Alþjóðleg ráðstefna menntamálaráðherra á Íslandi á morgun Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. mars 2025 11:36 Tuttugu og fimm erlendir menntamálaráðherrar sækja alþjóðlega ráðstefnu á Íslandi á morgun. Vísir/Vilhelm Leiðtogafundur ISTP 2025 hefst á morgun mánudag og stendur til miðvikudags. Mennta- og barnamálaráðuneytið, Kennarasamband Íslands, OECD og Education International standa að fundinum, en 25 menntamálaráðherrar sækja fundinn ásamt kennaraforystu viðkomandi landa. Mennta- og barnamálaráðuneytið greinir frá þessu í tilkynningu. Þar segir að sendinefndir OECD og Education International (alþjóðlegu kennarasamtökunum) muni ræða málefni kennara og menntaumbætur ásamt menntamálaráðherrum og kennaraforystu landanna sem sækja fundinn. Um er að ræða stærsta alþjóðlega fund leiðtoga á sviði menntamála sem haldinn hefur verið á Íslandi. Í tilkynningunni segir eftirfarandi um fundinn: 25 menntamálaráðherrar sækja fundinn ásamt kennaraforystu viðkomandi landa 26 sendinefndir mæta á viðburðinn, þ.m.t. sendinefnd OECD og Education International Um 200 þátttakendur frá 24 ríkjum Leiðir saman æðstu valdhafa á sviði menntamála ásamt leiðtogum kennaraforystunnar frá löndum sem standa framarlega í menntamálum í viðræður um menntaumbætur Auk ráðherranna sækja nafntogaðir leiðtogar á sviði menntamála fundinn á borð við Dr. Mugwena Maluleke, forseta Education International, og Andreas Schleicher, yfirmanns menntamála hjá OECD – nánari upplýsingar undir Biographies Haldinn árlega frá 2011, nú í fyrsta sinn á Íslandi ISTP stendur fyrir International Summit on the Teaching Profession Vefur ISTP 2025, með nánari upplýsingum um dagskrá og viðfangsefnið Nýr menntamálaráðherra kynntur á eftir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, sagði af sér ráðherraembætti síðastliðinn fimmtudag. Tveir ríkisráðsfundir verða haldnir á Bessastöðum í dag, klukkan 15 og sá síðari klukkan 15:15. Gera má ráð fyrir að á fyrri fundinum muni Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, veita Ásthildi Lóu lausn úr embætti. Jafnframt má gera ráð fyrir að á seinni fundinum verði nýr ráðherra skipaður. Greint hefur verið frá því að Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, verði nýr barna- og menntamálaráðherra. Hann vildi sjálfur ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað en sagðist vera á leiðinni á fund. Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Grunnskólar Tengdar fréttir Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barnamálaráðherra og þingmaður Flokks fólksins hefur sagt af sér ráðherraembætti. Fyrr í kvöld var greint frá því að hún hefði átt í sambandi þegar hún var 22 ára með sextán ára pilti sem hún leiðbeindi í trúarsöfnuði. Þau eignuðust svo barn saman ári síðar. 20. mars 2025 18:43 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira
Mennta- og barnamálaráðuneytið greinir frá þessu í tilkynningu. Þar segir að sendinefndir OECD og Education International (alþjóðlegu kennarasamtökunum) muni ræða málefni kennara og menntaumbætur ásamt menntamálaráðherrum og kennaraforystu landanna sem sækja fundinn. Um er að ræða stærsta alþjóðlega fund leiðtoga á sviði menntamála sem haldinn hefur verið á Íslandi. Í tilkynningunni segir eftirfarandi um fundinn: 25 menntamálaráðherrar sækja fundinn ásamt kennaraforystu viðkomandi landa 26 sendinefndir mæta á viðburðinn, þ.m.t. sendinefnd OECD og Education International Um 200 þátttakendur frá 24 ríkjum Leiðir saman æðstu valdhafa á sviði menntamála ásamt leiðtogum kennaraforystunnar frá löndum sem standa framarlega í menntamálum í viðræður um menntaumbætur Auk ráðherranna sækja nafntogaðir leiðtogar á sviði menntamála fundinn á borð við Dr. Mugwena Maluleke, forseta Education International, og Andreas Schleicher, yfirmanns menntamála hjá OECD – nánari upplýsingar undir Biographies Haldinn árlega frá 2011, nú í fyrsta sinn á Íslandi ISTP stendur fyrir International Summit on the Teaching Profession Vefur ISTP 2025, með nánari upplýsingum um dagskrá og viðfangsefnið Nýr menntamálaráðherra kynntur á eftir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, sagði af sér ráðherraembætti síðastliðinn fimmtudag. Tveir ríkisráðsfundir verða haldnir á Bessastöðum í dag, klukkan 15 og sá síðari klukkan 15:15. Gera má ráð fyrir að á fyrri fundinum muni Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, veita Ásthildi Lóu lausn úr embætti. Jafnframt má gera ráð fyrir að á seinni fundinum verði nýr ráðherra skipaður. Greint hefur verið frá því að Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, verði nýr barna- og menntamálaráðherra. Hann vildi sjálfur ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað en sagðist vera á leiðinni á fund.
Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Grunnskólar Tengdar fréttir Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barnamálaráðherra og þingmaður Flokks fólksins hefur sagt af sér ráðherraembætti. Fyrr í kvöld var greint frá því að hún hefði átt í sambandi þegar hún var 22 ára með sextán ára pilti sem hún leiðbeindi í trúarsöfnuði. Þau eignuðust svo barn saman ári síðar. 20. mars 2025 18:43 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira
Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barnamálaráðherra og þingmaður Flokks fólksins hefur sagt af sér ráðherraembætti. Fyrr í kvöld var greint frá því að hún hefði átt í sambandi þegar hún var 22 ára með sextán ára pilti sem hún leiðbeindi í trúarsöfnuði. Þau eignuðust svo barn saman ári síðar. 20. mars 2025 18:43