Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu. Lífið 25.10.2025 07:01
Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík fer fram í tólfta sinn frá 25. október til 2. nóvember. Sýndar verða nýjar myndir í bland við gamlar auk fjölda annarra viðburða. Hátíðin lendir bæði á hrekkjavöku og vetrarfríi grunnskóla þannig það er ærið tilefni fyrir krakkana að kíkja í bíó. Menning 24.10.2025 11:46
Kim Kardashian greindist með heilagúlp Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian greinir frá því í nýjustu seríunni um Kardashian-fjölskylduna að hún hafi greinst með „lítinn æðagúlp“ í heila. Ekki kemur fram af hvaða tagi æðagúlpurinn er né hver staða hans er í dag. Lífið 24.10.2025 10:16
Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Á dögunum fór fram útför/minningarathöfn í Iðnó fyrir auglýsingamanninn, leikarann og fjölskyldumanninn Einar Gunnar Einarsson en hann lést í faðmi fjölskyldu sinnar fyrir tveimur mánuðum. Lífið 23.10.2025 15:03
„Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ „Er lífið ekki dásamlegt?“ skrifaði Gunnar Helgason, leikari og rithöfundur, við fallega fjölskyldumynd sem hann deildi á samfélagsmiðlum í gær. Lífið 23.10.2025 14:08
Elva fann sjálfa sig aftur Elva Björg Gunnarsdóttir er 41 árs fimleikadrottning, sjónvarpsstjarna og gleðigjafi. Hún er fædd og uppalin í Laugardalnum, þar sem henni líður best. Lífið 23.10.2025 12:30
Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gerir í dag aðgengilega nýja Íslensk-enska veforðabók. Hún er tíunda tvímálaorðabókin sem stofnunin hefur birt undanfarin fjórtán ár. Menning 23.10.2025 10:58
Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Kanadíski sagnfræðingurinn Ryan Eyford er handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025. Verðlaunin eru árlega veitt einstaklingi sem brotið hefur blað með störfum sínum í þágu tungumála, menningar og þýðingastarfs. Menning 23.10.2025 10:35
Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Forsvarsmenn hinnar árlegu ljósmyndakeppni Nikon Comedy Wildlife Photography Awards birtu í dag þær myndir sem keppa til úrslita þetta árið. Myndirnar sýna villt dýr við skondnar og oft undarlegar aðstæður. Lífið 23.10.2025 10:32
Komin með nýjan rappara í sigtið Rapparinn Pétur Már Guðmundsson, betur þekktur sem Saint Pete, er farinn að slá sér upp með Hrafnkötlu Unnarsdóttir, verslunarkonu og eiganda Pons Vintage. Þau eru bæði að norðan en Hrafnkatla var áður með rapparanum Flóna og á með honum einn son. Lífið 23.10.2025 10:25
„Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Það er einhver rómantík og sjarmi yfir ítalskri matargerð. Ása María Reginsdóttir, eigandi veitingastaðarins Olifa, deilir reglulega ítölskum uppskriftum á Instagram-síðu sinni sem einkennast af fáum hráefnum og ferskleika. Að þessu sinni kynnir hún rétt sem hún segir vera táknmynd ítalskrar matargerðar. Matur 23.10.2025 09:42
Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða haldin í fyrsta sinn fimmtudagskvöldið 30. október í Gamla bíói og kemur þá í ljós hver það verða sem þóttu standa fram úr í sjónvarpi á árunum 2023 og 2024. Lífið 23.10.2025 09:30
Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Helvítis fokking fokk!“ er frasi sem fangaði angist þjóðarinnar í kjölfar Hrunsins. Rúmum fimmtán árum eftir Búsáhaldabyltinguna standa Íslendingar á ný frammi fyrir hruni. Að þessu sinni eru hins vegar orðin, sem voru okkur fróun á tímum efnahagsþrenginga, birtingarmynd þess sem við glötum. Lífið 23.10.2025 08:15
„Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ „Maður ímyndar sér svona dag fyrir fram en ekkert býr mann undir hversu gaman þetta raunverulega er svo. Öll hamingjan, gleðin og ástin sem við fundum fyrir frá okkar nánustu vinum og fjölskyldu er ómetanleg,“ segir Hildur María Haarde, sem gekk að eiga sinn heittelskaða Baldur Kára Eyjólfsson á fallegum og sólríkum degi í lok september í Dómkirkjunni í Reykjavík. Lífið 23.10.2025 08:03
Líf, fjör og einmanaleiki Um áttatíu manns á öllum aldri komu saman í vináttuhlaupi í Elliðaárdal á dögunum til að fagna forritinu Clyx, sem nú er aðgengilegt á Íslandi. Forritið miðar að því að hjálpa fólki að tengjast og draga úr einmanaleika. Lífið 22.10.2025 20:00
Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Svikahrappar hlaða nú upp gervigreindarlögum í nafni vinsælla íslenskra hljómsveita í von um að geta grætt á þeim. Markaðsstjóri Öldu Music segir aðgangarugling ekki nýjan af nálinni á Spotify en nú sé greinilega um markviss svik að ræða. Spotify hafi nýverið fjarlægt tugi milljóna gervigreindarlaga af veitunni. Tónlist 22.10.2025 16:29
Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Í tilefni Bleika dagsins deilir heilsukokkurinn Jana Steingríms uppskrift að bleikum og hollum kókosmolum sem eru tilvaldir með kaffinu. Þeir eru ekki aðeins ljúffengir heldur einnig algjört augnayndi Lífið 22.10.2025 14:52
Musk æstur í Reðasafnið Bjarni Benediktsson ræddi við auðjöfurinn Elon Musk á kvöldverði í tengslum við Ólympíuleikana í París í fyrra. Musk rifjaði upp heimsóknir sínar til Íslands þar sem Hið íslenzka reðasafn stóð upp úr. Lífið 22.10.2025 14:41
Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Ferðaljósmyndarinn og áhrifavaldurinn Ása Steinarsdóttir og eiginmaður hennar, Leo Sebastian Alsved, héldu tvöfalda skírnarveislu fyrir syni sína í Fantasíusalnum á Kjarval síðastliðinn sunnudag. Ása deilir gleðitíðindunum á Instagram. Lífið 22.10.2025 13:41
Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja Í síðasta þætti af Bannað að hlæja mættu stórskemmtilegir gestir, þau Karen Björg, Aron Már Ólafsson, Eva Laufey, Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson. Lífið 22.10.2025 13:00
„Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Það er óhætt að segja að hrekkjavakan sé orðin ein stærsta og skemmtilegasta hátíð ársins og vafalaust finna fáir jafn mikið fyrir því og starfsfólk Partýbúðarinnar í Skeifunni. Þar er stemningin komin á fullt og allt undirlagt draugum, skrímslum og búningum af öllum stærðum og gerðum. Lífið samstarf 22.10.2025 11:31
„Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Kona á áttræðisaldri sem hringdi inn í símatíma á Bylgjunni í gær vakti heldur betur lukku þegar hún fór að ræða kynlíf, munnmök og áhrif þess að sjúga lítil typpi. Ekki er ljóst hvort um háþróaðan símahrekk er að ræða eða óvenju opinskáa eldri konu. Lífið 22.10.2025 11:30
„Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn „Síðustu árin höfum við selt boli en í ár ákváðum við að breyta til og búa til klút - fyrir kvennaforsetann okkar, Höllu Tómasdóttur, sem hefur skapað tískustraum fyrir okkur og allar konur,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir ein af konunum á bak við verkefnið Konur eru konum bestar. Lífið 22.10.2025 11:14
„Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Janus Bragi Jakobsson uppgötvaði í netgrúski fyrir mörgum árum fjóra menn sem höfðu deilt lífi sínu í miklum mæli á Youtube og úr varð heimildarmyndin Paradís Amatörsins. Sjálfur er Janus nýfluttur með fjölskyldu sína á Þingeyri og undirbýr sig undir langan vetur. Bíó og sjónvarp 22.10.2025 10:06