Borgarfulltrúi meðal mótmælenda fyrir utan Tesla Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. mars 2025 16:25 „Flautaðu ef þú hatar fasisma“ stendur á skilti sem Alexandra Briem borgarfulltrúi Pírata heldur á. Vísir/Lýður Hópur fólks safnaðist saman í dag fyrir utan Tesla-umboðið í Vatnagörðum í Reykjavík. Borgarfulltrúi Pírata flutti ræðu. Af myndum að dæma voru um tíu til fimmtán manns á staðnum. Skipuleggjendur mótmælanna eru hópur sem kallar sig Save democracy Iceland (Björgum lýðræðinu Ísland). Í tilkynningu frá skipuleggjendum mótmælanna, sem er á ensku, segir að hópurinn sé grasrótarhópur sem hafi orðið til á Facebook í ljósi alls sem hefur gerst síðan Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna. Hópurinn sé andsvar við ógn fasískra afla sem séu á uppleið um heim allan. Þá segir jafnframt að mótmælin séu liður í Tesla Takedown hreyfingunni. Útiloka engan „Við útilokum engan og bjóðum alla velkomna sem deila lýðræðislegum gildum okkar, frelsishugsjónum og jafnréttissjónarmiðum,“ segir í tilkynningunni. „Hvað mig varðar var ég beðin um að koma þangað og halda ræðu. Ég vildi bara nota tækifærið til þess að mótmæla því hvernig Elon Musk hefur verið að beita sér í heiminum gegn trans fólki, og gegn lýðræði í Bandaríkjunum og heiminum,“ segir Alexandra Briem. Ekkert á móti umboðinu Alexandra segir nauðsynlegt að beita sér gegn fyrirtækjum sem auðgi Musk, í ljósi þess að hann beiti sér gegn lýðræði og mannréttindum. Hann sé hvað þekktastur sem talsmaður og aðaleigandi Tesla. „Ég hef ekkert á móti umboðinu hérlendis eða starfsfólkinu þar eða fólki sem keyrir á Teslu. En núna eru þessir hlutir orðnir ljósir, hversu afgerandi slæmur hann er, og fólk þarf að fara gera upp hug sinn hvort fólki þyki þetta í lagi,“ segir Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata. Hópurinn stóð fyrir utan umboðið í Vatnagörðum milli 14 og 16.Vísir/Viktor Freyr „Ojj. Teslur eru ógeðslegar núna,“ segir á skiltinu.Vísir/Lýður Vísir/Lýður „Tesla fjármagnar fasisma“ segir þessi. Vísir/Lýður „Sendum Elon Musk úr landi“ segir þessi.Vísir/Lýður Tesla Borgarstjórn Reykjavík Donald Trump Elon Musk Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Í tilkynningu frá skipuleggjendum mótmælanna, sem er á ensku, segir að hópurinn sé grasrótarhópur sem hafi orðið til á Facebook í ljósi alls sem hefur gerst síðan Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna. Hópurinn sé andsvar við ógn fasískra afla sem séu á uppleið um heim allan. Þá segir jafnframt að mótmælin séu liður í Tesla Takedown hreyfingunni. Útiloka engan „Við útilokum engan og bjóðum alla velkomna sem deila lýðræðislegum gildum okkar, frelsishugsjónum og jafnréttissjónarmiðum,“ segir í tilkynningunni. „Hvað mig varðar var ég beðin um að koma þangað og halda ræðu. Ég vildi bara nota tækifærið til þess að mótmæla því hvernig Elon Musk hefur verið að beita sér í heiminum gegn trans fólki, og gegn lýðræði í Bandaríkjunum og heiminum,“ segir Alexandra Briem. Ekkert á móti umboðinu Alexandra segir nauðsynlegt að beita sér gegn fyrirtækjum sem auðgi Musk, í ljósi þess að hann beiti sér gegn lýðræði og mannréttindum. Hann sé hvað þekktastur sem talsmaður og aðaleigandi Tesla. „Ég hef ekkert á móti umboðinu hérlendis eða starfsfólkinu þar eða fólki sem keyrir á Teslu. En núna eru þessir hlutir orðnir ljósir, hversu afgerandi slæmur hann er, og fólk þarf að fara gera upp hug sinn hvort fólki þyki þetta í lagi,“ segir Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata. Hópurinn stóð fyrir utan umboðið í Vatnagörðum milli 14 og 16.Vísir/Viktor Freyr „Ojj. Teslur eru ógeðslegar núna,“ segir á skiltinu.Vísir/Lýður Vísir/Lýður „Tesla fjármagnar fasisma“ segir þessi. Vísir/Lýður „Sendum Elon Musk úr landi“ segir þessi.Vísir/Lýður
Tesla Borgarstjórn Reykjavík Donald Trump Elon Musk Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira