Tiger tapaði stórt í fyrsta leiknum í Forsetabikarnum 17. nóvember 2011 09:58 Steve Williams og Tiger Woods takast hér í hendur eftir leikinn í nótt. Getty Images / Nordic Photos Tiger Woods náði sér ekki á strik á fyrsta keppnisdegi í Forsetabikarnum sem hófst í nótt í Ástralíu. Þar eigast við Bandaríkin og alþjóðalegt úrvalslið kylfinga utan Evrópu. Woods og Steve Stricker töpuðu 7/6 í fjórmenning gegn Ástralanum Adam Scott og KJ Choi frá Suður-Kóreu. Bandaríska úrvalsliðið er með 4 vinninga gegn 2 að loknum fyrsta keppnisdegi. Keppnisfyrirkomulagið er með sama hætti og Ryderkeppnin á milli Bandaríkjana og Evrópu. Allra augu beindust að Tiger Woods þar sem hann var í ráshóp með fyrrum aðstoðarmanni sínum, Steve Williams. Þeir hafa ekki verið perluvinir frá því að slitnaði upp úr samstarfi þeirra og í aðdraganda keppninnar gerði Williams grín að Woods í ræðu sem hann hélt á samkomu kylfusveina. Það mál var síðan leyst með „sáttafundi" þeirra Woods og Williams. Þeir tókust í hendur fyrir leikinn í nótt og ekkert benti til þess að þeir væru ósáttir að vera í nærveru hvors annars. Woods og Stricker náðu sér ekki á strik en þeir fengu ekki fugl og unnu enga holu gegn þeim Adams og Choi. Leikurinn kláraðist á 12 holu og hefur það ekki gerst í Forsetabikarnum frá árinu 1996.Bubba Watson / Webb Simpson sigruðu Ernie Els (Suður-Afríka) / Ryo Ishikawa (Japan) 4/2 Bill Haas / Nick Watney gerðu jafntefli gegn Geoff Ogilvy (Ástralíu) Charl Schwartzel (Suður-Afríku) Dustin Johnson / Matt Kuchar gerðu jafntefli gegn Aaron Baddeley (Ástralíu) / Jason Day (Ástralíu).Phil Mickelson / Jim Furyk sigruðu Retief Goosen (Suður-Afríku) / Robert Allenby (Ástralíu) 4/3Hunter Mahan / David Toms sigruðu Kyung-tae Kim (S-Kóreu) / Y.E. Yang (S-Kóreu) 6/5 Tiger Woods / Steve Stricker töpuðu gegn Adam Scott (Ástralíu) / KJChoi (Suður-Kóreu) 7/6. Golf Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods náði sér ekki á strik á fyrsta keppnisdegi í Forsetabikarnum sem hófst í nótt í Ástralíu. Þar eigast við Bandaríkin og alþjóðalegt úrvalslið kylfinga utan Evrópu. Woods og Steve Stricker töpuðu 7/6 í fjórmenning gegn Ástralanum Adam Scott og KJ Choi frá Suður-Kóreu. Bandaríska úrvalsliðið er með 4 vinninga gegn 2 að loknum fyrsta keppnisdegi. Keppnisfyrirkomulagið er með sama hætti og Ryderkeppnin á milli Bandaríkjana og Evrópu. Allra augu beindust að Tiger Woods þar sem hann var í ráshóp með fyrrum aðstoðarmanni sínum, Steve Williams. Þeir hafa ekki verið perluvinir frá því að slitnaði upp úr samstarfi þeirra og í aðdraganda keppninnar gerði Williams grín að Woods í ræðu sem hann hélt á samkomu kylfusveina. Það mál var síðan leyst með „sáttafundi" þeirra Woods og Williams. Þeir tókust í hendur fyrir leikinn í nótt og ekkert benti til þess að þeir væru ósáttir að vera í nærveru hvors annars. Woods og Stricker náðu sér ekki á strik en þeir fengu ekki fugl og unnu enga holu gegn þeim Adams og Choi. Leikurinn kláraðist á 12 holu og hefur það ekki gerst í Forsetabikarnum frá árinu 1996.Bubba Watson / Webb Simpson sigruðu Ernie Els (Suður-Afríka) / Ryo Ishikawa (Japan) 4/2 Bill Haas / Nick Watney gerðu jafntefli gegn Geoff Ogilvy (Ástralíu) Charl Schwartzel (Suður-Afríku) Dustin Johnson / Matt Kuchar gerðu jafntefli gegn Aaron Baddeley (Ástralíu) / Jason Day (Ástralíu).Phil Mickelson / Jim Furyk sigruðu Retief Goosen (Suður-Afríku) / Robert Allenby (Ástralíu) 4/3Hunter Mahan / David Toms sigruðu Kyung-tae Kim (S-Kóreu) / Y.E. Yang (S-Kóreu) 6/5 Tiger Woods / Steve Stricker töpuðu gegn Adam Scott (Ástralíu) / KJChoi (Suður-Kóreu) 7/6.
Golf Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira