Ferðamönnum til landsins fækkar og fækkar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. mars 2025 14:04 Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, sem var mjög ánægður með aðalfundinn á Hótel Örk. Hann segir blikur á lofti í íslenskri ferðaþjónustu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Erlendum ferðamönnum, sem heimsækja Ísland fækkar og fækkar og eru ýmsar ástæður fyrir því, meðal annars gistináttaskattur og miklar hækkanir á öllum kostnaðarliðum fyrirtækja í ferðaþjónustu. Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar var haldin á Hótel Örk í Hveragerði á fimmtudaginn þar sem á annað hundrað eigendur eða starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækja mættu til að hlusta á erindi og taka þátt í umræðu um stöðu ferðaþjónustunnar í dag. Pétur Óskarsson er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það eru blikur á lofti. Farþegatölurnar fyrstu mánuði ársins eru niður á við. Það er aðeins minnkandi áhugi á Íslandi á leitarvélum og samfélagsmiðlum þannig að við höfum auðvitað áhyggjur af stöðunni. Þetta eru kannski ekki stórar tölur, þrjú til fimm prósent, sem eru niður miðað við árið í fyrra,” segir Pétur og bætir við. „Fimm prósent samdráttur í ferðaþjónustu er eins og ein loðnuvertíð þannig að það er bara mjög alvarlegt og stórt mál ef að það yrði niðurstaðan.” En hver er ástæðan að mati Péturs fyrir fækkun ferðamanna til landsins? „Ég held að það veigi auðvitað mjög þungt verðlag á ferðum til Íslands samanborið til dæmis til Noregs eða Finnlands. Lítil markaðssetning síðustu ár á Íslandi, svona almenn markaðssetning. Finnar og Norðmenn okkar helstu samkeppnis þjóðir hafa verið mjög öflugir í þessu og við höfum ekki gert neitt eða mjög lítið,” segir Pétur. Fólk í ferðaþjónustu af öllu landinu mætti á aðalfundinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig leggst sumarið í Pétur og hans fólk í ferðaþjónustunni? „Sumarið leggst náttúrulega alltaf vel í okkur því það er þá, sem stærsti hluti af veltunni kemur í hús hjá mjög mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum en afkoman byggist á því að okkur takist að nýta allar fjárfestingar í greininni allt árið um kring. Þannig að gott sumar dugar ekki, við þurfum líka að fá góðan vetur og þurfum að fá réttu gestina hingað til lands, sem ferðast um allt landið, sem er eitt af stóru markmiðunum hjá okkur að Ísland, landið allt árið.” Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að það sé aðeins minnkandi áhugi á Íslandi á leitarvélum og samfélagsmiðlum þannig að þeir, sem starfa við ferðaþjónustu hafi auðvitað áhyggjur af stöðunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Ferðaþjónusta Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar var haldin á Hótel Örk í Hveragerði á fimmtudaginn þar sem á annað hundrað eigendur eða starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækja mættu til að hlusta á erindi og taka þátt í umræðu um stöðu ferðaþjónustunnar í dag. Pétur Óskarsson er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það eru blikur á lofti. Farþegatölurnar fyrstu mánuði ársins eru niður á við. Það er aðeins minnkandi áhugi á Íslandi á leitarvélum og samfélagsmiðlum þannig að við höfum auðvitað áhyggjur af stöðunni. Þetta eru kannski ekki stórar tölur, þrjú til fimm prósent, sem eru niður miðað við árið í fyrra,” segir Pétur og bætir við. „Fimm prósent samdráttur í ferðaþjónustu er eins og ein loðnuvertíð þannig að það er bara mjög alvarlegt og stórt mál ef að það yrði niðurstaðan.” En hver er ástæðan að mati Péturs fyrir fækkun ferðamanna til landsins? „Ég held að það veigi auðvitað mjög þungt verðlag á ferðum til Íslands samanborið til dæmis til Noregs eða Finnlands. Lítil markaðssetning síðustu ár á Íslandi, svona almenn markaðssetning. Finnar og Norðmenn okkar helstu samkeppnis þjóðir hafa verið mjög öflugir í þessu og við höfum ekki gert neitt eða mjög lítið,” segir Pétur. Fólk í ferðaþjónustu af öllu landinu mætti á aðalfundinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig leggst sumarið í Pétur og hans fólk í ferðaþjónustunni? „Sumarið leggst náttúrulega alltaf vel í okkur því það er þá, sem stærsti hluti af veltunni kemur í hús hjá mjög mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum en afkoman byggist á því að okkur takist að nýta allar fjárfestingar í greininni allt árið um kring. Þannig að gott sumar dugar ekki, við þurfum líka að fá góðan vetur og þurfum að fá réttu gestina hingað til lands, sem ferðast um allt landið, sem er eitt af stóru markmiðunum hjá okkur að Ísland, landið allt árið.” Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að það sé aðeins minnkandi áhugi á Íslandi á leitarvélum og samfélagsmiðlum þannig að þeir, sem starfa við ferðaþjónustu hafi auðvitað áhyggjur af stöðunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Ferðaþjónusta Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira