„Við kölluðum okkur Trú og líf því vildum lifa fyrir trú, en við vildum líka hafa lífið og vera lifandi,“ segir Halldór Lárusson, einn af stofnendum og helstu forsvarsmönnum Trúar og lífs, félagsskapar ungs fólks af trúarlegum toga sem var starfandi á níunda áratug síðustu aldar. Þessi hópur, sem var einn margra sem voru starfræktir af ungu fólki um þessar mundir er nú skyndilega kominn í sviðsljósið. Málið sem hefur orðið til þess að Ásthildur Lóa Þórsdóttir ætlar að segja af sér tengist þessum hópi. Líkt og fjallað hefur verið um átti Ásthildur í sambandi við fimmtán ára pilt þegar hún var sjálf 22 ára, og eignaðist með honum son einu ári síðar. Þau kynntust í Trú og lífi, sem mun hafa verið starfrækt frá 1982 til loka níunda áratugarins eða upphafs þess tíunda. „Þetta var ekki skráður söfnuður. Þetta var félagsskapur ungs fólks sem hafði orðið fyrir trúarlegri vakningu í Þjóðkirkjunni, og víðar. Og verður til úr hópi sem hét Ungt fólk með hlutverk. Þetta er eiginlega hópur sem kom þaðan. Við vorum að hittast í um það bil tíu ár, að syngja, leika okkur, biðja og lifa skemmtilegu andlegu lífi,“ segir Halldór í samtali við fréttastofu. Hann telur að í hópnum hafi verið sextíu til áttatíu manns. „Það var síðan annar hópur sem hafði orðið til úr svipaðri vakningu, sem heitir Vegurinn og er enn í gangi í dag, og Trú og líf eiginlega sameinaðist honum svona upp úr níutíu.“ Vissi ekki af máli Ásthildar Halldór segist ekki hafa vitað af þessu máli Ásthildar fyrr en greint var frá því í fjölmiðlum í fyrradag. „Ég vissi nú bara af þessu í fyrsta skipti í gær [í fyrradag, 20. mars]. Ég hafði ekki neinar hugmyndir um þetta. Hún fór mjög leynt með þetta,“ segir Halldór sem bendir á að hann hafi verið hættur í hópnum um það leyti sem Ásthildur og pilturinn munu hafa átt verið í sambandi. Þá var hann farinn að vinna sem fararstjóri víða um heim. „En ég var eiginlega hættur á þessum tíma, í kringum 1989-90,“ segir Halldór. „Þannig þetta kom okkur alveg jafn mikið á óvart og ykkur, myndi ég halda.“ Kannast ekki við leiðbeinendur Á meðal þess sem hefur verið rætt um er hvort Ásthildur Lóa hefði verið leiðbeinandi barnsföðurins í Trú og lífi. Halldór kannast ekki við að í hópnum hafi verið einhverjir sérstakir leiðbeinendur. „Það hefur þá verið komið til eftir að ég fór. Það voru engir leiðbeinendur þannig séð fyrir unga fólkið. Það voru kannski einhverjir leiðtogar sem stýrðu þessu, en hún Ásta Lóa var það allavega ekki á meðan ég var. En ég myndi ekki segja að það hafi verið leiðbeinendur. Það var enginn að taka neinn eitthvað að sér,“ segir Halldór. Þess má geta að Ásthildur hefur sjálf hafnað því að hafa verið leiðbeinandi piltsins. Þau hafi bæði bara verið hluti af þessum hóp. Ásthildur alltaf til fyrirmyndar Að sögn Halldórs var Ásthildur mjög virk í starfinu. „Hún hefur komið sem unglingur til okkar, svona sextán sautján ára eða eitthvað svoleiðis,“ segir hann. „Hún var virkilega skemmtileg. Alltaf kát og glöð. Og var til fyrirmyndar á meðan ég vissi af henni. Ég hef ekkert slæmt um Ástu Lóu að segja. Þó þetta sé náttúrlega ekki gott, og hafi ekki átt að eiga sér stað.