við þurfum að kjósa, margir þingmenn farnir að halda stefnuræður í tíma og aðallega ótíma, þetta er farið að smitast inn í þingsal og engin veit hvað er að gerast og sennilega síst þingmennirnir sjálfir, vantraust ríkjandi og hver höndin upp á móti annari og Háttvirtur Forsætisráðherra flissar í þingsal að öllu saman. En hvort sem við kjósum núna eða næsta haust langar mig að smita ykkur að minni hugmynd að þingi, hvernig það ætti að starfa, flest er komið frá öðrum eins og Viktori Traustasyni, en ég vil taka þetta lengra. Stolnar og stílfærðar hugmyndir, sumar frá mér. 1. Kjósum fólk ekki flokka, hver þingmaður væri ábyrgur fyrir sínum störfum á þingi. Fólki er velkomið að vera í flokkum og samfloti, en allir þurfa að hafa sýn stefnumál og koma þeim á framfæri og kynna þau. Þá gæti það gerst þó Sjálfstæðisflokkurinn fengi meirihluta atkvæða en engin kysi Bjarna þá kæmist hann ekki á þing þó hann væri formaður. Varaþingmenn væri sá sem næst hefði komist inn á þing í kosningunum, en sé ekki skipaður af þingmönnum sjálfum. Þá væru engin „Týnd þingsæti“ ekkert flokkaofbeldi og allir fengu jafnt vægi, þeir eru kosnir af þjóðinni til að stafa á Alþingi. Það þyrfti að setja lög og takmarkanir svo öll þjóðin bjóði sig ekki fram í heild sinni. 2. Allir kosnir þingmenn starfa saman og geta lagt fram mál, það verður engin Ríkisstjórn né meirihluti, en auðvitað má og getur fólk bundist í samstarf um mál. 3. Ráðherrar þurfa að sækja um starfið og eru metnir að hæfni og valið úr þeim hæfustu, þingmenn gætu ráðið þá en það mætti líka vera nefnd sem sæi um það. Sama væri um forseta alþingis, þeir væru allavega tveir. Sami háttur væri hafður um Umboðsmann Alþingis og er núna, það virkar vel og engin þörf á að breyta því. Það þarf að stokka upp ráðuneytin og gera þau skýrari og skilmerkilegri. Forsætisráðherra væri líka ráðin og væri í forsvari út á við og sá sem stjórnaði, svona svipað eins og núna. 4. Ráðherrar mættu ekki taka ákvarðanir án þess að leggja það undir þingheim. 5. Fjöldi þingmanna ætti að vera ákveðin sem prósentuhlutfall af þjóðinni. Frá alþingiskosningunum 1987 hefur Alþingi verið skipað 63 þingmönnum. Við alþingiskosningarnar 1987 voru 171.402 manns á kjörskrá en 2021 voru 254.681. 6. „Fólk af götunni“ gæti beðið þingmenn eða ráðherra að leggja fram mál fyrir sig, þau yrðu þá að vera vel útfærð og raunhæf. Kannski finnst sumum þetta barnalegt og einfalt en af hverju þurfa allir hlutir að vera flóknir, finnst fólki þetta vera að virka eins og það er núna? Svona sé ég fyrir mér að lýðræði gæti virkað í raun og veru, hagsmunapólitík myndi að mestu hverfa, fleiri mál fengju málefnalega meðferð og meiru væri komið í verk. Auðvitað þarf að útfæra þetta vel svo það virki. Heimild: Stefnumál - Forsetakosningar 2024 - Viktor Traustason – Enga þingmenn sem ráðherra. Höfundur er draumóramanneskja um lýðræðið.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar