Felldi tár þegar hætt var við áformin í bakgarðinum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. mars 2025 13:10 Arndís Kjartansdóttir, íbúi á völlunum í Hafnarfirði, segist hafa upplifað mikinn létti þegar fregnir bárust af því að Carbfix væri hætt við uppbyggingu í Hafnarfirði. Vísir/Einar Íbúi í Hafnarfirði segist hafa fellt tár þegar fregnir bárust af því í gær að Carbfix væri hætt við áform um kolefnisförgunarstöðina Coda Terminal í Straumsvík. Léttirinn hafi verið gríðarlegur. „Það var gríðarlegur léttir í gær, ég ætla bara ekki að lýsa því. Tár streymdu, það var svo mikill léttir. Þetta er búin að vera tíu mánaða löng barátta og loksins, hættu þeir við verkefnið og léttirinn var gríðarlegur,“ segir Arndís Kjartansdóttir, íbúi á Völlunum. Hávær andstaða gegn verkefninu hefur verið hjá hluta bæjarbúa í Hafnarfirði. Þeir hafa meðal annars llýst áhyggjum af nálægð niðurdælingarborholna við íbúabyggð á völlunum. Í áliti Skipulagsstofnunar um verkefnið kemur fram að niðurdælingin væri ekki líkleg til þess að valda skjálftavirkna eða skaða vatnsból, en það sefaði ekki áhyggjur íbúa. Formaður Loftslagsráðs lýsti því í haust að hann teldi að umræða um verkefnið hafi farið út af sporinu og að Carbfix-tæknin sé eitt merkasta framlag Íslands til loftslagsbaráttunnar. Gagnrýni á hvernig staðið var að verkinu „Það var farið af stað í þetta verkefni án samráðs við íbúa í bænum. Það kann aldrei góðri lukku að stýra ef ekki er talað við íbúa sem búa á svæðinu og mjög nálægt þessu stóra verkefni,“ segir Arndís. „Það er ekkert skrítið að íbúar séu uggandi þegar svona stórt verkefni á ferðinni. Þetta snýst ekki um gagnrýni á loftslagsmál eða að fólk vilji ekki taka þátt í því að hafa góð áhrif á loftslagið og breyta því. Þetta snýr miklu meira að því hvernig staðið var að verkefninu og staðsetningu verkefnisins.“ Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar lýsti efasemdum um verkefnið á dögunum og sagði framkvæmdastýra Carfix í gær að minnkandi stuðningur bæjarbúa hafi verið eina ástæða þess að hætt var við verkefnið. „Við vorum farin að fá bara kvíða yfir því að þurfa að standa í kosningabaráttu á móti stórfyriræki og Reykjavík með milljónir í vösunum. Við erum bara venjulegt fólk. Það er rosa gott að vita að páskarnir og sumarið fari ekki í kosningabaráttu,“ segir Arndís. Coda Terminal Hafnarfjörður Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Carbfix er hætt við áform um kolefnisförgunarstöðina Coda Terminal í Straumsvík í Hafnarfirði. Framkvæmdastýra fyrirtækisins segir forsendur fyrir verkefninu brostnar að svo komnu og það ætli að beina kröftum sínum annað. 21. mars 2025 15:21 Umhverfismat Coda Terminal í Straumsvík Carbfix fagnar því að umhverfismat Coda Terminal, sem er móttöku- og geymslustöð fyrir koldíoxíð (CO2) í Straumsvík sé komið í opið kynningarferli eftir um það bil tveggja ára undirbúning og vinnu. Coda Terminal tekur á móti CO2 sem fangað er frá iðnaði og ekki er hægt að útrýma með orkuskiptum (e. hard to abate). 30. maí 2024 14:01 Afhentu bæjarstjóra undirskriftalista vegna Coda Terminal Íbúar í Hafnarfirði afhentu Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra undirskriftalista í gær þar sem 6090 manns skoruðu á bæjarstjórn að falla frá áformum um Coda Terminal verkefnið eða setja það í íbúakosningu. 15. ágúst 2024 10:13 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
„Það var gríðarlegur léttir í gær, ég ætla bara ekki að lýsa því. Tár streymdu, það var svo mikill léttir. Þetta er búin að vera tíu mánaða löng barátta og loksins, hættu þeir við verkefnið og léttirinn var gríðarlegur,“ segir Arndís Kjartansdóttir, íbúi á Völlunum. Hávær andstaða gegn verkefninu hefur verið hjá hluta bæjarbúa í Hafnarfirði. Þeir hafa meðal annars llýst áhyggjum af nálægð niðurdælingarborholna við íbúabyggð á völlunum. Í áliti Skipulagsstofnunar um verkefnið kemur fram að niðurdælingin væri ekki líkleg til þess að valda skjálftavirkna eða skaða vatnsból, en það sefaði ekki áhyggjur íbúa. Formaður Loftslagsráðs lýsti því í haust að hann teldi að umræða um verkefnið hafi farið út af sporinu og að Carbfix-tæknin sé eitt merkasta framlag Íslands til loftslagsbaráttunnar. Gagnrýni á hvernig staðið var að verkinu „Það var farið af stað í þetta verkefni án samráðs við íbúa í bænum. Það kann aldrei góðri lukku að stýra ef ekki er talað við íbúa sem búa á svæðinu og mjög nálægt þessu stóra verkefni,“ segir Arndís. „Það er ekkert skrítið að íbúar séu uggandi þegar svona stórt verkefni á ferðinni. Þetta snýst ekki um gagnrýni á loftslagsmál eða að fólk vilji ekki taka þátt í því að hafa góð áhrif á loftslagið og breyta því. Þetta snýr miklu meira að því hvernig staðið var að verkefninu og staðsetningu verkefnisins.“ Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar lýsti efasemdum um verkefnið á dögunum og sagði framkvæmdastýra Carfix í gær að minnkandi stuðningur bæjarbúa hafi verið eina ástæða þess að hætt var við verkefnið. „Við vorum farin að fá bara kvíða yfir því að þurfa að standa í kosningabaráttu á móti stórfyriræki og Reykjavík með milljónir í vösunum. Við erum bara venjulegt fólk. Það er rosa gott að vita að páskarnir og sumarið fari ekki í kosningabaráttu,“ segir Arndís.
Coda Terminal Hafnarfjörður Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Carbfix er hætt við áform um kolefnisförgunarstöðina Coda Terminal í Straumsvík í Hafnarfirði. Framkvæmdastýra fyrirtækisins segir forsendur fyrir verkefninu brostnar að svo komnu og það ætli að beina kröftum sínum annað. 21. mars 2025 15:21 Umhverfismat Coda Terminal í Straumsvík Carbfix fagnar því að umhverfismat Coda Terminal, sem er móttöku- og geymslustöð fyrir koldíoxíð (CO2) í Straumsvík sé komið í opið kynningarferli eftir um það bil tveggja ára undirbúning og vinnu. Coda Terminal tekur á móti CO2 sem fangað er frá iðnaði og ekki er hægt að útrýma með orkuskiptum (e. hard to abate). 30. maí 2024 14:01 Afhentu bæjarstjóra undirskriftalista vegna Coda Terminal Íbúar í Hafnarfirði afhentu Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra undirskriftalista í gær þar sem 6090 manns skoruðu á bæjarstjórn að falla frá áformum um Coda Terminal verkefnið eða setja það í íbúakosningu. 15. ágúst 2024 10:13 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Carbfix er hætt við áform um kolefnisförgunarstöðina Coda Terminal í Straumsvík í Hafnarfirði. Framkvæmdastýra fyrirtækisins segir forsendur fyrir verkefninu brostnar að svo komnu og það ætli að beina kröftum sínum annað. 21. mars 2025 15:21
Umhverfismat Coda Terminal í Straumsvík Carbfix fagnar því að umhverfismat Coda Terminal, sem er móttöku- og geymslustöð fyrir koldíoxíð (CO2) í Straumsvík sé komið í opið kynningarferli eftir um það bil tveggja ára undirbúning og vinnu. Coda Terminal tekur á móti CO2 sem fangað er frá iðnaði og ekki er hægt að útrýma með orkuskiptum (e. hard to abate). 30. maí 2024 14:01
Afhentu bæjarstjóra undirskriftalista vegna Coda Terminal Íbúar í Hafnarfirði afhentu Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra undirskriftalista í gær þar sem 6090 manns skoruðu á bæjarstjórn að falla frá áformum um Coda Terminal verkefnið eða setja það í íbúakosningu. 15. ágúst 2024 10:13