“ Ekki einkennandi fyrir hópinn Halldór segir að þetta mál Ásthildar ekki einkennandi fyrir Trú og líf. „Langt því frá. Við vorum líka með reynslubolta, sem voru eldri, innan handar sem hjálpuðu okkar og voru ráðgefandi. Ég held að þetta hafi verið mjög heilbrigt í heildina séð, bara virkilega gott. Ég held að flestir sem voru þarna myndu segja að þeim hafi bæði fundist þetta gott og gaman. Það var ekkert svona í gangi,“ segir Halldór. Hann segir að þegar margt ungt fólk komi saman þurfi stundum að takast á við einhverjar áskoranir. „En ég man ekki eftir neinum slæmum uppákomum, og engu í þessa veruna. Ég hugsa hlýtt til þessara tíma.“ Umfjöllun Morgunblaðsins um Trú og líf.Tímarit.is Ný samtök álitin klofningssamtök Bjarni Randver Sigurvinsson, guðfræðingur og trúarbragðafræðingur, segir við fréttastofu að bakgrunn Trúar og lífs megi rekja til náðargjafavakningarhreyfingarinnar (e. charismatic movement) sem hafi borist hingað til lands árið 1972, og haft mikil áhrif á ungt á fólk árin þar á eftir. „Megineinkenni þessarar vakningarhreyfingar var áhersla á náðargjafir heilags anda eins og þeim er lýst í bréfum Páls postula með áherslu á tungutal í kjölfar fyllingar eða skírnar í heilögum anda,“ segir Bjarni. Þarna hafi komið fram áherslur í boðun kristinnar trúar sem hafi ekki komið mikið á sjónarsviðið hér á landi áður. Það birtist meðal annars í því hvernig Guð væri tilbeðinn með söng, dansi og uppréttum höndum. Þá gengi fólk út frá því að það fengi gefnar gjafir í formi hæfileika í þjónustunni við Guð. Árið 1976 hafi Ungt fólk með hlutverk verið stofnað, en þau voru hluti alþjóðahreyfingarinnar Youth with a Mission. Að sögn Bjarna litu margir á þetta, ekki síst innan KFUM og K á þetta sem klofning. Hápunkturinn á níunda og tíunda áratugnum „Til að gera langa sögu stutta þá spretta úr Ungu fólki með hlutverk nokkrir nýir trúarhópar snemma á níunda áratugnum sem eru meðal annars ósáttir við forystu þess félags og áherslu þess á að reyna að færa þessa vakningarstrauma inn í Þjóðkirkjuna. Dæmi eru um þeir snúist gegn skírnarskilningi Þjóðkirkjunnar og vilji vera óháðir henni þar sem hún sé of þung í vöfum,“ segir Bjarni, en Trú og líf var einn þessara trúarhópa. Bjarni segist sjálfur aldrei hafa sótt viðburði hjá Trú og lífi, en þarna muni samkomur í anda hvítasunnumanna og náðargjafavakningarinnar hafa farið fram. Þá má nefna að í gegnum Trú og líf var stofnuð kristilega hljómsveitin Takk, sem gaf út hljómplötu á ensku árið 1987. Fram- og bakhlið plötumslags Takk, trúarlegrar sveitar Trúar og Lífs. Á umslaginu eru hjónin Halldór Lárusson og Árný Blandon. Bjarni segir að hreyfingar sem þessar hafa verið í mestum blóma á níunda áratugnum og fram á miðjan tíunda áratuginn. Þá hafi þær smám saman farið að dala, og alls kyns vandamál komið upp innan nokkurra þeirra, til dæmis varðandi viðhorfs til samkynhneigðar. Talaði tungum meðan kraftaverk var unnið Eitthvað var fjallað um starfsemi Trúar og lífs í fjölmiðlum á sínum tíma. Í tímaritinu Heimsmynd árið 1988 ritaði Michelle Valfells upplifunarpistil um athöfn hjá hópnum sem fór fram í húsnæði hópsins við Smiðjuveg í Kópavogi. „Fólk dansaði og baðaði út öllum öngum (vægast sagt sjaldgæf sjón á Íslandi þar sem landsmenn eru yfirleitt hlédrægir). Sumir voru augljóslega vel undirbúnir og höfðu komið með bjöllutrommur sem þeir hristu af miklum krafti í takt við tónlistina. Vingjarnleg, bandarísk kona, sem sat við hliðina á mér, opnaði Biblíuna sína og sýndi mér hvar dýrkendur eru hvattir til að lofa Guð með tónlist og söng. Hún benti hreykin á málsgrein þar sem sérstaklega er minnst á bjöllutrommur,“ sagði í umfjöllun Heimsmyndar. Umfjöllun Heimsmyndar um Trú og líf.Tímarit.is Þar var einnig greint frá frammistöðu