Innlent

Leita á­fram við Kirkju­sand

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Kafarar á vettvangi í gær.
Kafarar á vettvangi í gær. Vísir

Leit heldur áfram í dag að manni sem talið er að hafi farið í sjóinn við Kirkjusand. Umfangsmikil leit stóð yfir í gær og að henni komu kafarar, björgunarskip Landsbjargar, og þyrla Landhelgisgæslunnar.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að lögreglan hafi óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til áframhaldandi leitar fyrir hádegi í dag.

Tilkynning barst lögreglunni um að grunur væri um að maður hefði farið í sjóinn við Kirkjusand klukkan átta í gærmorgun.

Leit stóð yfir fram eftir degi og að henni komu meðal annars björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu og Akranesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×