Golf

Lee Westwood þrífst undir pressu
Kylfingurinn Lee Westwood greinir frá því hvernig hann reynir að notfæra sér þá miklu pressu sem fylgi oft á tíðum í golfinu í ítarlegu viðtali við vefsíðuna pgatour.com, en Westwood er óðum að undirbúa sig fyrir US Masters sem hefst í næstu viku.

Þrír efstu kylfingar heimslistans verða saman í ráshóp
Þrír efstu kylfingar heimslistans í golfi verða saman í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst á fimmtudaginn. Graeme McDowell frá Norður-Írlandi, sem hefur titil að verja á mótinu, verður í ráshóp með Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku. Oosthuizen sigraði sem kunnugt er á opna breska meistaramótinu en með þeim í ráshóp verður áhugamaðurinn Peter Uihlein sem sigraði á opna bandaríska meistaramótinu.

Rigning stríðir golfurum í Eyjum
Fresta þurfti öðrum hring á Eimskipsmótaröðinni í golfi sem fram fer í Vestmannaeyjum vegna úrkomu. Mótstjórn hefur tekið þá ákvörðun að fella hringinn niður. Arnar Snær Hákonarson og Nína Björk Geirsdóttir hafa forystu fyrir þriðja hring sem fram fer á morgun.

Annað stigamót ársins fer fram í Eyjum um helgina
Annað stigamót ársins á Eimskipsmótaröðinni í golfi fer fram í Vestmannaeyjum um helgina og verða leiknar 54 holur að þessu sinni. Aðeins 83 keppendur eru skráðir til leiks og sigurvegararnir frá fyrsta stigamóti ársins sem fram fór á Garðavelli á Akranesi eru báðir fjarverandi.

Tiger Woods mun ekki keppa á opna bandaríska meistaramótinu
Tiger Woods mun ekki bæta 15. titlinum á risamóti á opna bandaríska meistaramótinu sem hefst í næstu viku á Congressional í Bethesda. Woods á við meiðsli að stríða og eftir að hafa ráðfært sig við lækna ákvað kylfingurinn að taka ekki þátt á öðru stórmóti ársins af alls fjórum. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1994 sem opna bandaríska fer fram án þess að Tiger Woods sé á meðal keppenda.

Bjarki lék frábært golf á Hólmsvelli - Guðrún Brá er ósigrandi
Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness sýndi frábær tilþrif á öðru stigamóti Golfsambands Íslands á Arion unglingamótaröðinni. Bjarki lék báða hringina á Hólmsvelli í Leiru á 68 höggum eða -4 og samtals var hann á 8 höggum undir pari. Hann sigraði með yfirburðum í keppni 17-18 ára en Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK sigraði í 17-18 ára flokki kvenna og er þetta annað mótið í röð sem hún vinnur á unglingamótaröðinni. Guðrún Brá sigraði einnig á fyrsta stigamótinu í Eimskipsmótaröðinni í fullorðinsflokki á Akranesi á dögunum.

Tiger Woods í 13. sæti heimslistans - Donald er efstur
Aðeins 15 kylfingar hafa náð þeim áfanga að komast í efsta sæti heimlistans á þeim 24 árum sem listinn hefur verið notaður. Luke Donald frá Englandi er sá 15. í röðinni. Tiger Woods, frá Bandaríkjunum, hefur setið lengst allra í efsta sæti heimslistans eða 623 vikur samtals eða í rétt tæplega 12 ár. Woods hefur fallið eins steinn niður heimslistann að undanförnu og er hann í 13. sæti.

Luke Donald tryggði sér sigur og efsta sætið á heimslistanum
Enski kylfingurinn Luke Donald tyllti sér í efsta sæti heimslistans í golfi í fyrsta sinn á ferlinum með því að sigra á BMW meistaramótinu á Evrópumótaröðinni í gær. Donald sigraði Lee Westwood frá Englandi í bráðabana um sigurinn en Westwood var í efsta sæti heimslistans.

Axel sigraði með yfirburðum í karlaflokki á fyrsta stigamótinu
Axel Bóasson úr Keili sigraði með yfirburðum á fyrsta stigamóti ársins á Eimskipsmótaröð GSÍ í golfi. Axel lék hringina tvo á Garðavelli á Akranesi á 7 höggum undir pari samtals og var hann sjö höggum betri en Arnar Snær Hákonarson úr GR sem lék á pari samtals. Stefán Már Stefánsson úr GR, sem var efstur eftir fyrri keppnisdaginn á -5 endaði á 2 höggum yfir pari og endað hann í þriðja sæti.

Guðrún Brá sigraði á fyrsta stigamótinu á Eimskipsmótaröðinni
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili sigraði í kvennaflokki á fyrsta stigamóti ársins á Eimskipsmótaröðinni í golfi. Guðrún, sem er 17 ára gömul, lék hringina tvo á samtals fjórum höggum yfir pari, 75 höggum í dag og 73 höggum í gær.

Birgir Leifur endaði í 25. til 31. sæti í Belgíu
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, varð í 25. til 31. sæti á Telenet Trophy mótinu í Belgíu sem lauk í dag eftir að hafa leikið lokahringinn á pari vallarins. Birgir Leifur var þarna að keppa á sínu öðru móti á evrópsku Áskorendamótaröðinni en hann lék hringina fjóra á 288 höggum eða á pari vallarins.

Stefán Már á fimm höggum undir pari
GR-ingurinn Stefán Már Stefánsson hefur eins högga forskot efrir fyrri dag á Örninn golfmótinu sem er fyrsta mótið á Eimskipsmótatöðinni í golfi. Mótið fer fram á Garðavelli á Akranesi um helgina og lýkur í dag.

Vertíðin hefst á Garðavelli í dag
Keppnistímabilið hjá afrekskylfingum landsins hefst með formlegum hætti í dag. Leiknar verða 36 holur eða tveir hringir á Eimskipsmótaröðinni og fer fyrsta mótið fram á Garðavelli á Akranesi og nefnist það Örninn golfmótið.

Birgir Leifur bætti sig um sex högg í dag
Birgir Leifur Hafþórsson lék á þremur höggum undir pari á móti í Belgíu en það er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.

Tiger: Þetta eru engin dómsdagsmeiðsli
Læknar hafa tjáð Tiger Woods að meiðslin sem hann varð fyrir á Masters-mótinu eigi ekki að koma í veg fyrir að hann geti tekið þátt í US Open sem hefst um miðjan næsta mánuð.

Gosið setti fyrsta unglingamótið úr skorðum
Fyrsta mótið á unglingamótaröð Arionbanka og GSÍ fór fram á Strandavelli á Hellu um helgina en ekki tókst að ljúka keppni í öllum flokkum vegna atburða við Grímsvötn. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli mælti með því að mótinu yrði frestað vegna öskufoks á golfvellinum. Gríðarlegt rok var á Strandavelli báða keppnisdagana og hitastigið var ekki hátt en þrátt fyrir erfiðar aðstæður náðu margir kylfingar frábæru skori. Næsta mót á unglingamótaröðinni fer fram á Hólmsvelli í Leiru helgina 4.-5. júní.

Tiger fellur út af topp tíu listanum
Tiger Woods dettur út af topp tíu á heimslistanum í golfi eftir helgina þegar næsti listi verður gefinn út. Tiger er sem stendur í áttunda sæti.

Tiger ætlar að ná US Open
Tiger Woods varð að draga sig úr keppni á Players-meistaramótinu um síðustu helgi en hann segir útlitið betra en á horfðist. Honum tókst aðeins að leika 9 holur á mótinu.

Ryderkeppnin fer fram í Frakklandi árið 2018
Ryderkeppnin í golfi árið 2018 mun fara fram á Le Golf National vellinum í Frakklandi en keppnin hefur aðeins einu sinni áður farið fram á meginlandi Evrópu. Fjölmargar þjóðir kepptust um að fá að halda keppnina þar sem að úrvalslið frá Evrópu og Bandaríkjunum eigast við. Spánn, Portúgal, Þýskaland og Holland sóttust einnig eftir keppninni.

Choi hafði betur gegn Toms í bráðabana á Players
Kóreumaðurinn K.J. Choi sigraði á Players meistaramótinu á bandarísku atvinnumótaröðinni í golfi í gær á TPC Sawgrass vellinum. Choi hafði betur í bráðabana gegn David Toms frá Bandaríkjunum. Þeir hófu leik í bráðabananum á einkennisholu vallarins, 17. braut, sem er par 3 hola og er vatn allt í kringum flötina. Toms þrípúttaði á 17. flöt og fékk skolla en Choi gerði engin mistök og fékk par.

Birgir Leifur náði 3.-4. sæti
Birgir Leifur Hafþórsson náði frábærum árangri á móti í Áskorendaröð Evrópu sem fór fram í Toskaníuhéraði á Ítalíu um helgina.

Birgir Leifur höggi á eftir efsta manni
Birgir Leifur Hafþórsson er í 2.-6. sæti eftir þrjá daga á móti í Áskorendamótaröð Evrópu sem fer nú fram á Ítalíu.

Tiger dró sig úr keppni
Tiger Woods dró sig úr keppni á Players-meistaramótinu í dag eftir aðeins níu holur. Tiger er meiddur og var greinilega ekki tilbúinn í slaginn.

Birgir Leifur í öðru sæti
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er í öðru sæti eftir fyrsta daginn á Mugello Tuscany Open mótinu á Ítalíu en mótið er hluti af evrópsku Áskorendamótaröðinni og er fyrsta mótið sem Birgir Leifur keppir í á þessu ári.

Birgir Leifur keppir á Áskorendamótaröðinni á Ítalíu í dag
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er kominn til Flórens á Ítalíu þar sem hann keppir á Mugello Tuscany Open mótinu í evrópsku Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur fékk óvænt boð á mótið þegar fjölmargir spænskir kylfingar boðuðu forföll vegna jarðafarar Seve Ballesteros sem lést um síðustu helgi.

Woods og Mickelson: Ballesteros er goðsögn
Seve Ballesteros lést síðastliðin laugardag úr krabbameini sem hann hafði barist við í langan tíma. Ballesteros var einn allra besti kylfingur síðari tíma og gríðarlega virtur innan golfheimsins.

Golfgoðsögn látin
Golfgoðsögnin Seve Ballesteros lést í nótt af völdum heilaæxlis. Hann var 54 ára gamall. Í yfirlýsingu sem birt var á vefsíðu Ballesteros í morgun kemur fram að hann hafi látist á heimili sínu í Padrena, umvafinn ástvinum sínum. Ballesteros var áhrifamikill frumkvöðull í golfíþróttinni á Spáni. Hann vann meðal annars fimm risamót á ferli sínum. Spænsku blöðin kalla hann jafnvel „upphafsmann spænska golfsins“.

Tiger keppir á Players-mótinu
Tiger Woods mun snúa aftur á golfvöllinn og keppa í Players Championship-mótinu sem hefst á fimmtudaginn næstkomandi.

Tiger meiddur og kominn í frí
Tiger Woods mun ekki taka þátt í Wells Fargo-meistaramótinu þar sem hann er meiddur á hné. Meiðslin hlaut hann í þriðja hring Masters á dögunum.

Westwood í efsta sæti heimslistans
Englendingurinn Lee Westwood komst í dag í efsta sæti heimslistans í golfi en hann fagnaði sigri á móti í Indónesíu.