prédikarans Tony Fitzgerald, sem var sjálfur með söfnuð í Englandi sem hét Abuntant Life, en hann mun hafa unnið náið með Haraldi og Trú og Lífi. „Eftir að messu lauk lifnaði yfir honum. „Þú færð að sjá kraftaverk hér í kvöld,“ hafði Fitzgerald sagt við mig snemma um kvöldið og hann efndi svo sannarlega það loforð. Sérgrein Fitzgeralds er að lækna bakverki og lengja leggi fólks með mislanga fótleggi. Fitzgerald bað fólk, sem þjáðist af þessum kvillum, til að gefa sig fram. Ég varð furðu lostin yfir hversu margir stóðu á fætur. Ég hafði ekki hugmynd um að svo margir Íslendingar fæddust með annan fótinn styttri en hinn. Fitzgerald tók utan um fótinn á einum manni og hrópaði skipunartón: „Ég skipa þér að læknast!“ Söfnuðurinn flykktist fram til að fylgjast með og á bak við mig var maður farinn að tala tungum. (Þegar hér var komið við sögu var ég komin með höfuðverk en því miður virtist slíkt ekki vera ein af sérgreinum Fitzgeralds.) Maðurinn stóð á fætur og söfnuðurinn gladdist vegna kraftaverksins sem hann taldi sig hafa orðið vitni að,“ skrifaði Michelle. Umfjöllun Heimsmyndar um Trú og líf.Tímarit.is Trúfélagið geti orðið eins og fjölskylda Bjarni Randver segir mikilvægt að hafa það í huga að trúfélög sem þessi séu fyrst og fremst félagsleg. „Þau skapa vinatengsl þar sem fólk sameinast um ákveðin hugðarefni. Þetta þýðir að félagslegu samskiptin geta verið töluverð langt út fyrir sjálfa trúariðkunina í safnaðarstarfinu. Viðkomandi fólk tengist vinaböndum og trúfélagið getur orðið eins og fjölskylda þess.“ Einu sinni var... Barnamálaráðherra segir af sér Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Innlent Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Innlent Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Erlent „Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Innlent Stjórnsýslan beri ekki ábyrgð á tilfinningum fólks út í bæ Innlent Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Innlent Vitneskja Áslaugar Örnu setji meintan leka í alvarlegra samhengi Innlent Hvað var Trú og líf? Innlent Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Erlent Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Erlent
Þessi hópur, sem var einn margra sem voru starfræktir af ungu fólki um þessar mundir er nú skyndilega kominn í sviðsljósið. Málið sem hefur orðið til þess að Ásthildur Lóa Þórsdóttir ætlar að segja af sér tengist þessum hópi. Líkt og fjallað hefur verið um átti Ásthildur í sambandi við fimmtán ára pilt þegar hún var sjálf 22 ára, og eignaðist með honum son einu ári síðar. Þau kynntust í Trú og lífi, sem mun hafa verið starfrækt frá 1982 til loka níunda áratugarins eða upphafs þess tíunda. „Þetta var ekki skráður söfnuður. Þetta var félagsskapur ungs fólks sem hafði orðið fyrir trúarlegri vakningu í Þjóðkirkjunni, og víðar. Og verður til úr hópi sem hét Ungt fólk með hlutverk. Þetta er eiginlega hópur sem kom þaðan. Við vorum að hittast í um það bil tíu ár, að syngja, leika okkur, biðja og lifa skemmtilegu andlegu lífi,“ segir Halldór í samtali við fréttastofu. Hann telur að í hópnum hafi verið sextíu til áttatíu manns. „Það var síðan annar hópur sem hafði orðið til úr svipaðri vakningu, sem heitir Vegurinn og er enn í gangi í dag, og Trú og líf eiginlega sameinaðist honum svona upp úr níutíu.“ Vissi ekki af máli Ásthildar Halldór segist ekki hafa vitað af þessu máli Ásthildar fyrr en greint var frá því í fjölmiðlum í fyrradag. „Ég vissi nú bara af þessu í fyrsta skipti í gær [í fyrradag, 20. mars]. Ég hafði ekki neinar hugmyndir um þetta. Hún fór mjög leynt með þetta,“ segir Halldór sem bendir á að hann hafi verið hættur í hópnum um það leyti sem Ásthildur og pilturinn munu hafa átt verið í sambandi. Þá var hann farinn að vinna sem fararstjóri víða um heim. „En ég var eiginlega hættur á þessum tíma, í kringum 1989-90,“ segir Halldór. „Þannig þetta kom okkur alveg jafn mikið á óvart og ykkur, myndi ég halda.“ Kannast ekki við leiðbeinendur Á meðal þess sem hefur verið rætt um er hvort Ásthildur Lóa hefði verið leiðbeinandi barnsföðurins í Trú og lífi. Halldór kannast ekki við að í hópnum hafi verið einhverjir sérstakir leiðbeinendur. „Það hefur þá verið komið til eftir að ég fór. Það voru engir leiðbeinendur þannig séð fyrir unga fólkið. Það voru kannski einhverjir leiðtogar sem stýrðu þessu, en hún Ásta Lóa var það allavega ekki á meðan ég var. En ég myndi ekki segja að það hafi verið leiðbeinendur. Það var enginn að taka neinn eitthvað að sér,“ segir Halldór. Þess má geta að Ásthildur hefur sjálf hafnað því að hafa verið leiðbeinandi piltsins. Þau hafi bæði bara verið hluti af þessum hóp. Ásthildur alltaf til fyrirmyndar Að sögn Halldórs var Ásthildur mjög virk í starfinu. „Hún hefur komið sem unglingur til okkar, svona sextán sautján ára eða eitthvað svoleiðis,“ segir hann. „Hún var virkilega skemmtileg. Alltaf kát og glöð. Og var til fyrirmyndar á meðan ég vissi af henni. Ég hef ekkert slæmt um Ástu Lóu að segja. Þó þetta sé náttúrlega ekki gott, og hafi ekki átt að eiga sér stað.“ Ekki einkennandi fyrir hópinn Halldór segir að þetta mál Ásthildar ekki einkennandi fyrir Trú og líf. „Langt því frá. Við vorum líka með reynslubolta, sem voru eldri, innan handar sem hjálpuðu okkar og voru ráðgefandi. Ég held að þetta hafi verið mjög heilbrigt í heildina séð, bara virkilega gott. Ég held að flestir sem voru þarna myndu segja að þeim hafi bæði fundist þetta gott og gaman. Það var ekkert svona í gangi,“ segir Halldór. Hann segir að þegar margt ungt fólk komi saman þurfi stundum að takast á við einhverjar áskoranir. „En ég man ekki eftir neinum slæmum uppákomum, og engu í þessa veruna. Ég hugsa hlýtt til þessara tíma.“ Umfjöllun Morgunblaðsins um Trú og líf.Tímarit.is Ný samtök álitin klofningssamtök Bjarni Randver Sigurvinsson, guðfræðingur og trúarbragðafræðingur, segir við fréttastofu að bakgrunn Trúar og lífs megi rekja til náðargjafavakningarhreyfingarinnar (e. charismatic movement) sem hafi borist hingað til lands árið 1972, og haft mikil áhrif á ungt á fólk árin þar á eftir. „Megineinkenni þessarar vakningarhreyfingar var áhersla á náðargjafir heilags anda eins og þeim er lýst í bréfum Páls postula með áherslu á tungutal í kjölfar fyllingar eða skírnar í heilögum anda,“ segir Bjarni. Þarna hafi komið fram áherslur í boðun kristinnar trúar sem hafi ekki komið mikið á sjónarsviðið hér á landi áður. Það birtist meðal annars í því hvernig Guð væri tilbeðinn með söng, dansi og uppréttum höndum. Þá gengi fólk út frá því að það fengi gefnar gjafir í formi hæfileika í þjónustunni við Guð. Árið 1976 hafi Ungt fólk með hlutverk verið stofnað, en þau voru hluti alþjóðahreyfingarinnar Youth with a Mission. Að sögn Bjarna litu margir á þetta, ekki síst innan KFUM og K á þetta sem klofning. Hápunkturinn á níunda og tíunda áratugnum „Til að gera langa sögu stutta þá spretta úr Ungu fólki með hlutverk nokkrir nýir trúarhópar snemma á níunda áratugnum sem eru meðal annars ósáttir við forystu þess félags og áherslu þess á að reyna að færa þessa vakningarstrauma inn í Þjóðkirkjuna. Dæmi eru um þeir snúist gegn skírnarskilningi Þjóðkirkjunnar og vilji vera óháðir henni þar sem hún sé of þung í vöfum,“ segir Bjarni, en Trú og líf var einn þessara trúarhópa. Bjarni segist sjálfur aldrei hafa sótt viðburði hjá Trú og lífi, en þarna muni samkomur í anda hvítasunnumanna og náðargjafavakningarinnar hafa farið fram. Þá má nefna að í gegnum Trú og líf var stofnuð kristilega hljómsveitin Takk, sem gaf út hljómplötu á ensku árið 1987. Fram- og bakhlið plötumslags Takk, trúarlegrar sveitar Trúar og Lífs. Á umslaginu eru hjónin Halldór Lárusson og Árný Blandon. Bjarni segir að hreyfingar sem þessar hafa verið í mestum blóma á níunda áratugnum og fram á miðjan tíunda áratuginn. Þá hafi þær smám saman farið að dala, og alls kyns vandamál komið upp innan nokkurra þeirra, til dæmis varðandi viðhorfs til samkynhneigðar. Talaði tungum meðan kraftaverk var unnið Eitthvað var fjallað um starfsemi Trúar og lífs í fjölmiðlum á sínum tíma. Í tímaritinu Heimsmynd árið 1988 ritaði Michelle Valfells upplifunarpistil um athöfn hjá hópnum sem fór fram í húsnæði hópsins við Smiðjuveg í Kópavogi. „Fólk dansaði og baðaði út öllum öngum (vægast sagt sjaldgæf sjón á Íslandi þar sem landsmenn eru yfirleitt hlédrægir). Sumir voru augljóslega vel undirbúnir og höfðu komið með bjöllutrommur sem þeir hristu af miklum krafti í takt við tónlistina. Vingjarnleg, bandarísk kona, sem sat við hliðina á mér, opnaði Biblíuna sína og sýndi mér hvar dýrkendur eru hvattir til að lofa Guð með tónlist og söng. Hún benti hreykin á málsgrein þar sem sérstaklega er minnst á bjöllutrommur,“ sagði í umfjöllun Heimsmyndar. Umfjöllun Heimsmyndar um Trú og líf.Tímarit.is Þar var einnig greint frá frammistöðu prédikarans Tony Fitzgerald, sem var sjálfur með söfnuð í Englandi sem hét Abuntant Life, en hann mun hafa unnið náið með Haraldi og Trú og Lífi. „Eftir að messu lauk lifnaði yfir honum. „Þú færð að sjá kraftaverk hér í kvöld,“ hafði Fitzgerald sagt við mig snemma um kvöldið og hann efndi svo sannarlega það loforð. Sérgrein Fitzgeralds er að lækna bakverki og lengja leggi fólks með mislanga fótleggi. Fitzgerald bað fólk, sem þjáðist af þessum kvillum, til að gefa sig fram. Ég varð furðu lostin yfir hversu margir stóðu á fætur. Ég hafði ekki hugmynd um að svo margir Íslendingar fæddust með annan fótinn styttri en hinn. Fitzgerald tók utan um fótinn á einum manni og hrópaði skipunartón: „Ég skipa þér að læknast!“ Söfnuðurinn flykktist fram til að fylgjast með og á bak við mig var maður farinn að tala tungum. (Þegar hér var komið við sögu var ég komin með höfuðverk en því miður virtist slíkt ekki vera ein af sérgreinum Fitzgeralds.) Maðurinn stóð á fætur og söfnuðurinn gladdist vegna kraftaverksins sem hann taldi sig hafa orðið vitni að,“ skrifaði Michelle. Umfjöllun Heimsmyndar um Trú og líf.Tímarit.is Trúfélagið geti orðið eins og fjölskylda Bjarni Randver segir mikilvægt að hafa það í huga að trúfélög sem þessi séu fyrst og fremst félagsleg. „Þau skapa vinatengsl þar sem fólk sameinast um ákveðin hugðarefni. Þetta þýðir að félagslegu samskiptin geta verið töluverð langt út fyrir sjálfa trúariðkunina í safnaðarstarfinu. Viðkomandi fólk tengist vinaböndum og trúfélagið getur orðið eins og fjölskylda þess.“