Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Um­boðs­maður Jenner lést af slys­förum

Hin 29 ára gamla Sophia Hutchins, umboðsmaður og nán vinkona Caitlyn Jenner, lést í fjórhjólaslysi skammt frá heimili Jenner í Malibu í Kaliforníu síðastliðinn miðvikudag. Ekki liggur fyrir hvar Jenner var stödd þegar slysið átti sér stað.

Lífið
Fréttamynd

„Því­líkur fílingur bara“

Halla Vilhjálmsdóttir, leikkona og verðbréfamiðlari, birti í dag mynd af sér ásamt knattspyrnukempunni Eiði Smára Guðjohnsen í hringrásinni á Instagram. Þetta er fyrsta myndin sem Halla birtir opinberlega af þeim saman.

Lífið


Fréttamynd

Ætla að synda frá Elliðaey til Heima­eyjar

Félagarnir Pétur Eyjólfsson og Héðinn Karl Magnússon í Vestmannaeyjum ætla að synda saman  laugardaginn 5. júlí í sjónum frá Elliðaey og taka land við veitingastaðinn Tangann í Heimey, í Vestmannaeyjum. Sundið hefst kl 11:00 og mun væntanlega ljúka á milli 13:30 og 14:00.

Lífið
Fréttamynd

Mun aldrei líta á ástina sem sjálf­sagða

„Við kynntumst á þeim geysivinsæla skemmtistað B5 og tókum þessa hefðbundnu íslensku leið í að „deita“ ekkert, ekkert sérstaklega rómantískt, en ég sé svo sem ekki eftir neinu,“ segir Tinna Óðinsdóttir, leik- og tónlistarkona, um fyrstu kynni sín og unnusta síns, sjúkraþjálfarans Stefáns Inga Jóhannsonar, fyrir sjö árum.

Makamál

Mest lesið

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.

Fréttamynd

Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi

Það ríkti sannkölluð gleðistemning á kvennakvöldi Tilverunnar heilsuseturs á Garðatorgi, þar sem glæsilegur hópur kvenna sameinaðist í nærandi og skemmtilegri kvöldstund. Á dagskránni var einstök blanda af hreyfingu, tónlist, dansi og djúpri slökun sem skapaði fallega heildræna upplifun.

Lífið
Fréttamynd

Björt og Fannar selja ein­býlis­hús fyrir 90 milljónir

Systkinin Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingkona, og Fannar Ólafsson, fjárfestir og fyrrverandi körfuboltamaður, hafa sett glæsilegt einbýlishús á Siglufirði á sölu. Þau keyptu húsið árið 2021 fyrir 31,8 milljónir króna. Eftir umfangsmiklar endurbætur síðustu tvö ár er það nú auglýst á 90 milljónir króna.

Lífið
Fréttamynd

Miðar á Kaleo endurseldir á marg­földu verði

Framkvæmdastjóri Tix segir miða á tónleika Kaleo í mánuðinum vera til endursölu á talsvert upphækkuðu verði og greinilegt að þeir hafi verið keyptir í því skyni. Hún segir það ekki sanngjarnt gagnvart listamönnunum og að fyrirtækið áskili sér rétt á að ógilda miðana.

Lífið
Fréttamynd

Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag?

„Þetta deyr aldrei, neitar að deyja!“ segir Mollý Jökulsdóttir um lagið Tik Tok skinka, sem varð gríðarlega vinsælt á netinu fyrir fimmtán árum síðan þegar tónlistarmyndband við lagið var sett á Youtube, en þá var Mollý í tíunda bekk í Varmárskóla í Mosfellsbæ.

Lífið
Fréttamynd

Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Ís­landi

Hjónin Elísabet Gunnarsdóttir, tískudrottning og athafnakona, og eiginmaður hennar, Gunnar Steinn Jónsson, handboltamaður, hafa ákveðið að flytja aftur til Svíþjóðar eftir fjögurra ára dvöl á Íslandi. Ástæðan er löngun þeirra til að njóta hægara og einfaldara lífs með börnunum sínum.

Lífið
Fréttamynd

Sól­veig og Hall­dór gáfu dótturinni nafn

Sólveig Sigurðardóttir, sem var ein fremsta Crossfit-kona Íslands, og kærasti hennar Halldór Karlsson fatahönnuður, hafa gefið dóttur sinni nafn. Stúlkan fékk nafnið Kolbrún Kría. Frá þessu greinir parið í færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

„Núna þori ég miklu meira“

Tískuskvísan og pílates pæjan Friðþóra vinnur sem þjálfari hjá World Class og er nær undantekningarlaust óaðfinnanleg til fara, enda alltaf haft áhuga á klæðaburði. Friðþóra er í sambúð með tónlistarmanninum Patrik Atlasyni og eru þau bæði óhrædd við að fara eigin leiðir í fatavali en Friðþóra ræddi við blaðamann um tískuna og hennar persónulega stíl.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Svo leiðin­legt að pæla hvað öðru fólki finnst“

„Mér finnst rosalega gott að geta verið sjálfstæð og ég verð að feta mína eigin leið, ég hef alltaf haft svolitla þörf fyrir það,“ segir hin nítján ára gamla söngkona og rísandi stjarna Klara Einarsdóttir. Klara er gríðarlega jákvæð að eðlisfari og á ekki langt að sækja tónlistarástríðuna en blaðamaður ræddi við hana um listina og lífið.

Tónlist