Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Í síðasta Kviss þætti ársins var farið yfir árið með skemmtilegum hætti. Þar mættu vel valdir gestir og svöruðu spurningum Björns Braga Arnarsonar sem allar áttu það sameiginlegt að fjalla um atburði ársins og oftast eitthvað sem átti sér stað síðustu tólf mánuði. Guðmundur Haukur Guðmundsson var bæði dómari í þættinum og samdi einnig spurningarnar í samvinnu við Björn Braga. Lífið 29.12.2025 15:01
Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Katrín Björk Birgisdóttir ræddi háleit markmið sín í Íslandi í dag fyrr á árinu en meðal þeirra var að greiða tíu milljónir króna inn á húsnæðislánið fyrir áramót, ekki kaupa ný föt og lesa bók. Þótt það hafi gengið misvel að ná öllum markmiðunum er hún farin að huga að næsta ári. Lífið 28.12.2025 20:19
Brigitte Bardot er látin Franska leikkonan Brigitte Bardot er látin, 91 árs að aldri. Hún skaust á stjörnuhimininn fyrir leik sinn en á seinni árum sneri hún sér að málefnum tengdum velferð dýra og stjórnmálum. Lífið 28.12.2025 10:19
Gítarleikari The Cure er látinn Perry Bamonte, gítar- og hljómborðsleikari í hljómsveitinni The Cure, er látinn. Hann var 65 ára gamall. Lífið 26.12.2025 22:43
Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Strætóbílstjóri sem ekur leigubíl í hjáverkum margbætti jól ungs þýsks drengs og fjölskyldu hans með því að koma til hans heyrnartólum sem hann hafði gleymt í leigubíl á leiðinni á Keflavíkurflugvöll, alla leiðina til Hamborgar. Lífið 26.12.2025 17:50
Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ný stikla væntanlegrar kvikmyndar Baltasars Kormáks, Apex, var birt í gær. Um er að ræða hasarmynd, en í stiklunni fáum við að sjá brot úr harkalegum eltingaleik um óbyggðir Ástralíu. Lífið 26.12.2025 15:08
Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Mágkonurnar Hera Gísladóttir og Alexandra Ósk Jónsdóttir léku á fjölskyldumeðlimi sína þegar þau voru að opna gjafir á aðfangadagskvöld. Lífið 26.12.2025 14:18
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Fjöldi fólks segir sögu sína á Vísi á ári hverju af ólíku tilefni. Þar er sagt frá afrekum, áföllum, gleði, missi, tímamótum og sorg. Sum eru löng, önnur eru stutt. Við tókum saman nokkur af þeim viðtölum sem vöktu hvað mesta athygli á Vísi árinu. Lífið 26.12.2025 10:01
Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Anna Rakel Ólafsdóttir hélt vægast sagt veglega skötuveislu í Haag í Hollandi þar sem hún er búsett á Þorláksmessu. Hún hafði pantað sex hundruð grömm af skötu fyrir þá fáu fjölskyldumeðlimi sem bera sér skötu til munns en barst sex þúsund grömm. Lífið 25.12.2025 17:47
Kristmundur Axel tók við af Bubba Tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel tróð upp á Litla Hrauni á aðfangadag. Hann tók við af Bubba Morthens sem hefur til lengri tíma séð um tónlistarhaldið. Lífið 25.12.2025 12:54
Seinfeld og Friends-leikari látinn Pat Finn, bandarískur leikari sem lék meðal annars í Friends, Seinfeld og The Middle, er látinn. Hann var sextugur. Lífið 25.12.2025 09:42
„Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Það verður að teljast harla ólíklegt að einn og sami maðurinn geti upplifað það tvisvar, að konan hans greinist með Parkinson. Bæði fyrri og seinni eiginkonan. Áskorun 25.12.2025 08:00
Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Sólveig Arnarsdóttir hóf leiklistarferilinn á Ísland sem barnastjarna, lærði þýsku sem barþjónn til að komast inn í leiklistarskólann Ernst Buch í Berlín og sló síðan í gegn í þýsku sjónvarpi. Sólveig hefur leikið mörg stærstu hlutverk leikhúsbókmenntana hérlendis og erlendis, upplifað sigra og einnig áföll. Menning 24.12.2025 07:00
Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Árleg Þorláksmessuveisla fór fram á Ölver í Laugardal í dag þar sem gestir streymdu að til þess að gæða sér á kæstri skötu, þó álitamál væri hve kæst hún ætti að vera. Fréttamaður fetaði í fótspor annarra fréttamanna fréttastofunnar í gegnum árin og gæddi sér á þeirri kæstu í fyrsta sinn. Lífið 23.12.2025 21:00
Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Þorláksmessa er skötudagurinn sjálfur og er vart hægt að fara um bæi og borg í leit að jólagjöfum án þess að fnykurinn fylli vitinn. Fréttamenn í gegnum tíðina hafa verið duglegir að gæða sér á skötu, með misdramatískum viðbrögðum. Lífið 23.12.2025 20:53
Laufey á landinu Heimsfræga tónlistarkonan Laufey er komin heim til Íslands fyrir jólin. Hún hefur kíkt á tónleika og gætt sér á pylsu. Lífið 23.12.2025 15:27
Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Íslenskt tónlistarlíf er afar sterkt og fjölbreytt um þessar mundir. Níu af tíu vinsælustu lögum landsins á streymisveitunni Spotify, þau voru íslensk á þessu ári, sem er það mesta síðan streymisveitan fór að taka saman lista þess efnis. Stór hluti þessarar tónlistar fer í gegnum klasann. Lífið 23.12.2025 15:03
Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Áhugakona um smurbrauð og tölfræði rýndi í opna reikninga ríkisins til að sjá hve mikið ríkisstofnanir hafa eytt á Jómfrúnni síðastliðin tvö ár. Háskóli Íslands er smurbrauðsóðasta stofnunin bæði árin en svo voru nokkur ráðuneyti ansi öflug í fyrra. Lífið 23.12.2025 13:54
Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Söguleg tíðindi er að finna í síðasta bóksölulista Fíbút fyrir þessi jólin. Kvöldsónata Ólafs Jóhanns Ólafssonar er komin í efsta sætið eftir stærstu bóksöluviku ársins. Hann skákar þar Arnaldi Indriðasyni sem hefur verið óskoraður konungur bóksölulistans undanfarin þrjátíu árin eða svo. Menning 23.12.2025 12:06
Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Þorláksmessan er mörgum dagur síðustu handtaka og óyfirstrikaðra lista. Verslanir borgarinnar eru opnar og fullar af fólki langt fram eftir kvöldi. Klakalagðar götur miðbæjarins eru troðnar og slabbið spýtist upp undan hjólbörðunum á helstu umferðaræðum, enda jólin á morgun og alltaf er eitthvað sem eftir á að gera. Í öllu áreitinu ber nafn Þorláks helga oft á góma, oft bara lesið upp af Vísindavefnum af símaskjám sem svar við spurningunni: „Hver var þessi Þorlákur eiginlega sem gaf deginum í dag nafn sitt?“ Lífið 23.12.2025 10:03
Cooper bað móðurina um hönd Hadid Leikarinn Bradley Cooper er sagður hafa beðið Yolöndu Hadid um hönd dóttur hennar, ofurfyrirsætunnar Gigi Hadid. Parið hefur verið saman í rúmlega tvö ár og eiga hvort um sig eitt barn úr fyrra sambandi. Lífið 23.12.2025 09:45
„Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra með meiru, hefur verið að hasla sér völl sem rithöfundur. Katrin var að senda frá sér sérlega vel út færða glæpasögu sem ber forvitnilegan titil: Þegar hún hló. Lífið 23.12.2025 09:02
Brúðkaup ársins 2025 Árið 2025 var stútfullt af ást og gleði og ófá nýgift hjón ræddu við Vísi um stærsta dag í þeirra lífi. Hér má sjá hvaða einlægu, fallegu og glæsilegu brúðkaup stóðu upp úr frá árinu. Lífið 23.12.2025 07:02
Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Stemmingin var gríðarleg í ÍR-heimilinu í Breiðholti á laugardag þegar Emmsjé Gauti hélt Jülevenner með góðum gestum. Ragga Gísla, Finni á Prikinu, Erpi, Steinda jr, Bríeti, Króli og Birnir voru öll meðal gesta. Lífið 22.12.2025 16:23