Innlent Íslenskt par fannst látið í íbúð á Spáni Íslenskt par, karl og kona, fannst látið í síðustu viku í íbúð í bænum Torrevieja á Spáni. Innlent 15.1.2024 15:22 Mælitæki Veðurstofunnar greindu engin merki áður en seinni sprungan opnaðist Gliðnun innan bæjarmarka Grindavíkur hefur verið allt að 1,4 metrar síðasta sólarhringinn. Nýjar sprungur hafa opnast og eldri sprungur stækkað. Ekki er hægt að útiloka að nýjar gossprungur opnist án fyrirvara, líkt og gerðist í gær þegar sprunga opnaðist við bæjarmörk Grindavíkur. Engin merki sáust á mælitækjum Veðurstofunnar í tengslum við þá gosopnun. Innlent 15.1.2024 14:51 „Langt frá því að vera búið“ Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir mikilvægt að hafa í huga að þrátt fyrir að gosið við Grindavík virðist vera að lognast út af, sé eldsumbrotunum á Reykjanesskaga langt frá því að vera lokið. Varnargarðarnir hafi sannarlega sannað gildi sitt í gær og hafi „svínvirkað“. Innlent 15.1.2024 14:28 Til skoðunar að hækka varnargarðana um nokkra metra Enn er unnið við gerð varnargarða við Grindavík. Framkvæmdastjóri mannvirkja hjá Ístaki segir vel hafa tekist til við hönnun og val á staðsetningu. Í dag sé verið að skoða hvort þörf sé á að hækka þá enn frekar. Innlent 15.1.2024 14:07 Fagfélögin flagga palestínska fánanum Fagfélögin fordæma yfirstandandi árás Ísrael á Gasa og skora á íslensk stjórnvöld að leita allra leiða til að þrýsta á að endir verði bundinn á hörmungarnar. Þetta kemur fram sameiginlegri yfirlýsingu fagfélaganna en þau samanstanda af MATVÍS, RSÍ, VM og Byggiðn. Innlent 15.1.2024 13:49 Úrlausnarefni að samræma væntingar á almenna og opinbera vinnumarkaði Forsætisráðherra segir úrlausnarefni að sameina væntingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði annars vegar og opinbera markaðnum hins vegar. Hún leyfi sér hins vegar að vera bjartsýn á að takast muni að ganga frá kjarasamningum innan ekki langs tíma. Innlent 15.1.2024 13:21 Vignir Jónasson lést af slysförum í Svíþjóð Vignir Jónasson, hestamaður sem ræktað hefur hesta við góðan orðstír í Svíþjóð, er látinn eftir alvarlegt slys í Laholm í gærkvöldi. Hann var 52 ára gamall. Innlent 15.1.2024 13:18 Áhyggjur af fjárhag geti sundrað grindvískum fjölskyldum Gunnar Ólafur Ragnarsson, fjölskyldufaðir í Grindavík, sér ekki fyrir sér að búa aftur í bænum. Þó sé vandfundinn harðari Grindvíkingur en hann sjálfur. Hann kallar eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar enda geti fjárhagsáhyggjur ofan í aðrar áhyggjur sundrað fjölskyldum í Grindavík. Innlent 15.1.2024 12:08 Sprungur að stækka og líkur á nýjum gosopum Þrátt fyrir að dregið hafi úr gosvirkni eru líkur á að ný gosop opnist innan Grindavíkur og sprungur eru að myndast í bænum. Deildarstjóri eldvirkni og jarðskjálfta segir mikla hættu til staðar á svæðinu þar í kring og óvissu um framhaldið. Innlent 15.1.2024 12:00 Framlengja stuðning við íbúa Grindavíkur og kaupa fleiri íbúðir Ríkisstjórn hefur ákveðið að framlengja hússnæðisstuðning við íbúa Grindavíkur. Aukinn kraftur verður settur í að kaupa íbúðir fyrir Grindvíkinga. Þá er aukinn stuðningur við fyrirtæki ti lskoðunar. Forsætisráðherra segir tjónamat í bænum hafa verið mjög langt komið en atburðir helgarinnar hafi sett strik í reikninginn. Hún geri sér grein fyrir að tilfinningar Grindvíkingar séu blendnar, sumir vilji snúa til baka en aðrir alls ekki. Innlent 15.1.2024 11:58 Hádegisfréttir Bylgjunnar Náttúruhamfarirnar í Grindavík verða eðlilega í forgrunni í hádegisfréttum okkar á Bylgjunni. Innlent 15.1.2024 11:25 Eigandi B5 vill hafa hendur í hári brennuvarga Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B5 við Bankastræti og Nýju vínbúðarinnar, hefur heitið 100 þúsund krónum hverjum þeim sem getur komið með traustar ábendingar um hverjir voru að verki í Skipholti sunnudaginn 14. janúar og reyndu að kveikja í Brim hóteli Innlent 15.1.2024 11:07 Vill að ríkið kaupi íbúa Grindavíkur út Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Grindavík, segir það allt of mikla svartsýnisspá að ekki verði búið aftur í Grindavík næstu árin eða áratugi. Það sé fullur hugur í eigendum fyrirtækja að halda starfsemi áfram, sem sé forsenda þess að hægt sé að byggja bæinn upp á nú. Hins vegar sé nauðsynlegt að grípa þá íbúa sem ekki geti hugsað sér að snúa til baka. Innlent 15.1.2024 11:07 Þyrlan flaug yfir Grindavík Vísir var í beinni útsendingu frá þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flaug yfir gosstöðvarnar norðan við Grindavík í morgun. Innlent 15.1.2024 11:04 Dæmdur fyrir að taka samfanga hálstaki Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt mann, sem afplánaði dóm á Sogni, í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að ráðast á samfanga sinn með því að taka hann hálstaki og slegið hann með krepptum hnefa í andlitið. Innlent 15.1.2024 10:59 32 naggrísum komið fyrir á fósturheimili Sjálfboðaliðar hjá Dýrahjálp Íslands forðuðu 32 naggrísum frá aflífun með því að koma þeim úr óupphituðu hesthúsi og yfir á fósturheimili. Þeir leita nú að framtíðarheimili. Innlent 15.1.2024 10:10 660 skjálftar frá miðnætti Um 660 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti. Sá stærsti var 1,8 að stærð. Flestir skjálftarnir hafa verið í kringum Hagafell en þónokkrir hafa mælst við kvikuganginn undir Grindavík. Innlent 15.1.2024 10:09 Raunsæi í stað bjartsýni: „Ég býst ekki við því að flytja heim aftur“ Sunna Jónína Sigurðardóttir, íbúi við Efrahóp í Grindavík - götuna þar sem hús hafa orðið hrauninu að bráð, segir kominn tíma til að horfa raunsætt á hlutina og hætta að vera bjartsýn. Hún sér ekki fyrir sér endurkomu til Grindavíkur. Innlent 15.1.2024 09:56 Fá hvergi inni fyrir barnið og ekki krónu með gati frá borginni Foreldrar sem hafa orðið fyrir tekjumissi þar sem 21 mánaða gömul dóttir þeirra fær hvorki vistun hjá dagforeldrum né pláss í leikskóla segja stöðuna í leikskóla-og dagforeldramálum svo slæma að stór hópur muni ekki fá krónu frá borgarstjórn sem boðað hafi styrki handa foreldrum. Innlent 15.1.2024 09:00 Jákvætt að sjá að varnargarðarnir virki Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir jákvætt að sjá að varnargarðarnir, sem byrjað var að reisa fyrir norðan Grindavík í byrjun mánaðar, hafi virkað og haldið mestöllu hrauninu frá bænum. Innlent 15.1.2024 08:24 Hættulegur strákur: „Tilfinningin var eins og í Hollywood-mynd“ Sigurður Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, segir árin sem hann var virkur í störfum WikiLeaks helst minna á Hollywood-mynd. Hann segir fáránlegt að sér hafi verið treyst fyrir jafn miklu og raun bar vitni þegar hann var bara unglingur. Innlent 15.1.2024 08:01 Fastanefndir þingsins koma saman og hefja störf Fastanefndir Alþingis hefja störf í dag en vika er þangað til þingið kemur saman eftir jólafrí. Fundað verður í fjórum fastanefndum í dag, það er stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, fjárlaganefnd, atvinnuveganefnd og allsherjar- og menntamálanefnd. Innlent 15.1.2024 07:16 Ekki öruggt að senda fólk inn í bæinn Samskiptastjóri almannavarna segir ekki öruggt að senda fólk inn í Grindavík til að reyna að kæla hraunið sem þangað rennur. Hraunflæði úr syðri sprungunni, sem er nær bænum, virðist hafa minnkað talsvert í nótt. Innlent 15.1.2024 06:37 Vaktin: Lítil virkni í einu gosopi Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Fyrst opnaðist sprunga sem lá að stærstum hluta norðan varnargarða, en síðar opnaðist önnur rétt norðan byggðarinnar. Innlent 15.1.2024 04:17 Hraunflæði innan bæjarmarkanna fjarar út „Okkur sýnist syðri sprungan, sem er innan bæjarmarkanna, alveg vera að gefa upp öndina,“ segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Innlent 15.1.2024 03:07 Eldgosið tekið fyrir í heimspressunni Margir stærstu fjölmiðla heims hafa fjallað um eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærmorgun. Innlent 15.1.2024 02:30 Spurning hvort hraunið nemi staðar eða haldi hægt áfram Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að töluvert hafi dregið úr virkni syðri gossprungunnar, þeirrar sem er við bæjarmörk Grindavíkur. Innlent 15.1.2024 01:09 Þrívíddarlíkan sýnir gosstöðvarnar Náttúrufræðistofnun Íslands og Landmælingar Íslands hafa birt þrívíddarlíkön af gossvæðinu við Sundhnúksgíga. Innlent 14.1.2024 23:18 Ljósmyndir úr flugi RAX yfir Grindavík Ljósmyndarinn RAX flaug yfir gosstöðvarnar við Grindavík í dag og myndaði sprungurnar og þann hluta bæjarins þar sem hraun flæðir nú. Innlent 14.1.2024 21:23 Forsetinn boðar samstöðu og enga uppgjöf Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands vitnaði í forvera sinn Kristján Eldjárn og Snorra goða í ávarpi um kvöldmatarleytið þar sem hann blés baráttuhug í landsmenn. Skilaboðin voru skýr; við gefumst ekki upp. Innlent 14.1.2024 20:36 « ‹ 295 296 297 298 299 300 301 302 303 … 334 ›
Íslenskt par fannst látið í íbúð á Spáni Íslenskt par, karl og kona, fannst látið í síðustu viku í íbúð í bænum Torrevieja á Spáni. Innlent 15.1.2024 15:22
Mælitæki Veðurstofunnar greindu engin merki áður en seinni sprungan opnaðist Gliðnun innan bæjarmarka Grindavíkur hefur verið allt að 1,4 metrar síðasta sólarhringinn. Nýjar sprungur hafa opnast og eldri sprungur stækkað. Ekki er hægt að útiloka að nýjar gossprungur opnist án fyrirvara, líkt og gerðist í gær þegar sprunga opnaðist við bæjarmörk Grindavíkur. Engin merki sáust á mælitækjum Veðurstofunnar í tengslum við þá gosopnun. Innlent 15.1.2024 14:51
„Langt frá því að vera búið“ Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir mikilvægt að hafa í huga að þrátt fyrir að gosið við Grindavík virðist vera að lognast út af, sé eldsumbrotunum á Reykjanesskaga langt frá því að vera lokið. Varnargarðarnir hafi sannarlega sannað gildi sitt í gær og hafi „svínvirkað“. Innlent 15.1.2024 14:28
Til skoðunar að hækka varnargarðana um nokkra metra Enn er unnið við gerð varnargarða við Grindavík. Framkvæmdastjóri mannvirkja hjá Ístaki segir vel hafa tekist til við hönnun og val á staðsetningu. Í dag sé verið að skoða hvort þörf sé á að hækka þá enn frekar. Innlent 15.1.2024 14:07
Fagfélögin flagga palestínska fánanum Fagfélögin fordæma yfirstandandi árás Ísrael á Gasa og skora á íslensk stjórnvöld að leita allra leiða til að þrýsta á að endir verði bundinn á hörmungarnar. Þetta kemur fram sameiginlegri yfirlýsingu fagfélaganna en þau samanstanda af MATVÍS, RSÍ, VM og Byggiðn. Innlent 15.1.2024 13:49
Úrlausnarefni að samræma væntingar á almenna og opinbera vinnumarkaði Forsætisráðherra segir úrlausnarefni að sameina væntingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði annars vegar og opinbera markaðnum hins vegar. Hún leyfi sér hins vegar að vera bjartsýn á að takast muni að ganga frá kjarasamningum innan ekki langs tíma. Innlent 15.1.2024 13:21
Vignir Jónasson lést af slysförum í Svíþjóð Vignir Jónasson, hestamaður sem ræktað hefur hesta við góðan orðstír í Svíþjóð, er látinn eftir alvarlegt slys í Laholm í gærkvöldi. Hann var 52 ára gamall. Innlent 15.1.2024 13:18
Áhyggjur af fjárhag geti sundrað grindvískum fjölskyldum Gunnar Ólafur Ragnarsson, fjölskyldufaðir í Grindavík, sér ekki fyrir sér að búa aftur í bænum. Þó sé vandfundinn harðari Grindvíkingur en hann sjálfur. Hann kallar eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar enda geti fjárhagsáhyggjur ofan í aðrar áhyggjur sundrað fjölskyldum í Grindavík. Innlent 15.1.2024 12:08
Sprungur að stækka og líkur á nýjum gosopum Þrátt fyrir að dregið hafi úr gosvirkni eru líkur á að ný gosop opnist innan Grindavíkur og sprungur eru að myndast í bænum. Deildarstjóri eldvirkni og jarðskjálfta segir mikla hættu til staðar á svæðinu þar í kring og óvissu um framhaldið. Innlent 15.1.2024 12:00
Framlengja stuðning við íbúa Grindavíkur og kaupa fleiri íbúðir Ríkisstjórn hefur ákveðið að framlengja hússnæðisstuðning við íbúa Grindavíkur. Aukinn kraftur verður settur í að kaupa íbúðir fyrir Grindvíkinga. Þá er aukinn stuðningur við fyrirtæki ti lskoðunar. Forsætisráðherra segir tjónamat í bænum hafa verið mjög langt komið en atburðir helgarinnar hafi sett strik í reikninginn. Hún geri sér grein fyrir að tilfinningar Grindvíkingar séu blendnar, sumir vilji snúa til baka en aðrir alls ekki. Innlent 15.1.2024 11:58
Hádegisfréttir Bylgjunnar Náttúruhamfarirnar í Grindavík verða eðlilega í forgrunni í hádegisfréttum okkar á Bylgjunni. Innlent 15.1.2024 11:25
Eigandi B5 vill hafa hendur í hári brennuvarga Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B5 við Bankastræti og Nýju vínbúðarinnar, hefur heitið 100 þúsund krónum hverjum þeim sem getur komið með traustar ábendingar um hverjir voru að verki í Skipholti sunnudaginn 14. janúar og reyndu að kveikja í Brim hóteli Innlent 15.1.2024 11:07
Vill að ríkið kaupi íbúa Grindavíkur út Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Grindavík, segir það allt of mikla svartsýnisspá að ekki verði búið aftur í Grindavík næstu árin eða áratugi. Það sé fullur hugur í eigendum fyrirtækja að halda starfsemi áfram, sem sé forsenda þess að hægt sé að byggja bæinn upp á nú. Hins vegar sé nauðsynlegt að grípa þá íbúa sem ekki geti hugsað sér að snúa til baka. Innlent 15.1.2024 11:07
Þyrlan flaug yfir Grindavík Vísir var í beinni útsendingu frá þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flaug yfir gosstöðvarnar norðan við Grindavík í morgun. Innlent 15.1.2024 11:04
Dæmdur fyrir að taka samfanga hálstaki Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt mann, sem afplánaði dóm á Sogni, í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að ráðast á samfanga sinn með því að taka hann hálstaki og slegið hann með krepptum hnefa í andlitið. Innlent 15.1.2024 10:59
32 naggrísum komið fyrir á fósturheimili Sjálfboðaliðar hjá Dýrahjálp Íslands forðuðu 32 naggrísum frá aflífun með því að koma þeim úr óupphituðu hesthúsi og yfir á fósturheimili. Þeir leita nú að framtíðarheimili. Innlent 15.1.2024 10:10
660 skjálftar frá miðnætti Um 660 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti. Sá stærsti var 1,8 að stærð. Flestir skjálftarnir hafa verið í kringum Hagafell en þónokkrir hafa mælst við kvikuganginn undir Grindavík. Innlent 15.1.2024 10:09
Raunsæi í stað bjartsýni: „Ég býst ekki við því að flytja heim aftur“ Sunna Jónína Sigurðardóttir, íbúi við Efrahóp í Grindavík - götuna þar sem hús hafa orðið hrauninu að bráð, segir kominn tíma til að horfa raunsætt á hlutina og hætta að vera bjartsýn. Hún sér ekki fyrir sér endurkomu til Grindavíkur. Innlent 15.1.2024 09:56
Fá hvergi inni fyrir barnið og ekki krónu með gati frá borginni Foreldrar sem hafa orðið fyrir tekjumissi þar sem 21 mánaða gömul dóttir þeirra fær hvorki vistun hjá dagforeldrum né pláss í leikskóla segja stöðuna í leikskóla-og dagforeldramálum svo slæma að stór hópur muni ekki fá krónu frá borgarstjórn sem boðað hafi styrki handa foreldrum. Innlent 15.1.2024 09:00
Jákvætt að sjá að varnargarðarnir virki Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir jákvætt að sjá að varnargarðarnir, sem byrjað var að reisa fyrir norðan Grindavík í byrjun mánaðar, hafi virkað og haldið mestöllu hrauninu frá bænum. Innlent 15.1.2024 08:24
Hættulegur strákur: „Tilfinningin var eins og í Hollywood-mynd“ Sigurður Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, segir árin sem hann var virkur í störfum WikiLeaks helst minna á Hollywood-mynd. Hann segir fáránlegt að sér hafi verið treyst fyrir jafn miklu og raun bar vitni þegar hann var bara unglingur. Innlent 15.1.2024 08:01
Fastanefndir þingsins koma saman og hefja störf Fastanefndir Alþingis hefja störf í dag en vika er þangað til þingið kemur saman eftir jólafrí. Fundað verður í fjórum fastanefndum í dag, það er stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, fjárlaganefnd, atvinnuveganefnd og allsherjar- og menntamálanefnd. Innlent 15.1.2024 07:16
Ekki öruggt að senda fólk inn í bæinn Samskiptastjóri almannavarna segir ekki öruggt að senda fólk inn í Grindavík til að reyna að kæla hraunið sem þangað rennur. Hraunflæði úr syðri sprungunni, sem er nær bænum, virðist hafa minnkað talsvert í nótt. Innlent 15.1.2024 06:37
Vaktin: Lítil virkni í einu gosopi Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Fyrst opnaðist sprunga sem lá að stærstum hluta norðan varnargarða, en síðar opnaðist önnur rétt norðan byggðarinnar. Innlent 15.1.2024 04:17
Hraunflæði innan bæjarmarkanna fjarar út „Okkur sýnist syðri sprungan, sem er innan bæjarmarkanna, alveg vera að gefa upp öndina,“ segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Innlent 15.1.2024 03:07
Eldgosið tekið fyrir í heimspressunni Margir stærstu fjölmiðla heims hafa fjallað um eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærmorgun. Innlent 15.1.2024 02:30
Spurning hvort hraunið nemi staðar eða haldi hægt áfram Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að töluvert hafi dregið úr virkni syðri gossprungunnar, þeirrar sem er við bæjarmörk Grindavíkur. Innlent 15.1.2024 01:09
Þrívíddarlíkan sýnir gosstöðvarnar Náttúrufræðistofnun Íslands og Landmælingar Íslands hafa birt þrívíddarlíkön af gossvæðinu við Sundhnúksgíga. Innlent 14.1.2024 23:18
Ljósmyndir úr flugi RAX yfir Grindavík Ljósmyndarinn RAX flaug yfir gosstöðvarnar við Grindavík í dag og myndaði sprungurnar og þann hluta bæjarins þar sem hraun flæðir nú. Innlent 14.1.2024 21:23
Forsetinn boðar samstöðu og enga uppgjöf Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands vitnaði í forvera sinn Kristján Eldjárn og Snorra goða í ávarpi um kvöldmatarleytið þar sem hann blés baráttuhug í landsmenn. Skilaboðin voru skýr; við gefumst ekki upp. Innlent 14.1.2024 20:36