„Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. mars 2025 19:43 Áslaug Arna segist engin samskipti hafa haft við fjölmiðla vegna uppljóstrunar Ólafar Björnsdóttur um mál er varðar samband barnamálaráðherra við barnsföður hennar frá því fyrir 36 árum. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa haft samskipti við fjölmiðla vegna máls Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barnamálaráðherra. Hún telur nær að „þrautreyndir smjörklípumenn“ kalli eftir viðbrögðum úr eigin röðum. Áslaug birti Facebook-færslu um málið upp úr 19 og svaraði þar Össuri Skarphéðinssyni, fyrrverandi formanni Samfylkingarinnar, sem hafði síðdegis kallað eftir rannsókn á aðkomu Áslaugar í málinu. „Flestir sjá í gegnum samsæriskenningar og tilraunir til þess að láta vandræði ríkisstjórnarinnar snúast um Sjálfstæðisflokkinn En eins og oft áður treysta margir á þá aðferð þegar vandræðin hrannast upp í eigin garði,“ skrifar hún í færslunni um skrif Össurar. „Mér er ljúft og skylt að greina frá því að ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls,“ segir Áslaug. Hún segir hins vegar rétt að Ólöf Björnsdóttir hafi haft samband við sig með tölvupósti þann 14. mars síðastliðinn. Ólöf hafi óskað eftir því að Áslaug myndi hringja í sig vegna mennta- og barnamálaráðherra. „Ég hafði ekki samband við Ólöfu og hef ekki enn gert,“ skrifar Áslaug. „Margur heldur mig sig“ Áslaug segir broslegt að „þrautreyndir smjörklípumenn eins og Össur Skarphéðinsson og Kristján Möller“ bíði spenntir eftir viðbrögðum frá sér vegna málsins. Þar sannist hið fornkveðna: „að margur heldur mig sig.“ „Væri ekki nær fyrir smjörklípuherrana að kalla eftir viðbrögðum úr eigin röðum eða frá Viðreisn - hvers þingmenn sitja með Flokki fólksins í ríkisstjórn? Fremur en að amast út í „hinn fallna formannskandídat“ eins og þeir orða það svo smekklega?“ spyr Áslaug í færslunni. En fyrst hún sé látin bregðast sérstaklega við „enn öðru vandræðamáli ríkisstjórnarinnar“ segir Áslaug að það sé ekkert nema eðlilegt að spurningar vakni þegar „klúður á klúður ofan einkennir fyrstu 100 daga stjórnarinnar.“ Þar sé af nægu að taka og eðlilegt að menn hrökkvi þess vegna í kút og reyni að bæta böl sitt með að benda á aðra. Einstaklingur svikinn um trúnað fái ráðherra í óumbeðið kvöldkaffi „Spurningin sem eftir stendur er sú hver það er sem ber raunverulega ábyrgð á því að einstaklingur, sem hefur samband við forsætisráðherra í góðri trú, er svikinn um trúnað og endar með annan ráðherra í ríkisstjórn hjá sér í óumbeðnu kvöldkaffi eftir að hafa setið undir símtalaflóði frá ráðherranum dagana á undan,“ skrifar hún. Áslaug segir jafnframt að sami fráfarandi ráðherra hafi staðfest það að hafa fengið upplýsingar um Ólöfu frá aðstoðarmanni forsætisráðherra nokkrum dögum áður en hún hafi fengið tölvupóst sendan. „Umræðan á að snúast um ábyrgð en ekki útúrsnúninga. Það lærist smjörklípustrákunum líklega seint úr þessu,“ skrifar Áslaug að lokum. Barnamálaráðherra segir af sér Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Flokkur fólksins Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Áslaug birti Facebook-færslu um málið upp úr 19 og svaraði þar Össuri Skarphéðinssyni, fyrrverandi formanni Samfylkingarinnar, sem hafði síðdegis kallað eftir rannsókn á aðkomu Áslaugar í málinu. „Flestir sjá í gegnum samsæriskenningar og tilraunir til þess að láta vandræði ríkisstjórnarinnar snúast um Sjálfstæðisflokkinn En eins og oft áður treysta margir á þá aðferð þegar vandræðin hrannast upp í eigin garði,“ skrifar hún í færslunni um skrif Össurar. „Mér er ljúft og skylt að greina frá því að ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls,“ segir Áslaug. Hún segir hins vegar rétt að Ólöf Björnsdóttir hafi haft samband við sig með tölvupósti þann 14. mars síðastliðinn. Ólöf hafi óskað eftir því að Áslaug myndi hringja í sig vegna mennta- og barnamálaráðherra. „Ég hafði ekki samband við Ólöfu og hef ekki enn gert,“ skrifar Áslaug. „Margur heldur mig sig“ Áslaug segir broslegt að „þrautreyndir smjörklípumenn eins og Össur Skarphéðinsson og Kristján Möller“ bíði spenntir eftir viðbrögðum frá sér vegna málsins. Þar sannist hið fornkveðna: „að margur heldur mig sig.“ „Væri ekki nær fyrir smjörklípuherrana að kalla eftir viðbrögðum úr eigin röðum eða frá Viðreisn - hvers þingmenn sitja með Flokki fólksins í ríkisstjórn? Fremur en að amast út í „hinn fallna formannskandídat“ eins og þeir orða það svo smekklega?“ spyr Áslaug í færslunni. En fyrst hún sé látin bregðast sérstaklega við „enn öðru vandræðamáli ríkisstjórnarinnar“ segir Áslaug að það sé ekkert nema eðlilegt að spurningar vakni þegar „klúður á klúður ofan einkennir fyrstu 100 daga stjórnarinnar.“ Þar sé af nægu að taka og eðlilegt að menn hrökkvi þess vegna í kút og reyni að bæta böl sitt með að benda á aðra. Einstaklingur svikinn um trúnað fái ráðherra í óumbeðið kvöldkaffi „Spurningin sem eftir stendur er sú hver það er sem ber raunverulega ábyrgð á því að einstaklingur, sem hefur samband við forsætisráðherra í góðri trú, er svikinn um trúnað og endar með annan ráðherra í ríkisstjórn hjá sér í óumbeðnu kvöldkaffi eftir að hafa setið undir símtalaflóði frá ráðherranum dagana á undan,“ skrifar hún. Áslaug segir jafnframt að sami fráfarandi ráðherra hafi staðfest það að hafa fengið upplýsingar um Ólöfu frá aðstoðarmanni forsætisráðherra nokkrum dögum áður en hún hafi fengið tölvupóst sendan. „Umræðan á að snúast um ábyrgð en ekki útúrsnúninga. Það lærist smjörklípustrákunum líklega seint úr þessu,“ skrifar Áslaug að lokum.
Barnamálaráðherra segir af sér Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Flokkur fólksins Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira