Woods hefur tekið forystu í Ástralíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. nóvember 2011 09:00 Tiger Woods horfir á eftir boltanum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods er greinilega að finna aftur sitt langþráða gamla form en hann er nú í forystu á opna ástralska meistaramótinu í golfi eftir fyrstu tvo keppnisdagana. Woods lék í gær á 67 höggum, fimm höggum undir pari vallarins. Samtals er hann á níu höggum undir pari og hefur eins höggs forystu á næsta mann. Woods hefur aldrei spilað betur tvo daga í röð á þessu ári. Þetta er einnig í fyrsta sinn á þessu ári sem hann er í forystu á móti á milli keppnisdaga og í fyrsta sinn í tvö ár á jafn sterku móti. „Ég spilaði virkilega vel,“ sagði Woods. „Þó svo að ég hafi spilað á fimm höggum undir pari fannst mér að ég hefði jafnvel getað skilað mér í hús á 8-9 höggum undir pari.“ Í öðru sæti er heimamaðurinn Peter O'Malley sem lék á 66 höggum í gær. Jason Day, sem var í sama holli og Woods, er í þriðja sæti tveimur höggum á eftir Tiger. Þrátt fyrir að Woods spilaði vel í gær missti hann engu að síður af fuglum á 11. og 17. holu, sem báðar eru par fimm, auk þess sem hann missti rúmlega þriggja metra pútt fyrir erni á 14. holu. Golf Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods er greinilega að finna aftur sitt langþráða gamla form en hann er nú í forystu á opna ástralska meistaramótinu í golfi eftir fyrstu tvo keppnisdagana. Woods lék í gær á 67 höggum, fimm höggum undir pari vallarins. Samtals er hann á níu höggum undir pari og hefur eins höggs forystu á næsta mann. Woods hefur aldrei spilað betur tvo daga í röð á þessu ári. Þetta er einnig í fyrsta sinn á þessu ári sem hann er í forystu á móti á milli keppnisdaga og í fyrsta sinn í tvö ár á jafn sterku móti. „Ég spilaði virkilega vel,“ sagði Woods. „Þó svo að ég hafi spilað á fimm höggum undir pari fannst mér að ég hefði jafnvel getað skilað mér í hús á 8-9 höggum undir pari.“ Í öðru sæti er heimamaðurinn Peter O'Malley sem lék á 66 höggum í gær. Jason Day, sem var í sama holli og Woods, er í þriðja sæti tveimur höggum á eftir Tiger. Þrátt fyrir að Woods spilaði vel í gær missti hann engu að síður af fuglum á 11. og 17. holu, sem báðar eru par fimm, auk þess sem hann missti rúmlega þriggja metra pútt fyrir erni á 14. holu.
Golf Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira